Tjaldsvæði í Mosfellsbæ opnar 1. júní

01/06/2018
Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ er staðsett í hjarta bæjarins, norðan við íþróttamiðstöðina á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána. Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúra innan bæjarmarka og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.

Tjaldstæðið er við Varmárskóla og Varmárlaug og er baðaðstaða í lauginni (verðskár og opnunartímar varmárlaugar hér)

Við tjaldstæðið er salernisaðstaða, vatn og rafmagn. Góðar almenningssamgöngur eru frá tjaldstæðinu um Mosfellsbæ og í miðborg Reykjavíkur.

Opnunartími: 1. júní – 1. september

Símanúmer: 566-6058 frá kl. 08:00 - 14:00

Neyðarnúmer: 690-9297

Heimasíða: www.mos.is

Netfang: bolid[hjá]mos.isGjaldskrá:

1.200 kr.,- á mann (frítt fyrir 12 ára og yngri)

Rafmagn 700. kr. 

Hægt er að greiða gjaldið hjá Tjaldstæðaverði og í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.Hnit: 64° 10,065’N, 21° 42,229’W

Aðstaða fyrir: Tjöld, Tjaldvagna, Fellihýsi, Hjólhýsi, Húsbíla

Til baka

Myndir með frétt