Lýðræði

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti lýðræðisstefnu sveitarfélagsins í október árið 2011. Mosfellsbær var eitt af fyrstu sveitarfélögunum á landinu að samþykkja slíka stefnu. Stefnan var samin af þverpólitískri lýðræðisnefnd sem var sérstaklega sett saman um það verkefni. Nefndin kallaði marga að borðinu bæði íbúa Mosfellsbæjar og sérfræðinga í lýðræðismálum. Haldnir voru opnir fundir og gerðar kannanir og stefnan er því afrakstur samvinnu íbúa, starfsfólks og fulltrúa þeirra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn. 

Leiðarljós lýðræðisstefnu er að virkja íbúa til þátttöku í málefnum og stefnumótun sveitarfélagsins og tryggja þannig aukna þátttöku þeirra í ákvarðanatöku og mótun nærumhverfis síns . Þannig skal stuðlað að virku íbúalýðræði sem leiðir af sér sátt um stefnumótun og ákvarðanir sveitarfélagsins.

Eftir að lýðræðisnefndin var lögð niður fer bæjarráð með málefni lýðræðisstefnunnar en Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar tekur við fyrirspurnum og heldur utan um aðgerðaráætlun sem samþykkt er til tveggja ára í senn. 

Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar var fyrst samþykkt árið 2011 og svo endurskoðuð í heild sinni árið 2015. Lýðræðisstefnan byggir á heildarstefnu Mosfellsbæjar. Byggt er á gildum sveitarfélagsins sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. 

Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar.

Framkvæmdaáætlun lýðræðisstefnu 2015-2017.

  • Íbúaþing og íbúafundir

Íbúafundur um fjárhagsáætlun 2011:
Haldinn í Hlégarði dags.
Markmiðið var að fá fram skoðun íbúa um hvar mætti spara og hvar ekki.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, mos.is, Facebook, með tölvupósti.

Íbúaþing um sjálfbæra þróun:
Haldinn í Lágafellsskóla 9. febrúar 2010
Tilgangurinn var að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins, og hafa þær til hliðsjónar við endurskoðunina. Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, greinaskrif í sama blað, frétt og auglýsing á www.mos.is, Facebook, tölvuboðsbréf til félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja í Mosfellsbæ. 
Mæting: um 30

Íbúaþing um nýja skólastefnu:
Haldið í Lágafellsskóla 16. maí 2009
Markmiðið með Skólaþinginu var að sækja hugmyndir og skoðanir til íbúa Mosfellsbæjar sem og fagfólks á sviði skólamála í undirbúningi að gerð nýrrar skólastefnu Mosfellsbæjar. Markvisst var leitað hugmynda hjá börnum og ungmennum um hvað felist í góðum skóla.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, greinaskrif í sama blað, frétt og auglýsing á www.mos.is, Facebook, tölvuboðsbréf til félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja í Mosfellsbæ.
Mæting:  rúmlega 100 manns

Skólaþing - um hugmyndir um nýja skólastefnu:
Haldið í Lágafellsskóla 23. apríl 2010
Farið yfir hugmyndir frá íbúaþingi um nýja skólastefnu og drög að nýrri skólastefnu lögð fyrir þingið. Drög að skólastefnu voru birt á vef Mosfellsbæjar í mars 2010 og voru jafnframt send hagsmunaaðilum og þátttakendum á skólaþingi til umsagnar.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, frétt og auglýsing á www.mos.is, Facebook, tölvuboðsbréf til hagsmunaaðila og þátttakenda á íbúaþingi um nýja skólastefnu í maði 2009 og einnig sent foreldrum í gengum Mentor.
Mæting: Um 40 manns.

Íbúaþing um endurskoðun aðalskipulags:
Haldið í Lágafellsskóla 17. október 2009
Markmiðið með skipulagsþinginu var að sækja hugmyndir og skoðanir íbúa Mosfellsbæjar um aðalskipulag Mosfellsbæjar sem nú er í endurskoðun. Á meðan þinginu stóð voru til sýnis á gangi skólans tillögur að deiliskipulagi miðbæjarins og 1. verðlaunatillaga úr samkeppni um kirkju og menningarhús.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, greinaskrif í sama blað, frétt og auglýsing á www.mos.is, tölvuboðsbréf til félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja í Mosfellsbæ.
Mæting: Um 60 manns

Íbúaþing um stefnumótun í menningarmálum:
Haldinn í Hraunhúsum 21. apríl 2009
Íbúafundur um Mosfellsbær stefnir íbúum á fund um stefnu á menningarsviði. Markmiðið var að stíga fyrstu skref í að móta stefnu fyrir menningarsviðið í heild sinni og byggja brýr milli hinna ólíku þátta sviðsins.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, frétt og auglýsing á www.mos.is, tölvupóstar sendir til félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja í Mosfellsbæ. Mæting: Um 50 manns

Samráðsfundur um endurskoðun aðalskipulags – nýtt hesthúsahverfi:
Haldinn í Lágafellsskóla 2. mars 2010. 
Umræðuefnið er nýtt hesthúsahverfi í Mosfellsbæ. Nokkur svæði hafa verið fundin sem hentað gætu fyrir nýtt hesthúsahverfi og var óskað eftir skoðunum íbúa á þeim.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, greinaskrif í sama blað, frétt og auglýsing á www.mos.is, Facebook, tölvuboðsbréf til hagsmunaaðila.