Hálkuvarnir - sandur/salt í Þjónustumiðstöð

14/01/2019

Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega. Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandinum og er bæjarbúum velkomið að taka það sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát).

Hægt er að senda ábendingar um það sem betur má fara á mos[hjá]mos.is eða hringja í þjónustuver 525 6700 einnig eru íbúar kvattir til að nota ábendingakerfi á heimasíðu Mosfellsbæjar til að láta vita af svæðum sem þyrfti að athuga betur. Í ábendingakerfi er hægt að gefa nákvæmar upplýsingar um staðsetningu í bænum.

Til baka