Heilsuvikan 2015 - Göngur á fellin í Mosfellsbæ í fylgd með Ferðafélagi Íslands

18/09/2015

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu.

 

Heilsuvikan 2015 - Göngur á fellin í Mosfellsbæ í fylgd með FÍ

Fararstjórar: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. 696 5531 og 899 3109

 1. Mánudagur 21. september kl. 17.30. Lágafell.
  Háholt við Krónuna, Lágafell 105 m. 2,5 km. Hækkun 60 m. Göngutími 1 – 1,5 klst.
  Upphafstaður göngu: Bílastæði við Krónuna.

 2. Þriðjudagur 22, september kl. 17.30. Reykjaborg.
  Syðri Reykir, Reykjaborg 252m. 5 km. Hækkun 160 m. Göngutími 2 – 2,5 klst.
  Upphafstaður göngu: Bílastæði/strætóstöð við Suður-Reyki efst í Reykjahverfi.

 3. Miðvikudagur 23. september kl. 17.30. Helgafell.
  Ásar, Helgafell 216 m. 2,5 km. Hækkun 120 m. Göngutími 1,5 - 2 klst.
  Upphafstaður göngu: Bílastæði á Ásum við Þingvallaveg vestan undir Helgafelli.
 4. Fimmtudagur 24. september kl. 17.30. Reykjafell.
  Suður Reykir, Reykjafell 269m. 3 km. Hækkun 170 m. Göngutími 1,5 - 2 klst.
  Upphafstaður göngu: Bílastæði/strætóstöð við Suður-Reyki efst í Reykjahverfi.

 5. Föstudagur 25. september kl.17.30. Mosfell.
  Mosfellskirkja, Mosfell 276m. 3,5 km. Hækkun 190 m. Göngutími 2 - 2,5 klst.
  Upphafstaður göngu: Bílastæði við Mosfellskirkju.

 6. Laugardagur 26. september kl. 10.00. Grímmannsfell.
  Vindhóll í Helgadal, Grímannsfell, Stórhóll 484 m. 8 km. Hækkun 380 m. Göngutími 4,5 - 5 klst.
  Upphafstaður göngu: Við Vindhól á Helgadalsvegi.

Hlýjan, vind- og vatnsþolinn klæðnað og góða skó. Hafa vatn og smá nesti eða orkubita með í ferðirnar.
Til baka