28.02.2014
Þetta er í fimmta sinn sem þessi dagskrá er skipulögð og hefur hún notið vaxandi vinsælda. Dagskráin verður þrjú þriðjudagskvöld í röð, 25. mars, 1. apríl og 8. apríl. Að þessu sinni verða menningarþræðirnir raktir úr landshlutum á Íslandi í Mosfellsbæ og má því segja að þræðir menningar liggja um allt land.
Meira ... 28.02.2014
Laust er til umsóknar starf garðyrkjufræðings í þjónustustöð Mosfellsbæjar. Um 100% starf er að ræða. Garðyrkjufræðingur skipuleggur sumarstarf starfsfólks þjónustustöðvar í samvinnu við yfirverkstjóra/garðyrkjustjóra þjónustustöðvar, heldur utan um tímaskráningu starfsfólks og sér um dagleg samskipti við flokkstjóra þjónustustöðvar. Sér um að útdeila verkefnum til flokkstjóra og fylgir þeim eftir.
Meira ... 27.02.2014
Sýningaropnun Guðlaugar Drafnar Gunnarsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar. Föstudaginn 28. febrúar 2014 kl. 17:00-19:00 verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, einkasýning Guðlaugar Drafnar Gunnarsdóttur undir heitinu ,,Vorið, kæri vinur“. Guðlaug sýnir ný verk, fuglateikningar á plexígleri og stór náttúrutengd málverk unnin í olíu á striga.
Meira ... 27.02.2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tillögur fræðslunefndar sem kynntar hafa verið í skólasamfélaginu síðustu vikur. Tillögurnar hafa verið sendar til allra foreldra og eru einnig aðgengilegar hér á heimasíðunni.
Meira ... 26.02.2014
Vel heppnuð sundlauganótt fór fram í Lágafellslaug laugardaginn 15. febrúar í samstarfi við Vetrarhátíð 2014. Tæplega 1000 gestir mættu í laugina þetta skemmtilega kvöld og voru foreldrar duglegir að fylgja börnum sínum. Hin sívinsæla Wipeout-braut sló í gegn og farið var í æsispennandi keppni. Hægt var að fá sér ís og pylsur auk þess sem fylgst var með söngvakeppni sjónvarpsins.
Meira ... 25.02.2014
Leikskólinn Reykjakot á 20 ára afmæli í dag 25.febrúar 2014. Í Reykjakot er unnið mjög metnaðarfullt starf í anda Hjallastefnunnar. Leikskólinn Reykjakot er 5 kjarna leikskóli. Í leikskólanum eru á bilinu 100-105 börn á aldrinum 20 mánaða til 6 ára.
Meira ... 25.02.2014
Föstudaginn 21. febrúar var hafist handa við gerð hjáleiða (merktar með brúnum lit) til þess að undirbúa gerð hingtorgs og undirganga á gatnamótum Skeiðholts og Skólabrautar.
Umræddar framkvæmdir eru hluti af tengingu Tunguvegar við Skólabraut og Skeiðholt og áætlað er að þær muni standa yfir næstu þrjá mánuði.
Umhverfissvið Mosfellsbæjar vill biðja vegfarendur um að sýna varkárni og þolinmæði á meðan á framkvæmdum stendur.
Meira ... 25.02.2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar um umhverfismál í Mosfellsbæ. Fundurinn verður haldinn í sal í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar miðvikudaginn 26. febrúar kl. 14:45-16:00. Á dagskrá fundarins er kynning á umhverfisnefnd og umhverfissviði bæjarins og að því loknu fara fram opnar umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ.
Meira ... 25.02.2014
Varmárskóli auglýsir eftir starfsmanni á unglingastig.Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af því að vinna með börnum á einhverfurófi. Leitað er eftir kröftugum einstaklingi með góða samskiptahæfileika sem getur hafið störf sem fyrst.
Meira ... 24.02.2014
Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17:30-19:00 verða niðurstöður rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ kynntar í Listasal Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Allir sem láta sig málefni ungs fólks í Mosfellsbæ varða eru hvattir til að mæta á fundinn.
Meira ... 24.02.2014
Fjórða opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Eins fram hefur komið, er í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Meira ... 21.02.2014
Að gefnu tilefni vill Mosfellsbær koma því á framfæri til foreldra leik- og grunnskólabarna að haldinn var fundur í Hlégarði miðvikudaginn 19. febrúar. Þangað bauð bæjarstjórn fulltrúum foreldrafélaga, foreldraráða leikskóla, fulltrúum foreldra í skólaráðum grunnskóla, skólastjórnendum og fræðslunefnd til að ræða framkomnar tillögur um uppbyggingu skólamannvirkja í bænum.
Meira ... 21.02.2014
Föstudagurinn 7. febrúar var dagur stærðfræðinnar. Í Krikaskóla var hann haldinn hátíðlegur með stöðvavinnu barnanna. Viðfangsefnið að þessu sinni var fjármálastærðfræði og fjármálalæsi. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjái hana í víðara samhengi.
Meira ... 20.02.2014
Laugardaginn 22. febrúar n.k. frá kl. 14.00 til 17.00 verður opið hús í dagþjónustu Skálatúns í tilefni af 60 ára afmæli Skálatúnsheimilisins. Gestir og gangandi verða boðnir velkomnir, starfsemin kynnt og kaffiveitingar í boði. 30. janúar s.l. voru liðin 60 ár frá því að fyrstu börnin fluttu á Skáltúnsheimilið. Það telst því vera stofndagur Skálatúnsheimilisins.
Meira ... 19.02.2014
Mikinn Kærleik og umhyggju mátti finna í lofti hjá starfsfólki, íbúum og gestum þeirra á Hömrum í dag þegar starfsmenn Ásgarðs komu og færðu íbúum og starfsfólki kærleiksgjöf í kærleiksvikunni. Fallega útskorinn túlipani á hjartalöguðu laufi fullt af kærleik fyllti húsið.
Meira ... 18.02.2014
Eftirfarandi starf er laust til umsóknar: Leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi með leikskólabörnum. Um 100% stöðu er að ræða. Starfið felst í að vera liðsmaður ákveðinna barna og sinna einstaklingsþörfum þeirra. Um teymisvinnu er að ræða þar sem hver liðsmaður sinnir nokkrum börnum.
Meira ... 12.02.2014
Tillagan tekur til lóða nr. 16-22 og 24-26 við Gerplustræti og nr. 15-19 Vefarastræti og nálægra umferðargatna. Athugasemdafrestur er til 26. mars 2014.
Meira ... 12.02.2014
Míla áætlar að ljósnetvæða Reykjahverfið núna á vormánuðum. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við tengingu ljósnetsins í Krókabyggð og Lindarbyggð. Þessu mun fylgja nokkuð jarðrask og akstur vinnuvéla og eru íbúar beðnir um að sýna framkvæmdunum þolinmæði meðan á þeim stendur.
Meira ... 11.02.2014
Dagskrá Vetrarhátíðar er glæsileg að þessu sinni. Hátíðin hófst í dag 6.febrúar og stendur til 15.febrúar. Meginstoðir Vetrarhátíðar 2014 eru Safnanótt, Sundlauganótt og ljóslistaverk. Viðburðir verða um allt höfuðborgarsvæðið og Mosfellsbær er engin undantekning.
Meira ... 11.02.2014
Húsnæðismál grunnskólanna í Mosfellsbæ hafa verið til umræðu síðustu mánuði. Í umfangsmiklu samráðsferli sem staðið hefur yfir í heilt ár hafa meðal annars verið haldnir fjölmargir fundir með foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum ásamt tveimur opnum skólaþingum.
Meira ... 10.02.2014
Leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi með leikskólabörnum. Um 100% stöðu er að ræða. Starfið felst í að vera liðsmaður ákveðinna barna og sinna einstaklingsþörfum þeirra. Um teymisvinnu er að ræða þar sem hver liðsmaður sinnir nokkrum börnum.
Meira ... 10.02.2014
Kærleiksvika verður nú haldin í fjórða sinn í Mosfellsbæ vikuna 16.- 23. febrúar 2014. Eins og áður verður kærleikurinn ofar öllu.Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Meira ... 08.02.2014
Við á Hlaðhömrum vorum svo heppin að fá tímabundin afnot af Brúarlandi, þar sem það þurfti að ráðast í endurbætur á Hlaðhömrum. Ákveðið var með stuttum fyrirvara að nýta þetta frábæra og nýuppgerða hús og fara með tvo elstu árgangana þangað. Börn og starfsfólk tóku þessum breytingum vel, börnunum finnst þetta algert ævintýri og eru mjög sátt. Starfið gengur því mjög vel enda góður andi í húsinu og fullt af skemmtilegum útivistarsvæðum í kring sem við erum dugleg að nýta okkur.
Meira ... 06.02.2014
Haldið var upp á Dag leikskólans víða þann 6. febrúar. Í flestum leikskólum landsins er dagsins minnst með einhverjum hætti. Í Mosfellsbæ er haldið upp á daginn í leikskólum bæjarins með ýmsu góðgæti og skemmtilegum leikjum og uppákomum. Foreldrar ásamt öðrum gestum voru velkomnir að kíkja við og fá sér kaffisopa og kynna sér starfið.
Meira ... 05.02.2014
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50-80% starf í búsetukjarna fatlaðs fólks í bænum. Um er að ræða vaktavinnu.
Meira ... 05.02.2014
Skjöl Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar eru mikill viskubrunnur um sögu og menningu héraðsins. Héraðsskjalasafnið varðveitir gögn frá stofnunum, félögum, fyrirtækjum og einstaklingum, Safnið óskar eftir að fá gögn afhent í stað þess að þeim sé eytt. Glötuð gögn er glötuð saga
Meira ... 04.02.2014
Fimmtudaginn 6. febrúar milli kl. 16:00 og 19:00 býður Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ öllum í heimsókn.
Viljum við hvetja bæjarbúa til að kíkja við og skoða hið glæsilega nýja hús og kynnast lífinu í FMOS. Tilvalið tækifæri til að skoða þennan glæsilega skóla.10.bekkingar og foreldrar/forráðamenn þeirra eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Meira ... 03.02.2014
Óskað er eftir starfsmanni með þroskaþjálfamenntun eða aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi til að annast gæðaeftirlit á starfsstöðvum fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ/Kjósarhreppi. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs. Vinnustöð verður í Hafnarfirði.
Meira ... Síða 0 af Infinity