Afþreying

Álafosskvos

Álafosskvosin er ein af náttúruperlum Mosfellsbæjar en þar má finna útivistaparadísina Stekkjarflöt, Álafossbúðina uppsprettu ullariðnaðar eða handverka ýmiskonar,einnig er þar gallerý. Álafosskvosin er vagga lista í Mosfellsbæ. Fjölmargir listamenn eru með vinnustofur, og haldnir eru það útitónleikar við hátíðleg tækifæri.

Gljúfrasteinn

Gljúfrasteinn í Mosfellsdal var byggður úr landi Laxness árið 1945. Að Gljúfrasteini bjó Halldór Laxness ásamt fjölskyldu sinni um hálfrar aldar skeið.

Ævintýragarður

Ævintýragarðurinn sem staðsettur er í Ullarnesbrekkum er fyrir alla fjölskylduna hlaðinn spennandi leiktækjum sem skátafélagið Mosverjar settu upp. Þar er um að ræða ýmis klifur- og þrautatæki ásamt veglegum hlaupaketti sem hægt er að sveifla sér í. Einnig er klifurnet í miðjum garðinum, nálægt íþróttavellinum, sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar.

Í túninu heima

Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.Bærinn er klæddur í hátíðarbúning með skreytingum þar sem hvert hverfi hefur sinn lit. Fjölbreyttir menningarviðburðir eru í boði, tónleikar, myndlistasýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt.

Menningarvor

Menningarvor í Mosfellsbæ er haldið árlega. Þar má finna metnaðarfull tónlistar- og menningardagskrá sem spila stóran sess þar sem mosfellskir listamenn koma fram. Tónlistarfélag Mosfellsbæjar ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd menningarvors

Kærleiksvikan

Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.Verkefnið er sjálfsprottið og er ekki tengt neinum ákveðnum félagsskap, stofnun eða fyrirtæki.