26.02.2016
Mosfellsbær óskaði nýverið eftir tilboðum í endurnýjun vatnslagna frá Vesturlandsvegi að Hlaðgerðarkotsvegi, við Þingvallaveg. Um var að ræða jarðvinnu, söndun og lagningu 1.860m langrar vatnslagnar ásamt frágangi á skurðstæði og jarðvegsyfirborði. Tilboð voru opnuð fimmtudaginn 25. febrúar kl: 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu.
Meira ... 22.02.2016
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2016-17 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2016 fer fram frá 01. mars til 15. mars og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is).
Meira ... 22.02.2016
Breytingar á skilmálum og byggingarreit í Desjarmýri 5, fjölgun íbúða o.fl. á lóðinni Gerplustræti 31-37. Athugasemdafrestur til 4. apríl 2016.
Meira ... 22.02.2016
Mosfellsbær hefur fengið verkfræðistofuna Vatnaskil til að annast vatnafarsrannsókn í Mosfellsdal. Í tengslum við rannsóknina er nauðsynlegt að bora rannsóknarholur á Mosfellsheiði og efst í Mosfellsdal, til mælinga á grunnvatnshæð. Boraðar verða alls 5 holur eins og sýnt er á teikningunni…sjá viðhengi Holurnar verða 5“ víðar og áætlað meðaldýpi þeirra um 60 m. Fyrirtækið Vatnsborun ehf. mun annast boranir en eftirlit með borun verður í höndum Mannvits, verkfræðistofu.
Meira ... 19.02.2016
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir. Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.
Meira ... 18.02.2016
Mosfellsbær tekur virkan þátt í átakinu með því að vekja athygli á verkefninu og hvetja starfsmenn bæjarins til að klæðast rauðu föstudaginn 19. febrúar. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma.
Meira ... 18.02.2016
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnslagnar frá Vesturlandsvegi að Hlaðgerðarkotsvegi, við Þingvallaveg. Um er að ræða jarðvinnu, söndun og lagningu 1.860m langrar vatnslagnar ásamt frágangi á skurðstæði og jarðvegsyfirborði. Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í þjónustuveri á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2 frá og með þriðjudeginum 16. febrúar.
Meira ... 15.02.2016
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Um er að ræða styrki til greiðslu fasteginaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
Umsóknum um styrki skal skilað fyrir 26. febrúar á þar til gerðum eyðublöðum ásamt þeim fylgigögnum sem þar kann að vera beðið um hverju sinni.
Meira ... 15.02.2016
Vegna viðgerðar á heitavatnslögn verður heitavatnslaust í Mosfellsdalnum að hluta, við Æsustaði, mánudaginn 15.febrúar frá kl. 10 og fram eftir degi.
Meira ... 11.02.2016
Í dag var Leirvogstunguleikskóli fyrsti leikskólinn sem fékk vottun sem LAL leikskóli. LAL stendur fyrir Leikur að læra. Leirvogstunguskóli hefur, undanfarin ár, tekið þátt í að þróa kennsluaðferðina með góðum árangri og með vottuninni verður Leirvogstunguskóli móðurskóli í LAL.
Meira ... 11.02.2016
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt í máli íslenska ríkisins gegn Mosfellsbæ þar sem deilt var um álagningu gatnagerðargjalds vegna byggingar framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Ríkið og Mosfellsbær stóðu saman að byggingu framhaldsskólans. Samið var á sínum tíma um að ríkið skyldi greiða 60% kostnaðarins við byggingu skólans en bærinn 40%.
Meira ... 08.02.2016
Það er hefð fyrir því að kennsla í grunnskólum Mosfellsbæjar standi til klukkan 13:30 á Öskudag. Þar af leiðandi eru þau börn sem koma fyrir þann tíma í fyrirtæki eða stofnanir á þessum degi að skrópa úr skóla eða að koma frá öðrum sveitarfélögum. Stjórnendur í grunnskólum Mosfellsbæjar leggja því til og óska vinsamlegast eftir að ekki verði veitt sælgæti eða umbun fyrir söng barna á Öskudaginn fyrr en skóla lýkur eða eftir klukkan 13:30.
Meira ... 08.02.2016
Kærleiksvika verður haldin í sjötta sinn í Mosfellsbæ vikuna 14.- 21. febrúar. Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Meira ... 03.02.2016
Nýlega undirrituðu Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Guðmundur Davíðsson oddviti Kjósarhrepps endurnýjun samstarfssamninga sveitarfélaganna um þjónustu sem Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar innir af hendi til íbúa Kjósarhrepps. Starfsmenn sviðsins veita íbúum Kjósarhrepps félagslega ráðgjöf og annast undirbúning og afgreiðslu umsókna um húsaleigubætur, fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, félagslega liðveislu og önnur þau verkefni sem lögin kveða á um, í samræmi við reglur Kjósarhrepps, eftir því sem við á.
Meira ... 02.02.2016
Laugardagskvöldið 6. febrúar verður haldin vegleg hátíð í Lágafellslaug undir heitinu Sundlauganótt sem tengist fjögurra daga glæsilegri Vetrarhátíð sem haldin er dagana 4. – 7. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Boðið er frítt í Lágafellslaug frá kl. 19 - 21. Í boði er frábær skemmtun fyrir fjölskylduna og kjörið að eiga saman notalega kvöldstund í sundi. Agua Zumba: Tónlist, dans, gusugangur, fjör og gleði.
Meira ... 02.02.2016
Laus eru til umsóknar framlög úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar vegna listviðburða og menningarmála á árinu 2016. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar. Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga: Fjárframlög til almennrar listastarfsemi. Fjárframlög vegna viðburða eða verkefna
Meira ... 01.02.2016
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum frá áhugsömum og hæfum ráðgjöfum í hönnun nýbyggingar fyrir leik- og grunnskóla fyrir nemendur á aldrinum 1-15 ára í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Fyrir liggur deiliskipulag um 19.292 m2 skólalóð. Gert er ráð fyrir að byggður verði skóli fyrir um 700 börn og um 130 starfsmenn. Áætluð endanleg stærð skólabyggingarinnar er um 7.350 m2 brúttó á tveim hæðum. Gert er ráð fyrir að skólinn verði byggður í fjórum áföngum á 8-10 ára tímabili.
Meira ... 01.02.2016
Nokkrar stöður eru lausar við Lágafellsskóla. Íþróttakennari óskast vegna forfalla frá 22. febrúar til 30. apríl. Kennari óskast í kennslu á miðstig út skólaárið í 60 - 70% starfshlutfall. Leikskólakennari óskast í 100% starf. Stuðningsfulltrúi óskast í sérdeild og frístundasel sérdeildar.
Meira ... Síða 0 af Infinity