29.04.2019
Í Mosfellsbæ er frítt í sund fyrir börn yngri en 10 ára. Eins og fram kemur í gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga eiga börn á aldrinum 11-15 ára í grunnskólum Mosfellsbæjar nú kost á því að fá árskort í sund. Kostnaðurinn við útgefið kort eru 600 krónur. Hægt er að sækja um sundkortin í sundlaugum Mosfellsbæjar.
Meira ... 26.04.2019
Stóri plokkdagurinn verður þann 28. apríl næstkomandi og stendur hópurinn Plokk á Íslandi fyrir deginum. Plokkarar ætla að beina sjónum sínum að Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi í ár og ætla sér að taka til hendinni á þeim svæðum í tengslum við skipulagðan hluta þessa dags. Öllum er jafnframt velkomið að plokka á öðrum svæðum á Stóra plokkdeginum.
Meira ... 23.04.2019
Haldið verður hátíðlega upp á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn, 25. apríl. Hefst hátíðin á Bæjartorginu þar sem farið verður í skrúðgöngu kl. 13:00 og gengið að íþróttasvæðinu að Varmá þar sem verða skátaþrautir og hoppukastalar. Boozthjólið fræga verður á staðnum og í boði að fara í spennandi kassaklifur.
Meira ... 19.04.2019
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi:
Miðbær Mosfellsbæjar – Þverholt 21-23. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða úr 12 í 24, byggingareitir eru stækkaðir og færðir til innan lóðar. Bílastæði í bílakjallara eru felldur niður. Bílastæðum verður fjölgað sem nemur einu stæði á hverja íbúð , samtals 24 stæði.
Meira ... 17.04.2019
Mosfellsbær auglýsti þann 17. apríl sl. eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Deiliskipulagsáfangi IV – Helgafellsland Mosfellsbæ. Breytingin felur í sér að í stað 113 íbúða á deiliskipulagssvæðinu verði heimilað að byggja fleiri minni og fjölbreyttari íbúðir. Auglýsingin er hér með afturkölluð og felld úr gildi
Meira ... 16.04.2019
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Um er að ræða styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
Meira ... 16.04.2019
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: „Viðhaldsframkvæmdir „Varmárskóli yngri deild“. Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna viðhaldsframkvæmda við Varmárskóla, yngri deild, Skólabraut 6 í Mosfellsbæ. Verkefni þetta felur í sér endurnýjun á hluta þakefna, glugga ásamt múrviðgerðum og málun. Sérstaklega mikilvægt er að verktaki taki tilliti til og lágmarki rask skólahalds.
Meira ... 16.04.2019
Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna malbikunar í Mosfellsbæ. Verktaki sem fær verkefnið mun þurfa að gera ráð fyrir og taka tillit til m.a. nágranna, umferð íbúa sem og annarra verktaka í og við framkvæmdasvæði.
Meira ... 16.04.2019
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Deiliskipulagsáfangi IV – spildur úr landi Hraðastaða - Mosfellsdal
Meira ... 15.04.2019
Lokað verður fyrir kalt vatn í Reykjahvoli frá 9:30 og fram yfir hádegi þriðjudaginn 16. apríl vegna viðgerðar á stofnlög. Sjá nánar á mynd sem fylgir
Meira ... 15.04.2019
Tafir urðu á uppsetningu gáma á eftirtöldum stöðum ætlað fyrir gróðurúrgang fyrir íbúa sem taka þátt í hreinsunarátakinu með okkur. Gámarnir verða settir upp í dag og á næstu dögum. Biðjumst við velvirðingar á þessum töfum.
Meira ... 12.04.2019
Á 110 ára afmælisdegi Aftureldingar 11.apríl síðastliðinn færði Þorrablótsnefnd Aftureldingar félaginu og Mosfellsbæ glæsilegt skilti með merki félagsins að gjöf og hefur því verið komið fyrir við aðkomu að íþróttahúsinu að Varmá. Mosfellsbær þakkar fyrir þessa góðu gjöf Þorrablótsnefndarinnar. Gjöfin var smíðuð af Ásgarði Handverkstæði sem er nú búið að bæta enn einu af sínum fallegu verkum við bæjarmyndina okkar. Skiltið með merki Aftureldingar er því orðið eitt helsta kennileiti Varmársvæðisins.
Meira ... 12.04.2019
Íþróttafélag okkar Mosfellinga, Afturelding, átti 110 ára afmæli þann 11.apríl síðastliðinn. Það er aldeilis góður aldur fyrir íþróttafélag í bæjarfélagi sem er mun yngra. Afturelding hefur verið hluti af þeim lífsgæðum og þeirri upplifun sem fólk hefur af því að búa í Mosfellsbæ. Ungar fjölskyldur með börn eru í meiri hluta íbúa bæjarins og öflugt íþróttafélag hefur sannarlega áhrif á ákvörðun fólks um búsetu. Það má því segja að félagið hafi átt sinn hlut í þeirri miklu fólksfjölgun sem hefur orðið í bænum okkar síðastliðin ár.
Meira ... 12.04.2019
Þann 12. apríl 2019 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í verkið "Helgafellsskóli nýbygging - fullnaðarfrágangur 2-3 áfanga". Engar athugasemdir bárust fyrir opnun. Eftirfarandi tilboð bárust:
Meira ... 11.04.2019
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Fjaðrandi íþróttagólf í íþróttamiðstöðinni að Varmá Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna endurnýjunar íþróttagólfs í sal 1-2, íþróttamiðstöðinni að Varmá. Verkefni þetta felur í sér útvegun og smíði á nýrri fjaðrandi timburgrind ásamt lagningu parkets. Innifalið er allur fullnaðarfrágangur á gólfi m.a. merkingar og festingar þannig að salur sé tilbúin til íþróttaiðkunar.
Meira ... 10.04.2019
Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæjarins. Til að ná sem bestum árangri í götushreinsun þurfum við á ykkar aðstoð að halda. Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum á götunum eða gangstéttum eftirtalda daga í viðkomandi götun og hverfum meðan á hreinsun stendur.
Meira ... 05.04.2019
Dagana 11. apríl – 2. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi. Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum:
Meira ... 05.04.2019
Hugmyndasöfnun fór fram nýverið. Alls bárust 113 tillögur að verkefnum í hugmyndasöfnuninni. Hugmyndirnar eru af öllum mögulegum og ómögulegum toga. Finna má hugmyndir af ærslabelgjum, gönguleiðum, merkingum, hjólabrautum, leikvöllum, leiktækjum, körfuboltavöllum, gosbrunnum, grillhúsum, snjallpálmatrjám og þannig mætti lengi telja.
Meira ... 05.04.2019
Vakin er athygli á opnun íþróttamannvirkja um páskahátíðina. Sund er góð og hressandi iðja og eru bæjarbúar hvattir til þess að njóta þess yfir hátíðarnar. Sundlaugarsvæðið í Lágafelli og Varmá er fjölbreytt og ættu flestir að finna sér eitthvað sem hentar hverju sinni.
Meira ... 05.04.2019
Nú stendur yfir innritun nemenda fyrir skólaárið 2019 – 2020. Nemendur, sem eru í námi við Listaskóla Mosfellsbæjar - tónlistardeild, þurfa að staðfesta áframhaldandi nám fyrir 15. apríl. Umsóknarfrestur fyrir nýja nemendur er til 15. apríl.
Meira ... 04.04.2019
Opið er fyrir umsóknir nemenda í vinnuskólann sumarið 2019 á Ráðningarvef Mosfellsbæjar. Umsóknafrestur er til og með 25. apríl. Í ár er boðið uppá að velja tvö tímabil af fjórum. Hvert tímabil er 12 vinnudagar en alls er í boði að vinna 25 daga af sumrinu.
Meira ... 04.04.2019
Þegar börn eru að byrja í ungbarnaúrræði (leikskólar/dagforeldrar) í fyrsta sinn þá eru þau oftast á aldrinum eins til tveggja ára. Þessi tími í lífi barns skiptir miklu máli í tengslamyndun og öryggi í samskiptum fyrir þau. Talið er að á þessum aldri séu þau að byrja að slíta sig frá foreldrum sínum og að uppgötva að þau eru ekki órjúfanlegur hluti af þeim heldur sjálfstæðir einstaklingar. Þau eru að stíga sín fyrstu skref í að verða sjálfbjarga og sýna gjarnan mikinn vilja til að kanna umhverfið. Þau vilja fara út og suður og elta það sem augað glepur hverju sinni og virðist spennandi.
Meira ... 03.04.2019
Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - tillaga að breyttri landnotkun.Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Dalland Mosfellsbæ, tillaga að deiliskipulagi. Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi:
Meira ... 02.04.2019
Nú er sumarið á næsta leiti og verður eins og áður fjölbreytt frístundastarf fyrir allan aldur. Mun á næstu vikum vera hægt að nálgast allar upplýsingar um sumarfrístundir í Mosfellsbæ inn á heimasíðu Mosfellsbæjar undir www.mos.is/sumarfrístund. Allir þeir sem að vilja koma á framfæri upplýsingum um námskeið fyrir börn og ungmenni sendið póst á dana@mos.is.
Meira ... 01.04.2019
Þriðjudaginn 2. apríl frá kl. 16:00 og fram eftir kvöldi verður lokað fyrir heitt vatn í Túnum og Mýrum vegna viðgerða á stofnlögn. Á meðfylgjandi mynd má sjá það svæði sem lokunin nær yfir en það er afmarkað með grænu á yfirlitsmynd.
Meira ... Síða 0 af Infinity