30.04.2015
Ágætu bæjarbúar. Gott aðgengi um gangstéttar og göngustíga bæjarins er okkur öllum mikilvægt. Trjágróður í görðum á það til að vaxa út fyrir lóðarmörk þannig að hann skagar út yfir gangstéttir og stíga bæjarins þannig að vandræði og jafnvel hætta getur skapast því tengdu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig eru dæmi um það að trjágróður skyggi á umferðarmerki, götumerkingar og jafnvel lýsingu. Í tilfellum sem þessum er bæjaryfirvöldum heimilt að klippa og fjarlæga þann gróður er vex út fyrir lóðarmörk á kostnað lóðarhafa.
Meira ... 30.04.2015
Í byrjun árs færði Kvenfélagið fjölskyldusviði Mosfellsbæjar afrakstur köku- og handverksbasarsins að gjöf, en hann var haldinn á aðventu. Basarinn er fastur liður í starfi félagsins og allur ágóði rennur til góðra málefna. Við gjöfinni tók Berglind Ósk Filippíudóttir deildarstjóri fyrir hönd Fjölskyldusviðs.
Meira ... 30.04.2015
AUGLÝSING UM ÚTBOÐ. Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Yfirlagnir og viðgerðir gatna 2015. Um er að ræða viðgerðir á malbiki gatna og yfirlagnir á götum í Mosfellsbæ. Útboðsgögn er hægt að nálgast hjá Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Þverholti 2, Þjónustuver 2.hæð, þriðjudaginn 5 maí. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 19 maí 2015, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Meira ... 30.04.2015
Til að tryggja að upplýsingar úr rafrænu umhverfi á Íbúagátt Mosfellsbæjar berist íbúum er mikilvægt að notendur uppfæri upplýsingar og þá sér í lagi netföng og einnig símanúmer. Það er gert undir „stillingar“. Í Íbúagáttinni er hægt með rafrænum hætti að sækja um þjónustu til sveitarfélagsins, senda inn umsóknir og formleg erindi, fylgjast með framgangi mála, skoða greiðslustöðu, koma ábendingum á framfæri og svo framvegis.
Meira ... 29.04.2015
Nú er komið að því að endurskoða umferðaröryggisáætlunina frá 2013 og í því sambandi er auglýst eftir ábendingum frá bæjarbúum um það sem betur má fara í umferðaröryggismálum í Mosfellsbæ. Ábendingum er hægt að skila fyrir 1. maí á netfangið mos@mos.is eða í móttöku á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð.
Meira ... 29.04.2015
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Matjurtagarðar bæjarins verða sem fyrr staðsettir í Skarhólamýri, á sama stað og garðar hafa verið til útleigu undanfarin ár. Aðgengi að vatni verður við garðana. Staðsetningu garða og fyrirkomulag má sjá á meðfylgjandi korti. Leiguverð fyrir matjurtagarða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð og 5.000 kr. fyrir 100 fm garð.
Meira ... 29.04.2015
Minnum á hreinsunarátak í Mosfellsbæ sem stendur til 4. maí enda vorið á næsta leiti. Vindasamt hefur verið undanfarna daga og alls kyns plast og rusl fokið til og er fastur í trjágróðri. Hvetjum við bæjarbúa til að hjálpa til við að fegra bæinn og henda þeim ófögnuði sem hefur fokið í garðana okkar. Meðan á hreinsunarátakinu stendur er gott tækifæri fyrir íbúa að taka til hendinni í garðinum og snyrta runna og beð.
Meira ... 29.04.2015
Á dögunum var skrifað undir samstarfssamning um nýja þríþraut sem fengið hefur nafnið Íslandsgarpurinn. Keppt er í hjólreiðum, sjósundi og náttúruhlaupi. Skrifað var undir samstarfssamninginn á toppi Úlfarsfells. Aðstandendur Tindahlaups Mosfellsbæjar og Hins íslenska kaldavatnsfélag skrifuðu undir samning þess efnis á toppi Úlfarsfells. Þríþrautin samanstendur af hjólreiðakeppninni Jökulmílunni, Íslandsmótinu í víðavatnssundi og Tindahlaupi Mosfellsbæjar.
Meira ... 28.04.2015
Þriðja kvöldið af þremur af Menningarvori Mosfellsbæjar verður haldið í kvöld, 28. apríl kl. 20:00 í Bókasafni Mosfellsbæjar undir yfirskriftinni - Áfram stelpur, þar sem sagt verður frá krafmiklum kvenfélagskonum. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 1915-2015 er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í tali, tónum og leik sem tengist sögu Kvenfélags Mosfellsbæjar. Leikfélag Mosfellssveitar bregður á leik og flytur þætti úr sögu Kvenfélagsins.
Meira ... 28.04.2015
Umhverfissvið Mosfellsbæjar og Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í gerð forsteyptra undirganga undir Vesturlandsveg við Aðaltún ásamt tilheyrandi stígagerð og yfirborðsfrágangi. Verkið felst einnig í gerð bráðabirgðavegar auk færslu og endurnýjun á lögnum. Undirgöng verða yfir 5 m breið, um 20 m löng og unnin verður alls um 200 m af stígum.
Meira ... 27.04.2015
Við viljum minna á tímabundna lokun gatnamóta Skeiðholts-Þverholts í Mosfellsbæ.Meðfylgjandi eru myndir af hjáleiðum sem eru opnar frá og með deginum í dag 27.04. Samkvæmt verkáætlun verður nýtt hringtorg (á rauða svæðinu) opnað í lok júní en þá verður Skeiðholtinu lokað tímabundið. Sú lokun á við á meðan unnið er að því að tengja Skeiðholtið við nýju gatnamótin á því svæði sem hjáleiðin þverar götuna í dag. Vinna er hafin á gerð hringtorgs við gatnamót Skeiðholts og Þverholts. Um miðjan apríl hófst vinna við gerð hjáleiða á svæðinu. Hjáleiðir verða opnaðar í lok apríl fyrir alla umferð um svæðið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Endanleg opnun á nýjum veg og hringtorgi er áætluð 12. júní 2015
Meira ... 27.04.2015
Mosfellsbær vekur athygli á endurskoðun kosningalöggjafarinnar sem er í höndum starfshóps sem skipaður var af forseta Alþingis í júní 2014. Hópurinn vinnur að samræmdum lagabótum við framkvæmd kosningalöggjafarinnar eins og kemur fram á heimasíðu Alþingis. Þar er jafnframt óskað eftir athugasemdum eða tillögum og er nánari upplýsingar að finna með því að fylgja eftirfarandi slóð
Meira ... 27.04.2015.JPG?proc=150x150)
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent á Bókasafni Mosfellsbæjar síðastliðið þriðjudagskvöld að viðstöddu fjölmenni. Þar fór fram menningardagskrá undir yfirskriftinni „Dalskronika“ en kvöldið var liður í Menningarvori sem nú fer fram í Mosfellsbæ. Það var einstaklega vel við hæfi að afhenda viðurkenninguna þetta kvöld enda er verkefnið sem um ræðir vefur um Innansveitarkroniku. Vefurinn inniheldur upplestur Halldórs Laxness á bókinni og fleira ítarefni. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verki Halldórs Laxness er miðlað með þessum hætti.
Meira ... 24.04.2015
Nýtum bílastæðin og leggjum löglega - nóg af bílastæðum á Varmárstæðinu í Mosfellsbæ. Beint er þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um Varmársvæðið að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu. Þetta á sömuleiðis við að leggja ólöglega á ýmis grassvæði. Þetta er nefnt hér sérstaklega vegna þeirra viðburða og leikja sem eru hverju sinni í N1 höllinni að Varmá.
Meira ... 24.04.2015
Nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla hlutu útnefninguna "Varðliðar umhverfisins" fyrir verkefni sem unnin voru sem hluti af umhverfisþema síðastliðið haust í tengslum við Dag umhverfisins. Verkefnin voru margþætt; til að byrja með tóku nemendurnir fyrir ákveðin umhverfismál og kynntu fyrir samnemendum sínum í formi t.d. myndbanda, fréttaþátta, heimildarmynda eða rapplags. Í kjölfarið þurftu nemendur að taka sig á í tíu atriðum er varða umhverfið í sinni hversdagslegu hegðun á heimili sínu, allt frá því að nota færri handklæði í hverri viku og að eiga samskipti við vini og ættingja í eigin persónu, án milligöngu tölvu, síma eða annarra samskiptatækja – og til þess að gera ítarlega áætlun í samráði við foreldra sína um það hvernig heimilið allt geti bætt sig í sjálfbærum lífsstíl.
Meira ... 24.04.2015
Bæjarstjórn hefur samþykkt endurskoðaða útgáfu Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Lýðræðisstefnan var í fyrsta sinn samþykkt haustið 2011 og hefur verið í gildi síðan. Mosfellsbær er eitt fárra sveitarfélaga sem samþykkt hefur og unnið markvisst eftir lýðræðisstefnu. Vinna við endurskoðun stefnunnar var á hendi bæjarráðs og oddvitum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga í bæjarstjórn. Auglýst var eftir tillögum og ábendingum frá íbúum. Helsta breytingin felur í sér gerð aðgerðaráætlunar sem er ætlað að halda utan um innleiðingu stefnunnar og gera hana enn markvissari.
Meira ... 23.04.2015
Vísindasmiðjan verður opin gestum og gangandi laugardaginn 25. apríl næstkomandi frá kl 12 - 16 í tilefni af Barnamenningarhátíð. Sýnitilraunir, óvæntar uppgötvanir, þrautir, hármæling, syngjandi skál og ótal margt fleira er þar að finna.
Meira ... 22.04.2015
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Vogatunga, Gatnagerð og lagnir. Um er að ræða íbúðasvæði í Vogatungu sem staðsett er í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Helstu verkþættir eru að ljúka vinnu við gatnagerð og veitukerfi á svæðinu. Verkið skiptist í 3. áfanga á árunum 2015-2016.
Meira ... 22.04.2015
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 var lagður fram í bæjarráði í dag og honum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði var 312 milljónir sem er rúmlega 4% af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er rekstrarhalli A og B hluta 72 milljónir eða tæplega 1% af tekjum. Veltufé frá rekstri er 468 milljónir eða rúmlega 6% af tekjum. Eigið fé í árslok nam 4.120 milljónum og eiginfjárhlutfall tæplega 28%. Skuldaviðmið er 128% sem er vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum.
Meira ... 21.04.2015
Opið hús verður í fuglaskoðunarhúsinu við Leiruvog á Sumardaginn fyrsta, 23. apríl frá kl. 12-16. Fuglaljósmyndari verður á staðnum og gefur góð ráð um ljósmyndun á fuglalífi. Allir velkomnir. Húsið er vel staðsett nálægt leirunni þar sem fjöldi vaðfugla heldur til, ásamt því að veita góða yfirsýn yfir Langatanga sem margar fuglategundir nýta sér sem hvíldarstað.
Meira ... 21.04.2015
Haldið verður hátíðlega upp á sumardaginn fyrsta næstkomandi fimmtudag, 23. apríl. Hefst hátíðin á Bæjartorginu þar sem farið verður í skrúðgöngu kl. 13:00 og gengið að Lágafellsskóla þar sem verða skátatívolí og leiktæki. Opið hús verður í fuglaskoðunarhúsinu við Leiruvog á Sumardaginn fyrsta, 23. apríl frá kl. 12-16. Fuglaljósmyndari verður á staðnum og gefur góð ráð um ljósmyndun á fuglalífi. Allir velkomnir.
Meira ... 20.04.2015
Senn líður að öðru kvöldi menningarvors sem haldin eru í Bókasafni Mosfellsbæjar þrjú þriðjudagskvöld í apríl og hefst kl. 20:00 öll kvöldin. Síðast var frábær aðsókn með húsfylli. Fjölbreytt dagskrá í tali, tónum og leik. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.
Meira ... 20.04.2015
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar heldur vortónleika, þriðjudaginnn 21. apríl kl. 20:00 í Hátíðarsal Varmárskóla. Fram koma um 90 hljóðfæraleikarar úr A, B og C sveit. Aðgangseyri kr 1.000.- frítt fyrir börn og námsfólk
Meira ... 20.04.2015
Vegna viðgerðar verður kaldavatnslaust í Krókabyggð og Reykjabyggð í dag 20. apríl frá kl. 9:00 og fram eftir degi
Meira ... 16.04.2015
í dag, fimmtudaginn 16. apríl mun árgangur 2009 syngja kl. 10:30 í Kjarna og er það síðasti hópurinn með söngatriði á torginu. Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar er um þessar mundir, dagana 13-17 apríl á torginu í Kjarna. Hefur verið góð aðsókn bæjarbúa, vina og ættingja að skoða þessa glæsilegu sýningu og hlusta á börnin syngja.
Meira ... 15.04.2015
Um 245 manns sóttu dagskrána Ég er söngvari – nærmynd af Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu. Svo skemmtilega vildi til að Guðrún varð níræð daginn áður. Bjarki Bjarnason spjallaði við Guðrúnu um lífshlaupið og tónlistina. Inn í milli fléttuðust svo tónlistaratriði sem tengdust æviskeiði hennar.
Meira ... 15.04.2015
Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Akurholti. Vatn ætti að koma aftur á um kl. 16.
Meira ... 13.04.2015
Menningarvika leikskólabarna er hafin í Kjarna. Börnin munu syngja fyrir okkur næstu daga og sýna verk sýn sem þau hafa verið að vinna að. Hver árgangur myn syngja í Kjarna þriðju-, miðviku- og fimmtudag kl. 10:30 alla dagana. Sjáumst á Torginu hjá Bókasafninu í Kjarna.
Meira ... 13.04.2015
Menningarvor í Mosfellsbæ hefst á morgun 14. apríl, en hátíðin er haldið árlega. Dagskráin stendur af metnaðarfullri tónlistar- og menningardagskrá sem spila stóran sess þar sem mosfellskir listamenn koma fram. Menningarhátíðin er fyrir bæjarbúa og aðra gesti. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.
Meira ... 13.04.2015
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti styrki til afreksfólks í íþróttum samkvæmt reglum bæjarins þar um. Um er að ræða stuðning við það afreksíþróttafólk sem á lögheimili í Mosfellsbæ og hlotið hefur styrk úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Styrkurinn tekur ekki til flokkaíþrótta.
Meira ... 13.04.2015
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti í síðustu viku tíu ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt- tómstund eða list yfir sumartímanna. Í ár sóttu um, 9 stúlkur og 11 strákar. Við valið styðst nefndin við reglur sem byggja á vilja Mosfellsbæjar til að koma til móts við ungmenni sem, vegna tómstunda sinna, geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra stundað launuð störf.
Meira ... 13.04.2015
Dagana 13. apríl – 4. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi. Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum:
Meira ... 10.04.2015
Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listamanna í Mosfellsbæ, sem til greina koma að bera sæmdarheitið bæjarlistamaður ársins 2015.
Meira ... 10.04.2015
Mosfellsbær býður íbúum og öðrum áhugasömum á kynningarfund vegna fyrirhugaðra framkvæmda við ný undirgöng undir Vesturlandsveg við Aðaltún í Mosfellsbæ miðvikudaginn 15. apríl næstkomandi klukkan 17.00 á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar 2. hæð í Kjarna.
Meira ... 09.04.2015
Mosfellsbær og Eir – hjúkrunarheimili hafa gert með sér samning um að Eir annist rekstur dagdvalarinnar frá 1. febrúar 2015. Rýmin þar eru níu og þeim er unnt að deila milli fleiri gesta sem nýta sér ákveðna daga vikunnar eða hluta úr degi. Eldra fólk í Mosfellsbæ hefur frá árinu 2002 átt þess kost að taka þátt í starfsemi dagdvalar (áður nefnt dagvist). Með breytingum á húsnæði þjónustumiðstöðvarinnar í Eirhömrum árið 2012 var aðstaða starfseminnar bætt til muna. Möguleikar til þjálfunar, tómstundaiðju og fræðslu jukust með því umtalsvert.
Meira ... 09.04.2015
Ert þú félagsmaður ? Markmið félagsstarfs eldri borgara er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Listsköpun, handmennt, spilamennska, kórstarf, leikfimi, sund og ferðalög eru dæmi um starfsemina.
Meira ... 09.04.2015
Vissir þú af Moskortinu ? Moskortið er rafrænt aðgangskort í sundlaugar Mosfellsbæjar og er áfyllingarkort. Kortið er selt og afhent í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Lækjarhlíð 1a og Íþróttamiðstöðinni Varmá, Skólabraut. Kortið er keypt í upphafi og fyllt á það nokkur skipti. Kortin eru handhafakort en einnig er hægt að fá persónugerð kort sem eru rekjanleg ef kort glatast.
Meira ... 08.04.2015
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmanni með bílpróf til að annast liðveislu fyrir fertugan mann sem er MS-sjúkdóms. Markmið liðveislu er að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.
Meira ... 08.04.2015
Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar tekur þátt í átaki á söfnun skjala kvenna á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna sem stendur yfir á þessu ári. Átakið er samstarfsverkefni handritadeildar Landsbókasafns-Háskólabókasafns, kvennasögusafns, Þjóðskjalasafns, Borgarskjalasafns og héraðsskjalasafna um land allt.
Meira ... 08.04.2015
VORIÐ ER Á NÆSTA LEITI. Dagana 13. apríl – 4. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi. HREINSUN GRÓÐURS OG LÓÐA. Meðan á hreinsunarátakinu stendur er gott tækifæri fyrir íbúa að taka til hendinni í garðinum og snyrta runna og beð og eru þeir sérstaklega hvattir til að klippa hekk og tré sem ná yfir gangstéttar og stíga, en þetta hefur verið vaxandi vandamál undanfarin ár.
Meira ... 08.04.2015
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í Hlíðartúnshverfi frá klukkan 13:00 og fram eftir degi, miðvikudaginn 8.apríl.
Meira ... 08.04.2015
Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður haldin dagana 13. - 17. apríl í Kjarna. Leikskólabörn Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis á torginu. Sýningin gefur innsýn í það frábæra og fjölbreytta starf sem unnið er í leikskólum bæjarins. Börnin munu syngja fyrir gesti og gangandi við undirleik Helga Einarssonar á eftirfarandi dögum kl. 10:30.
Meira ... 07.04.2015
Umhverfissvið Mosfellsbæjar og Vegagerðin óska eftir tilboðum í verkið: Vesturlandsvegur, undirgöng við Aðaltún. Um er að ræða gerð forsteyptra undirganga undir Vesturlandsveg við Aðaltún ásamt tilheyrandi stígagerð og yfirborðsfrágangi. Verkið felst einnig í gerð bráðabirgðavegar auk færslu og endurnýjunar á lögnum. Undirgöngin verða yfir 5m breið, um 20m löng og unnið verður við alls um 0,2 km af stígum.
Meira ... 07.04.2015
Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Hlíð frá 1. maí n.k. Hlíð er sex deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á einingakubba, umhverfismennt og skapandi starf. Unnið er með PALS sem er markviss undirbúningur lestrarnáms. Leikskólinn Hlíð er staðsettur miðsvæðis í Mosfellsbæj í fallegu umhverfi og stutt er í fjölbreytta náttúru.
Meira ... 01.04.2015
Vegna framkvæmda við gerð hringtorgs við gatnamót Skeiðholts og Þverholts vill Mosfellsbær koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Hafin verður vinna við gerð hjáleiða á svæðinu um miðjan apríl. Í lok apríl verða opnaðar hjáleiðir fyrir alla umferð um svæðið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Meira ... 01.04.2015
Nú er komið að því að endurskoða umferðaaröryggisáætlunina frá 2013 og er því auglýst eftir ábendingum frá bæjarbúum um það sem betur má fara í umferðaröryggismálum í Mosfellsbæ.
Meira ... 01.04.2015
Í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, LÁGAFELLSLAUG og VARMÁRLAUG. Tilvalið er að skella sér í páskafríinu og njóta samveru með fjölskyldu og vinum og þess sem sundlaugarnar hafa upp á að bjóða. Sundlaugar í Mosfellsbæ eru opnar sem hér segir um páskana.
Meira ... Síða 0 af Infinity