29.04.2016
Dagur íslenska hestsins verður haldinn hátíðlegur um allan heim 1. maí. Af því tilefni býður Hestamannafélagið Hörður gestum og gangandi til mannfagnaðar og skemmtunar í reiðhöllina við Varmá. Glæsileg dagskrá og léttar veitingar. Dagskrá verður í og við reiðhöllina í Herði.
Meira ... 28.04.2016
Í Mosfellsbæ hefur myndast hefð fyrir því að kveðja Eurovision keppendur við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu séu þeir Mosfellingar. Þetta er í þriðja sinn á fimm árum sem keppandinn kemur frá Mosfellsbæ og erum við ótrúlega stolt af því. Föstudaginn 29. apríl klukkan 10.30 munu börn úr leik- og grunnskólum bæjarins sameinast á Miðbæjartorginu og óska keppandanum í ár góðs gengis.
Meira ... 28.04.2016
Fimmtudaginn 28. apríl heldur umhverfisnefnd Mosfellsbæjar opinn fund um heilsueflandi samfélag og útivist í Mosfellsbæ. Fundurinn verður haldinn í Listasal Mosfellsbæjar kl. 17:00-18:30 og þar verða flutt þrjú stutt erindi. Eftir fund verða fyrirspurnir og umræður um fundarefnið. Allt áhugafólk er hvatt til að fjölmenna. Boðið verður upp á veitingar.
Meira ... 27.04.2016
Börn og umhverfi námskeið hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ verður haldið dagana 17, 18, 19 og 20. maí klukkan 17-20. Verð: kr. 9.900.- Námskeiðið er ætlað ungmennum fæddum á árinu 2004 og eldri. Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Mosfellsbæ, Þverholti 7 og skiptist á fjögur kvöld.
Meira ... 26.04.2016
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í endurgerð á um 1200 m² lóð við Brúarland. Í frágangi fólst m.a. að girða af leiksvæði, uppsetning leiktækja og gerð þrautabrautar. Tilboð voru opnuð dags. 26.04.2016 kl.14:00 að þeim bjóðendum viðstöddum sem þess óskuðu. Bárust eftirfarandi tilboð: Markverk ehf. 8.981.700 kr. Engar athugasemdir komu fram við opnun tilboða.
Meira ... 26.04.2016
Landssamtökin Þroskahjálp í samvinnu við réttindavakt velferðaráðuneytisins standa fyrir fræðslukvöldum um þær breytingar sem verða í lífi fatlaðs fólks við það að komast á fullorðinsár. Fyrstu tvö kvöldin verða nú í maímánuði og verður þar fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað á réttarstöðu fólks við 18 ára aldur.
Meira ... 25.04.2016
Síðasta Opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um próf og prófkvíða barna. Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans við álagi sem hjálpar okkur að takast á við aðstæður. Eðlileg spenna getur virkað hvetjandi í prófum og undirbúningi fyrir próf. Þannig getur kvíðinn virkað sem jákvæður hvati.
Meira ... 21.04.2016
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Matjurtagarðar bæjarins verða sem fyrr staðsettir í Skarhólamýri, á sama stað og undanfarin ár. Aðgengi að vatni verður við garðana. Þeir sem óska eftir því að leigja áfram sama garð og í fyrra eru beðnir um að staðfesta leiguna með greiðslu fyrir 10. maí n.k. Eftir þann tíma verða allir garðar leigðir út til Mosfellinga skv. biðlista.
Meira ... 18.04.2016
Bæjarráð tók fyrir minnisblað frá Umhverfisstjóra á vegna vegna þingsályktunartillögu um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttasvæðum á fundi sínum þann 7. apríl sl. Mosfellsbær telur mikilvægt að bíða niðurstöðu mælinga og rannsókna Umhverfisstofnunar á skaðsemi gúmmíkurls áður en ákvörðun verður tekin um blátt bann við notkun þess á þeim svæðum þar sem það er þegar í notkun. Jafnframt skuli lögð áhersla á að tryggja að þau efni sem notuð verði í staðinn verði betri en þau sem verið er að skipta út. Mosfellsbær eigi að stefna að því að skipta út gúmmíkurli fyrir hættuminni efni, við fyrsta mögulega tækifæri í samræmi við leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.
Meira ... 15.04.2016
Mosfellsbær óskaði nýverið eftir tilboðum í hönnun á Helgafellsskóla. Tilboð voru opnuð miðvikudaginn 14. april 2016 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu.
Meira ... 15.04.2016
Ágætu bæjarbúar. Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæjarins. Til að það verði sem best gert þurfum við á ykkar aðstoð að halda. Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum á götunum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur. Enn fremur eru bæjarbúar hvattir til að hreinsa í kringum híbýli sín og fá aðstoð starfsmanna þjónustustöðvar í síma 566 8450 til að fjarlægja bílhræ og stærri hluti.
Meira ... 15.04.2016
Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður dagana 15. - 25. apríl á torginu í Kjarna. Leikskólabörn Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis á torginu þessa daga. Sýningin gefur innsýn í það frábæra og fjölbreytta starf sem unnið er í leikskólum bæjarins. Leikskólabörnin munu syngja fyrir gesti og gangandi við undirleik Helga Einarssonar á eftirfarandi dögum kl. 10:30
Meira ... 15.04.2016
Dagana 14. apríl – 5. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi. Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum. Á þessu tímabili mun einnig fara fram þvottur og sópun gangstétta og gatna bæjarins. Helgina 15.-17. apríl verður ráðist í hreinsunarátak á opnum svæðum bæjarins og meðfram nýbyggingarsvæðum.
Meira ... 13.04.2016
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 var lagður fram í bæjarráði í dag og jafnframt tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er í samræmi við það sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun. Tekjur ársins námu 8.227 milljónum, launakostnaður 3.925 milljónum og annar rekstrar¬kostnaður 3.401 milljónum. Rekstrarniðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða nam því 901 milljónum eða 11% af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er rekstrarafgangur A og B hluta 28 milljónir.
Meira ... 13.04.2016
Kærleiksvikan í Mosfellsbæ er orðin fastur liður í menningarlífi bæjarbúa í febrúarmánuði. Hún var sett á laggirnar af hópi fólks er vildi sjá meiri gleði og kærleik í samfélaginu okkar. Nú óskum við eftir fólki sem hefur áhuga á að leggja sitt af mörkum í undirbúningi og framkvæmd vikunnar. Áhugasamir sendi tölvupóst á vigdisstein[hjá]hotmail.com. Allt telur bæði stórt og smátt.
Meira ... 13.04.2016
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust á Reykjahvoli og þar í kring, í dag, miðvikudaginn 13. apríl frá klukkan 13:00 og fram eftir degi. Á morgun, fimmtudaginn 14. apríl verður heitavatnslaust í Arnartanga 42-73, frá klukkan 11:00 og fram eftir degi vegna viðgerðar . Hitaveita Mosfellsbæjar.
Meira ... 13.04.2016
Sjálfboðaliðarnir aðstoða börnin á mánudögum klukkan 15-17 í húsi deildarinnar, Þverholti 7. Öll börn eru velkomin en við viljum ekki síst benda foreldrum og kennurum barna með námsörðugleika og barna sem hafa íslensku sem annað tungumál að hér er upplagt tækifæri til þess að læra heima og fá aðstoð eftir þörfum.
Meira ... 13.04.2016
Mosfellsbær óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustuver á bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar. Þjónustufulltrúi annast símvörslu, móttöku viðskiptavina, skönnun og skráningu gagna. Um sumarstarf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ... 13.04.2016
Mosfellsbær óskar eftir að ráða starfsmann í launavinnslu á bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar. Viðkomandi starfar við launafærslur og eftirlit með tímaskráningu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum launadeildar undir verkstjórn deildarstjóra. Um sumarstarf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira ... 12.04.2016
Varmárskóli er rúmlega hálfrar aldar gamall skóli staðsettur við Skólabraut í Mosfellsbæ. Skólinn er í tveimur byggingum og er að hefja þriðju starfsstöðina í Brúarlandi. Við skólann eru yfir 700 nemendur og 100 starfsmenn. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda. Skólinn er með glæsilega útikennslustofu og vorið 2014 flaggaði skólinn Grænfánanum í annað sinn.
Meira ... 12.04.2016Tillaga um breytingar á húsgerðum við Ástu-Sólliljugötu og Bergrúnargötu, og tillaga að breyttum skilmálum fyrir frístundahús í Hamrabrekkum. Athugasemdafrestur er til 24. maí 2016.
Meira ... 09.04.2016
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í endurgerð á um 1200 m² lóð við Brúarland. Í frágangi felst m.a. girða af leiksvæði, uppsetning leiktækja og gerð þrautabrautar. Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. júlí 2016. Útboðsgögn á geisladiski verða afhent án endurgjalds í þjónustuveri á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudeginum 5. apríl 2016.
Meira ... 08.04.2016
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi þar sem einkunnarorðin SAMVERA, SAMVINNA OG SAMKENND eru höfð að leiðarljósi. Nokkrar áhugaverðar stöður eru lausar fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2016 en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2016. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um.
Meira ... 07.04.2016
Vegleg vorhátíð verður haldin að Varmá laugardaginn 16. apríl kl. 14:00-16:00. Sif Garðarsdóttir heilsukokkur mætir með frábæra næringu. Kraftlyftingarfélag Mosfellsbæjar kynnir ólympískar lyftingar og kraftlyftingar. Parkus sýning, Nerf leikir og Sirkus Íslands mætir. Frítt inn og frábær skemmtun fyrir alla.
Meira ... 07.04.2016
Samkvæmt lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar leitast fagnefndir bæjarins við að halda opna nefndarfundi árlega. Fundirnir eru opnir almenningi og markmiðið er að gera nefndarstörfin sýnileg og koma málefnum þeirra á framfæri. Þá eru sett mál á dagskrá sem nefndirnar hafa almennt til umfjöllunar og þau sett fram með upplýsandi og áhugaverðum hætti.
Meira ... 04.04.2016
Menningarvor í Mosfellsbæ hefst 12. apríl og stendur til 29. apríl. Hátíðin fer fram árlega, þrjú þriðjudagskvöld í apríl. Dagskráin stendur af metnaðarfullri tónlistar- og menningardagskrá sem spila stóran sess þar sem mosfellskir listamenn koma fram. Menningarhátíðin er fyrir bæjarbúa og aðra gesti. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.
Meira ... Síða 0 af Infinity