Ævintýragarður

ÆVINTÝRAGARÐURINN Í ULLARNESBREKKUM

Ævintýragarðurinn í MosfellsbæÆvintýragarðurinn sem staðsettur er í Ullarnesbrekkum er fyrir alla fjölskylduna hlaðinn spennandi leiktækjum sem skátafélagið Mosverjar settu upp. Þar er um að ræða ýmis klifur- og þrautatæki ásamt veglegum hlaupaketti sem hægt er að sveifla sér í. Einnig er klifurnet í miðjum garðinum, nálægt íþróttavellinum, sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar. Haustið 2013 voru  sett upp handsmíðuð leiktæki sem Ásgarður handverkstæði gaf Mosfellsbæ af tilefni 20 ára afmæli þeirra síðarnefndu. 

Mikil uppbygging stíga og gróðurs hefur átt sér stað og liggur malbikaður og upplýstur aðalstígur í gegnum allan garðinn, frá íþróttasvæðinu við Varmá að Leirvogstungu, með rósatorgi í miðjunni og göngubrúm við hvorn enda. Út frá aðalstígnum liggur minni malarstígur, svonefndur ætistígur, sem liggur meðfram hinum ýmsu ætiplöntum sem plantað hefur verið meðfram honum, m.a. fjölmörgum tegundum berjarunna. Þar geta Mosfellingar lagt leið sína að hausti til að tína ber og njóta umhverfisins.

Fræðsluskilti um Ævintýragarðinn stendur við innkomuna að garðinum að sunnanverðu frá íþróttasvæðinu við Varmá (næg bílastæði við íþróttamiðstöðina). Fræðsluskiltið sýnir verðlaunatillögu Landmótunar um skipulag Ævintýragarðsins og hvernig uppbygging er fyrirhuguð í garðinum á næstu misserum.

„Íbúar í Mosfellsbæ eru hvattir til að nýta sér þessi nýju leiktæki og skoða þær framkvæmdir sem fram hafa farið í garðinum á síðustu misserum. Tilvalið fyrir göngufólk að kynna sér nýjar leiðir og sjá Mosfellsbæ frá öðru sjónarhorni. Garðurinn mun án efa nýtast jafn ungum sem öldnum í sumar,“ segir Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar.

Nýtt í Ævintýragarðinum

Sett hefur verið upp nýtt 1500 fermetra hundagerði í Ullarnesbrekkum, í fallegu umhverfi Ævintýragarðs Mosfellinga.
Þar er hundaeigendum heimilt að sleppa sínum hundum lausum undir eftirliti. Aðgengi að svæðinu er gott með göngustíg milli íþróttasvæðis við Varmá og Leirvogstungu. Hundaeigendur eru hvattir til að ganga vel um svæðið og hreinsa ávallt upp eftir hundinn. Á staðnum er bekkur, ruslatunna og sérstök ruslatunna fyrir hundaskít. Hundagerðið er skemmtileg viðbót við útivistarmöguleika Ævintýragarðsins þar sem í nágrenninu eru fjölbreytt barnaleiksvæði, göngustígur þar sem plantað hefur verið ætiplöntum af ýmsu tagi og frisbígolfvöllur opinn almenningi, svo eitthvað sé nefnt.

folfvöllurNýr fris­bí­golf­völl­ur í Mos­fells­bæ

Nýr níu holu fris­bí­golf­völl­ur hef­ur verið sett­ur upp í Ævin­týrag­arðinum í Mos­fells­bæ. Fris­bí­golf er leikið á svipaðan hátt og venju­legt golf, en í stað golf­kylfa og golf­bolta nota leik­menn fris­bídiska.

„Eft­ir að völl­ur­inn á Klambra­túni opnaði hef­ur orðið al­gjör spreng­ing í íþrótt­inni,“ seg­ir Birg­ir Ómars­son, formaður Íslenska fris­bí­golf­sam­bands­ins. Upp­setn­ing á vell­in­um hef­ur staðið yfir síðustu daga og lauk í dag. Ævin­týrag­arður­inn er í Ull­ar­nes­brekk­um skammt frá íþrótta­hús­inu að Varmá.

„Það er löngu kom­inn tími á folf­völl hérna í Mosó enda stækk­andi sport.

Helsti mun­ur­inn á golfi og folfi er í raun­inni sá að þú þarft ekki að vera klædd­ur eins og fá­viti í folfi,“ seg­ir Mos­fell­ing­ur­inn Steindi Jr. sem er for­fall­inn folfari eins og hann kall­ar það. Í blaðinu kem­ur einnig fram að Steindi stefni að því að eiga vall­ar­metið á nýja vell­in­um í Mosó.

Heimasíða Frisbígolfsambandsins á Íslandi

Hlaðin fræðslu um folf og kennslumyndböndum