Okkar Mosó 2019

 Skoða hugmyndavefinn 2019

Metþátttaka í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó

Ærslabelgur munu rísa á Stekkjarflöt og búin verður til skíða- og brettaleiksvæði í Ullarnesbrekku í Mosfellsbæ í kjölfar íbúakosninga á verkefnum í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó. Íbúar kusu einnig meðal annars að fá flokkunar ruslafötur, merkja toppa bæjarfella og fjalla og bætta lýsingu á göngustígum.

Metþátttaka var í kosningum sem stóðu frá 17. til 28.maí eða 19,1% sem er mesta þátttaka sem hefur verið í sambærilegum kosningum á Íslandi.

Alls hlutu 11 hugmyndir brautargengi en 35 milljónum verður valið í framkvæmd verkefnanna. Framkvæmd þeirra hefst í sumar en lýkur haustið 2020.

Tæplega 1800 manns tóku þátt í kosningunni sem er 19,1%  Mosfellinga 15 ára og eldri. Um 61% þátttakenda voru konur, tæplega 39% karlar.  Þegar reiknað er út hlutfall þátttakenda innan hvers aldursbils sem kaus kemur í ljós að þátttakendur á aldrinum  31-40 voru fjölmennastir eða 32%. Fast á hæla fylgdi aldurshópurinn 41-50 eða 25%. Aldurshóparnir 21-30 og 51-60 voru báðir með um 19% þáttöku. Aðrir flokkar voru með 13% eða minni þátttöku.

Síðast þegar kosið var í Okkar Mosó árið 2017 tóku 14% íbúa 16 ára og eldri þátt í kosningunum.  Síðan hefur bæði fjölga talsvert í bæjarfélaginu en einnig voru fleiri á kjörskrá í ár vegna lækkaðs kosningaaldurs. Þátttaka í verkefninu hefur því aukist talsvert.


Okkar Mosó 2019
 
 
Staða verkefna Áætluð verklok    Staða 
 Ærslabelgur á Stekkjarflöt Í framkvæmd
 Skíða og brettaleiksvæði í Ullarnesbrekku Í framkvæmd
 Flokkunar ruslafötur Á áætlun 2020
 Merkingar á toppum bæjarfella og fjalla Í framkvæmd
 Betri lýsing á göngustíga Í framkvæmd 
 Gera miðbæjartorgið skemmtilegt fyrir bæjarbúa. Á áætlun 2020 
 Leikvellir fyrir yngstu Í framkvæmd 
 Hvíldarbekki og lýsingu meðfram gögngustígum við Varmá  Á áætlun 2020
 Kósý Kjarni Í framkvæmd 
 Álafosskvosin Á áætlun 2020
 Saga Álafossverksmiðjunnar Á áætlun 2020 


Hér að neðan er listi yfir þau verkefni sem koma til framkvæmda á árunum 2019-2020:

NafnAtkvæðiKostnaðurLýsing
Ærslabelgur á Stekkjarflöt9622,5Ærslabelgur settur upp á Stekkjarflöt.
Skíða og brettaleiksvæði í Ullarnesbrekku7154Landslag mótað og búin til sleða- og skíðabrekka í Ævintýragarði.
Flokkunar ruslafötur6463Flokkunar ruslafötur settar upp til reynslu á þremur stöðum við göngustíga.
Merkingar á toppum bæjarfella og fjalla6141,5Merkingum komið fyrir á toppum fjalla í Mosfellsbæ sem tilgreina nafn fjalls, hæð og GPS staðsetningu.
Betri lýsing á göngustíga6082Lýsing við göngustíg milli Hulduhlíðar 30-32.
Gera miðbæjartorgið skemmtilegt fyrir bæjarbúa.6046Uppsetning á leiktækjum í móanum fyrir aftan miðbæjartorg sem falla vel að umhverfinu og klettunum.
Leikvellir fyrir yngstu5532Ungbarnarólumbætt við á leikvelli í Hagalandi ogLeirvogstungu.
Hvíldarbekki og lýsingu meðfram gögngustígum við Varmá5365Tveir bekkir, borð og lýsing sett upp meðfram göngustíg við Varmá.
Kósý Kjarni5195Settir bekkir, sófar, leikhorn og lifandi plöturog gerðnotaleg aðstaða til samvista.
Álafosskvosin4873Lýsing sett upp á malarstígfrá Álafosskvos að brú við Ásgarð.
Saga Álafossverksmiðjunnar4411Fræðsluskilti með sögu Álafossverksmiðjunar sett upp í Álafosskvos.
Samtals668535

Önnur verkefni fengu færri atkvæði í kosningu. 

 

Yfirlit allra hugmynda:

StaðaNr.Lýsing hugmyndarTengill á hugmyndavef
Kosin19208Ærslabelgur við Íþróttahúsið að Varmáhttps://yrpri.org/post/19208
Kosin19218Skíða og brettaleiksvæði í Stekkjarflöt eða Ullarnesbrekkuhttps://yrpri.org/post/19218
Kosin19207flokkunar ruslaföturhttps://yrpri.org/post/19207
Kosin19257Merkingar á toppum bæjarfella og fjallahttps://yrpri.org/post/19257
Kosin9439Betri lýsing á göngustígahttps://yrpri.org/post/9439
Kosin19550Gera miðbæjartorgið skemmtilegt fyrir bæjarbúa.https://yrpri.org/post/19550
Kosin19200leikvellir fyrir yngstuhttps://yrpri.org/post/19200
Kosin19250Hvíldarbekki og lýsingu með fram gögngustígum við Varmáhttps://yrpri.org/post/19250
Kosin19168Kósý Kjarnihttps://yrpri.org/post/19168
Kosin19600Álafosskvosinhttps://yrpri.org/post/19600
Kosin19198Saga Álafossverksmiðjunarhttps://yrpri.org/post/19198
Eftirfarandi hugmyndir fóru í kosningu en fengu ekki næg atkvæði.
Í kosningu19167Fjallahjólabrauthttps://yrpri.org/post/19167
Í kosningu19170Svæðið við ævintýrakastalahttps://yrpri.org/post/19170
Í kosningu19177Gönguleið að Sorpuhttps://yrpri.org/post/19177
Í kosningu19190Leiksvæði Helgarfellshverfihttps://yrpri.org/post/19190
Í kosningu19210Körfuboltavöllur útihttps://yrpri.org/post/19210
Í kosningu19220Klifur og parkour svæði í Völuteighttps://yrpri.org/post/19220
Í kosningu19221Hreystitæki víðs vegar um göngustíga bæjarins.https://yrpri.org/post/19221
Í kosningu19222Hjólabraut við Lágafellskólahttps://yrpri.org/post/19222
Í kosningu19224Fleiri niðurgrafin Trampolin á skólalóðirhttps://yrpri.org/post/19224
Í kosningu19249Hringekja með hjólastóla aðgengihttps://yrpri.org/post/19249
Í kosningu19253Gervigrasvöllur og leiktæki í Leirutangahttps://yrpri.org/post/19253
Í kosningu19319gosbrunn í tjörnina á stekkjarflöt.https://yrpri.org/post/19319
Í kosningu19320Grillhús á Stekkjarflöt.https://yrpri.org/post/19320
Í kosningu19321Brú yfir Varmá að Stekkjarflöt.https://yrpri.org/post/19321
Í kosningu19338Almenningssalerni hjá leiksvæði Stekkjarflöthttps://yrpri.org/post/19338
Í kosningu19362hundasvæðiðhttps://yrpri.org/post/19362
Í kosningu19412Skilti með styrktaræfingum við bekki á göngustígum í Mosóhttps://yrpri.org/post/19412
Í kosningu19611Skautasvell á miðbæjartorginu.https://yrpri.org/post/19611
Í kosningu19644'Sjáltæmandi' flösku- og dósatunnurhttps://yrpri.org/post/19644
Eftirfarandi hugmyndir fara sem ábending til þjónustustöðvar eða viðeigandi aðila til nánari skoðunar eða framkvæmda.
Ábending19103Gönguleið úr Leirvogstunguhverfi yfir í hesthúsahverfihttps://yrpri.org/post/19103
Ábending19171gangstétt hægra megin við álfatanga/álfholthttps://yrpri.org/post/19171
Ábending19173Bæta Hafravatnsveg fyrir útivistarfólk.https://yrpri.org/post/19173
Ábending19175Stiklur yfir Varmáhttps://yrpri.org/post/19175
Ábending19179Viðhald útivistarsvæðis á milli Grenibyggðar og Furubyggðarhttps://yrpri.org/post/19179
Ábending19195Trjágróður við göngustígahttps://yrpri.org/post/19195
Ábending19201verslunhttps://yrpri.org/post/19201
Ábending19211göngustígurhttps://yrpri.org/post/19211
Ábending19226Mávar á Lágafellsskólahttps://yrpri.org/post/19226
Ábending19272Aðskilja göngu- og hljólreiðastígahttps://yrpri.org/post/19272
Ábending19286Hraðamælingarhttps://yrpri.org/post/19286
Ábending19287Minningarsteinn í Arnartanganumhttps://yrpri.org/post/19287
Ábending19293Endurvinnslutunnahttps://yrpri.org/post/19293
Ábending19309Njóli við göngustígahttps://yrpri.org/post/19309
Ábending19350Bætt aðstaða við og í hundagerðinuhttps://yrpri.org/post/19350
Ábending19361Ruslatunnur milli Skólabraut og Bónushttps://yrpri.org/post/19361
Ábending19420Handriði á tröppur.https://yrpri.org/post/19420
Ábending19451Setja upp spegil á gatnamótum Varmárvegar og Vefarastrætishttps://yrpri.org/post/19451
Ábending19522Snyrting á hljóðmönum - Lönd og Ásarhttps://yrpri.org/post/19522
Ábending19530Malbika göngustíginn milli Arnartanga 31 og 32https://yrpri.org/post/19530
Ábending19547Girðing á stuttum kafla við Köldukvíslhttps://yrpri.org/post/19547
Ábending19630Fótboltavöllur fyrir neðan Rituhöfðahttps://yrpri.org/post/19630
Ábending19725Mokstur og hreinsun gangstíga og gatna.https://yrpri.org/post/19725
Eftirfarandi hugmyndir fái nánari umfjöllun í nefndum/ráðum
Til nefndar19102Mosostrætohttps://yrpri.org/post/19102
Til nefndar19165Fleiri Leikskólahttps://yrpri.org/post/19165
Til nefndar19172Lágafellslsug - Lengdur opnunartímihttps://yrpri.org/post/19172
Til nefndar19174hringtorg við gatnamót Langatanga og Bogatangahttps://yrpri.org/post/19174
Til nefndar19176Hraðahindranir í vogatunguhttps://yrpri.org/post/19176
Til nefndar19229Lýstar gönguleiðir í Mosfellsdalhttps://yrpri.org/post/19229
Til nefndar19247malbika alla göngustígahttps://yrpri.org/post/19247
Til nefndar19248Byggja varanlegt hús fyrir Leirvogstunguskólahttps://yrpri.org/post/19248
Til nefndar19275Stökkpallarhttps://yrpri.org/post/19275
Til nefndar19290Bocciavöllurhttps://yrpri.org/post/19290
Til nefndar19348Færa göngustíg á gatnamótum Bogatanga og Langatangahttps://yrpri.org/post/19348
Til nefndar19414Malbika Amsturdamhttps://yrpri.org/post/19414
Til nefndar19580Strætóskýli við Hlíðartúnshverfi til Rvk.https://yrpri.org/post/19580
Til nefndar19616Vinnubíl fyrir búsetukjarnahttps://yrpri.org/post/19616
Til nefndar19643Nýr hjólastígur fyrir sunnan vesturlandsveghttps://yrpri.org/post/19643
Til nefndar19659Lagfæra fótboltavöll á Höfðabergihttps://yrpri.org/post/19659
Til nefndar19707aðstaða fyrir bæjarbúa til flytja tónlist með pianóleikarahttps://yrpri.org/post/19707
Til nefndar19780Lækka/laga hraðahindrunar tvær á Álfossvegihttps://yrpri.org/post/19780
Eftirfarandi hugmyndir komust ekki áfram eða var hafnað
Hafnað19104Fleiri ruslatunnurhttps://yrpri.org/post/19104
Hafnað19154Göngubrú yfir Köldukvísl í Mosfellsdalhttps://yrpri.org/post/19154
Hafnað19155Lagfæra leikvellihttps://yrpri.org/post/19155
Hafnað19156Líkamsræktartæki fyrir alla aldurshópa við göngustígahttps://yrpri.org/post/19156
Hafnað19157Bekkir við göngustíga - Varmársvæðiðhttps://yrpri.org/post/19157
Hafnað19158Betri hjólastígahttps://yrpri.org/post/19158
Hafnað19163Diskalyftahttps://yrpri.org/post/19163
Hafnað19169Leikvöllur í Krikahverfihttps://yrpri.org/post/19169
Hafnað19180Skíðalyfta í Ullarnesbrekku (offroad hjólasvæði á sumrin)https://yrpri.org/post/19180
Hafnað19189Bekki við göngustíg ofan við Álafosshttps://yrpri.org/post/19189
Hafnað19196Fellinn fjögurhttps://yrpri.org/post/19196
Hafnað19212Banna vespur; mikill slysahætta fyrir yngstu vegfarendurhttps://yrpri.org/post/19212
Hafnað19215Ungbarnarólur í Leirvogstunguhverfihttps://yrpri.org/post/19215
Hafnað19217Leiktæki á Stekkjarflöthttps://yrpri.org/post/19217
Hafnað19219Heilsárs Gönguskíðabrauthttps://yrpri.org/post/19219
Hafnað19223Lýsing við hundagerði í Ullarnesbrekkumhttps://yrpri.org/post/19223
Hafnað19227Fleiri bekkihttps://yrpri.org/post/19227
Hafnað19232Breiðari hraðahindranir.https://yrpri.org/post/19232
Hafnað19236Mávarhttps://yrpri.org/post/19236
Hafnað19237Frístundarrúta milli svæða innan bæjarinshttps://yrpri.org/post/19237
Hafnað19254Útsýnispallur við Álafosshttps://yrpri.org/post/19254
Hafnað19271Gámar fyrir garðaúrganghttps://yrpri.org/post/19271
Hafnað19276Trjábeltihttps://yrpri.org/post/19276
Hafnað19281Laga myglu í Varmárskólahttps://yrpri.org/post/19281
Hafnað19288Blómaleiðhttps://yrpri.org/post/19288
Hafnað19291Göngustígur við Varmá; viðgerðhttps://yrpri.org/post/19291
Hafnað19292Aðgengi að Tungufossi sunnan fráhttps://yrpri.org/post/19292
Hafnað19294Fjölbreytta göngustíga við Varmá og Ullarnesbrekkuhttps://yrpri.org/post/19294
Hafnað19298Kaffihúshttps://yrpri.org/post/19298
Hafnað19301Laga söguskiltinhttps://yrpri.org/post/19301
Hafnað19311Sleðabrekka í Leirvogstunguhttps://yrpri.org/post/19311
Hafnað19342Girðing í kringum fótboltavöllinn í Bergholti/Barrholtihttps://yrpri.org/post/19342
Hafnað19489Snjallpálmatré í Ævintýragarðinnhttps://yrpri.org/post/19489
Hafnað19509Brúhttps://yrpri.org/post/19509
Hafnað19532Almennilega úti körfuboltavellihttps://yrpri.org/post/19532
Hafnað19585Átak í að kanna og hefta útbreiðslu ágengra tegunda.https://yrpri.org/post/19585
Hafnað19586Bætt aðgegni að Bringum og Helgufossihttps://yrpri.org/post/19586
Hafnað19627Skálafell í okkar eigu!!https://yrpri.org/post/19627
Hafnað19629Ærslabelg í Klapparhlíðhttps://yrpri.org/post/19629
Hafnað19647Ekki þétta byggð meira!https://yrpri.org/post/19647
Hafnað19649Skautasvell á veturnahttps://yrpri.org/post/19649
Hafnað196523D zebrabraut við göngustíg á Álafossihttps://yrpri.org/post/19652
Hafnað19660Göngustígur / lýsinghttps://yrpri.org/post/19660
Hafnað19661BMX - Fjallahjóla - 'Dirt Track' í Sunnukrikahttps://yrpri.org/post/19661
Hafnað19690moltutunnur í sorptunnurnarhttps://yrpri.org/post/19690

Almennar upplýsingar um Okkar Mosó 2019

Samþykkt var að hefja vinnu við verkefnið Okkar Mosó 2019 á fundi bæjarráðs þann 14. febrúar. Verkefnið er samráðsverkefni íbúa og Mosfellsbæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ.

Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ.Verkefnið byggir á hugmyndum um umræðulýðræði, þátttökulýðræði, þátttökufjárhagsáætlunargerð - að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku, umfram það sem gerist í hefðbundnu fulltrúalýðræði.

Byggt er á reynslu annarra borga og bæja hérlendis og erlendis þar sem þátttökufjárhagsáætlunargerð hefur verið reynd og jafnframt leitað í smiðju sérfræðinga. Gert er ráð fyrir 35 milljónum króna til verkefnisins. Mosfellsbær verður allur eitt svæði í hugmyndasöfnun og kosningu. Við úrvinnslu hugmynda var leitast við að tryggja að verkefni sem kosið verður um séu landfræðilega dreifð innan sveitarfélagsins.

Verkáætlun og tímasetningar

Verkefnið í heild er í fjórum fösum. Hugmyndasöfnun; umræða um hugmyndir og úrvinnsla; kosningar og framkvæmd.

Helstu tímasetningar eru eftirfarandi:

 • Kynningafundur fyrir íbúa 27. febrúar 2019.
 • Hugmyndasöfnun í tvær vikur 7. – 21. mars 2019.
 • Hugmyndir metnar af sérfræðingum á umhverfissviði Mosfellsbæjar, lagt mat á kostnað við hönnun og framkvæmd.
 • Stillt upp allt að 30 verkefnum til kosninga.
 • Rafræn kosning um verkefni til framkvæmda - 17.– 28. maí 2019.
 • Undirbúningur útboðs. Verkhönnun verkefna og gerð útboðsgagna.
 • Framkvæmdir frá júní 2019 til október 2020.

Óskað er eftir snjöllum hugmyndum frá íbúum um smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefni í Mosfellsbæ til að kjósa um í íbúakosningu. Hugmyndin verður að falla að stefnu bæjarins og getur ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélag.

Hugmyndir geta t.d. varðað:

Umhverfið almennt og möguleika til útivistar og samveru, s.s. bekkir, gróður, útilistaverk, fegrun. Bætta lýðheilsu þ.e. aðstöðu til leikja eða afþreyingar, s.s. að bæta leiksvæði og endurnýja leiktæki. Vistvænar samöngur þ.e. betri aðstöðu til göngu, hjólreiða og notkun almenningssamgangna, s.s. stígatengingar, lýsingu, lagfæringu gönguleiða.

Verkefnin þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að komast í kosningu:

 • Nýtist hverfi eða íbúum bæjarins í heild.
 • Vera til fjárfestinga en ekki rekstrar.
 • Vera framkvæmanleg án mjög flókins undirbúnings. 
 • Varða umhverfi á bæjarlandi en ekki á landi í einkaeigu.
 • Líftími fjárfestingar skal vera að lágmarki fimm ár.
 • Falla að skipulagi Mosfellsbæjar og stefnu, sé í verkahring sveitarfélagsins og á landi í eigu þess.

Hugmyndin þarf að vera framkvæmanleg, skýr og lýsandi, þannig að aðrir eigi auðvelt með átta sig á því sem um er að ræða. Koma þarf fram um hvað verkefnið snýst og hvar nákvæm staðsetning er. Greinargóð lýsing auðveldar mat og því hvort hún nái athygli annarra íbúa ef hún kemst í kosningu. Fagteymi umhverfissviðs tekur við hugmyndunum og metur hvort hægt sé að ráðast í framkvæmdina á vettvangi kosningarinnar. Starfsmenn geta óskað eftir nánari skýringum um hverja hugmynd.

Þegar hugmynd er sett inn á samráðsvefinn sem opnar í 17. maí þarf fyrst að skrá sig á vefinn og huga að því að heiti hugmyndar, staðsetning og lýsing sé skýr. Með sama hætti er hægt að bæta við rökstuðningi hugmyndar. Öllum stendur til boða að nota almenningstölvur á Bókasafni Mosfellsbæjar.

Forgangsröðun hugmynda á vef

Íbúar kynna sér á vefnum hugmyndir annarra, rökræða þær og gefa þeim vægi sitt. Allar hugmyndir og rökstuðningur úr ferlinu eru sett á samráðsvefinn til umræðu. Stuðningur við hugmynd á þessu stigi hefur áhrif á það hvort hún eigi möguleika á að komast áfram í kosningu þar sem fjármagni er úthlutað. Þó skal hafa í huga að jafnvel vinsælar hugmyndir geta verið slegnar út ef í ljós kemur að þær uppfylla ekki skilyrði um kostnað og framkvæmanleika. Mikilvægt er að hafa í huga að á þessu stigi er um undankeppni að ræða - stuðningur á samráðsvefnum er ekki endanlegt val. Það fer fram í rafrænni kosningu á sérstöku vefsvæði.

Mat fagteymis

Fagteymi starfsfólks á umhverfissviði Mosfellsbæjar byrjar að meta hugmyndir um leið og þær fara að berast á vefinn. Hugmyndirnar eru metnar út frá þeim leiðbeiningum sem gefnar eru í söfnun hugmynda.

Niðurstöðum fagteymis verður miðlað við hverja hugmynd á samráðsvefnum jafnóðum þannig að notendur viti ef hugmyndin kemur ekki til álita í óbreyttri mynd. Reynt verður að kalla eftir frekari lýsingu og aðlaga hugmynd í samvinnu við hugmyndahöfund og notendur vefsins.

Þær hugmyndir sem eru óframkvæmanlegar eða sprengja fjárhagsramma verkefnisins og sem ekki næst með góðu móti að aðlaga kröfunum í samtali fagteymis við hugmyndahöfunda, detta sjálfkrafa út og verða ekki í boði við kosningu. 

Kosning 17. – 28. maí 2019

Þegar verkefnum hefur verið stillt upp gefst íbúum Mosfellsbæjar kostur á að velja á milli allt að 30 verkefna. Hugmyndirnar geta orðið færri eða fleiri en 30 ef ekki berast nógu margar hugmyndir í öllu ferlinu, ef ekki tekst að fella þær að þeim skilgreiningum um hugmyndir sem hér er kallað eftir eða að fleiri hugmyndir rúmist innan fjárhagsramma verkefnisins.

Valið fer fram á sérstöku vefsvæði þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti (með Íslykli eða rafrænum skilríkjum) og þar sem atkvæði er dulkóðað. Þannig er aldrei hægt að tengja atkvæði við einstaklinga. Þátttaka er opin öllum sem verða 15 ára á árinu og hafa lögheimili í Mosfellsbæ þegar kosningin fer fram.

Vakin er athygli á því að ekki er um að ræða íbúakosningu í skilningi 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er tóku gildi 1. janúar 2012.

Framkvæmd verkefna

Verkefni verða hönnuð, boðin út og framkvæmd frá vori 2019 og fram á árið 2020 eftir umfangi verkefna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í síðasta lagi á haustmánuðum 2020. Upplýsingum um framgang þeirra verður miðlað á vef Mosfellsbæjar. Leitast verður við að hafa samráð við hugmyndasmiði og íbúa um útfærslu verkefna - ekki síst í þeim tilfellum þegar aðlaga þarf hugmyndir að framkvæmdum.

Þeim hugmyndum sem ekki ná kosningu verður komið í ákveðinn farveg hjá Mosfellsbæ, t.d. sem ábendingum til fagnefnda eða sem innleggi í skipulagsumræðu.

Hvað ef ég get ekki notað samráðsvefinn?

Þeir sem ekki geta sett fram hugmyndir á samráðsvef, s.s. vegna fötlunar, býðst á meðan á hugmyndasöfnun stendur að senda hugmyndir sínar með tölvupósti á mos@mos.is eða með pósti stíluðum á Okkar Mosó, Bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525 6700 og óska eftir aðstoð.

Almennar upplýsingar um Okkar Mosó 2017

Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ.Verkefnið byggir á hugmyndum um umræðulýðræði, þátttökulýðræði, þátttökufjárhagsáætlunargerð - að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku, umfram það sem gerist í hefðbundnu fulltrúalýðræði.

hugmyndavefur
 

Hugmyndavefur 2017

 

Byggt er á reynslu annarra borga og bæja hérlendis og erlendis þar sem þátttökufjárhagsáætlunargerð hefur verið reynd og jafnframt leitað í smiðju sérfræðinga.Gert er ráð fyrir 25 milljónum króna til verkefnisins. Mosfellsbær verður allur eitt svæði í hugmyndasöfnun og kosningu. Við úrvinnslu hugmynda var leitast við að tryggja að verkefni sem kosið verður um séu landfræðilega dreifð innan sveitarfélagsins.

Íbúar kynna sér á vefnum hugmyndir annarra, rökræða þær og gefa þeim vægi sitt. Allar hugmyndir og rökstuðningur úr ferlinu eru sett á samráðsvefinn til umræðu. Stuðningur við hugmynd á þessu stigi hefur áhrif á það hvort hún eigi möguleika á að komast áfram í kosningu þar sem fjármagni er úthlutað. Þó skal hafa í huga að jafnvel vinsælar hugmyndir geta verið slegnar út ef í ljós kemur að þær uppfylla ekki skilyrði um kostnað og framkvæmanleika. Mikilvægt er að hafa í huga að á þessu stigi er um undankeppni að ræða - stuðningur á samráðsvefnum er ekki endanlegt val. Það fer fram í rafrænni kosningu á sérstöku vefsvæði.
Verkefni verða hönnuð, boðin út og framkvæmd frá vori 2017 og fram á árið 2018 eftir umfangi verkefna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í síðasta lagi á vormánuðum 2018. Upplýsingum um framgang þeirra verður miðlað á vef Mosfellsbæjar. Leitast verður við að hafa samráð við hugmyndasmiði og íbúa um útfærslu verkefna - ekki síst í þeim tilfellum þegar aðlaga þarf hugmyndir að framkvæmdum.

Þeim hugmyndum sem ekki ná kosningu verður komið í ákveðinn farveg hjá Mosfellsbæ, t.d. sem ábendingum til fagnefnda eða sem innleggi í skipulagsumræðu.
Umhverfið almennt og möguleika til útivistar og samveru, s.s. bekkir, gróður, útilistaverk, fegrun. Bætta lýðheilsu þ.e. aðstöðu til leikja eða afþreyingar, s.s. að bæta leiksvæði og endurnýja leiktæki.Vistvænar samöngur þ.e. betri aðstöðu til göngu, hjólreiða og notkun almenningssamgangna, s.s. stígatengingar, lýsingu, lagfæringu gönguleiða.
Þeir sem ekki geta sett fram hugmyndir á samráðsvef, s.s. vegna fötlunar, býðst á meðan á hugmyndasöfnun stendur að senda hugmyndir sínar með tölvupósti á mos@mos.is eða með pósti stíluðum á Okkar Mosó, Bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525 6700 og óska eftir aðstoð.
Þegar verkefnum hefur verið stillt upp gefst íbúum Mosfellsbæjar kostur á að velja á milli allt að 20 verkefna. Hugmyndirnar geta orðið færri en 20 ef ekki berast nógu margar hugmyndir í öllu ferlinu og/eða ef ekki tekst að fella þær að þeim skilgreiningum um hugmyndir sem hér er kallað eftir.
Valið fer fram á sérstöku vefsvæði þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti (með Íslykli eða rafrænum skilríkjum) og þar sem atkvæði er dulkóðað. Þannig er aldrei hægt að tengja atkvæði við einstaklinga. Þátttaka er opin öllum sem verða 16 ára á árinu 2017 og hafa lögheimili í Mosfellsbæ þegar kosningin fer fram.
Vakin er athygli á því að ekki er um að ræða íbúakosningu í skilningi 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er tóku gildi 1. janúar 2012.
Fagteymi starfsfólks á umhverfissviði Mosfellsbæjar byrjar að meta hugmyndir um leið og þær fara að berast á vefinn. Hugmyndirnar eru metnar út frá þeim leiðbeiningum sem gefnar eru í söfnun hugmynda.

Niðurstöðum fagteymis verður miðlað við hverja hugmynd á samráðsvefnum jafnóðum þannig að notendur viti ef hugmyndin kemur ekki til álita í óbreyttri mynd. Reynt verður að kalla eftir frekari lýsingu og aðlaga hugmynd í samvinnu við hugmyndahöfund og notendur vefsins.

Þær hugmyndir sem eru óframkvæmanlegar eða sprengja fjárhagsramma verkefnisins og sem ekki næst með góðu móti að aðlaga kröfunum í samtali fagteymis við hugmyndahöfunda, detta sjálfkrafa út og verða ekki í boði við kosningu.

 

Kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2017 er lokið.
Alls bárust 1065 atkvæði sem nemur um 14% kosningaþátttöku.

Niðurstaða kosningarinnar er eftirfarandi: 


Eftirfarandi verkefni voru kosin til framkvæmda


Id
Nafn
Atkvæði
Kostnaður
4
Stekkjarflöt útivistarparadís
476
3.5
20
Aðgengi að göngu og hjólastígum
466
2.5
21
Bekkir fyrir eldri borgara við Klapparhlíð
462
1
24
Vatnsbrunnar og loftpumpur
378
2.5
5
Ungbarnarólur á róluvelli bæjarins
375
1.5
2
Útileikvöllur fyrir fullorðna
370
4.5
18
Göngustígur gegnum Teigagilið
344
1.5
22
Göngugatan: Laga bekki og gróður
311
1.5
19
Bæta aðgengi á göngustíg við trjágöngin
281
3.5
25
Fuglafræðslustígur með fram Leirvoginum
255
2

Samtals í milljónum króna

24

Eftirfarandi verkefni ná ekki kosningu 


Id
Nafn
Atkvæði
Kostnaður
11
Leiktæki og meiri afþreying á skólalóð Lágafellsskóla
224
10
12
Leiksvæðið í kringum yngri deild Varmárskóla
218
10
6
Endurgera körfuboltavöll við Varmárskóla
215
6.5
14
Bæta lýsingu á göngustígum í Klapparhlíð
208
2
23
Bæta við skyggni í útiklefum Lágafellslaugar
198
1.5
3
Parkourvöllur við Víðiteig
185
9.5
7
Brekkutanga-róló fyrir minnstu börnin
182
4
16
Bæta lýsing á göngustíg í Reykjahverfi og bæta leiksvæði
167
5.5
1
Hundafimivöllur á Stekkjarflöt
157
4.5
17
Bæta lýsingu á göngustíg í Hulduhlíð
151
2
13
Leiktæki við Höfðaberg
145
4
10
Endurbæta Skeljatanga leikvöll
132
3.5
15
Bæta lýsingu á göngustíg við Laxatungu
121
8.5
9
Bocciavöllur við Leirutanga
92
2.5
8
Leiksvæði á milli Grenibyggðar og Furubyggðar
80
3.5

Staða framkvæmda vegna Okkar Mosó 2017. 

Okkar Mosó 2017

 

 

Staða verkefna  Áætluð verklok     Staða 
 Stekkjarflöt útivistarparadís
Lokið
 Aðgengi að göngu og hjólastígum   Lokið
 Bekkir fyrir eldri borgara við Klapparhlíð   Lokið
 Vatnsbrunnar og loftpumpur   Lokið
 Ungbarnarólur á róluvelli bæjarins   Lokið
 Útileikvöllur fyrir fullorðna   Lokið
 Göngustígur gegnum Teigagilið   Lokið
 Göngugatan: Laga bekki og gróður    Lokið 
 Bæta aðgengi á göngustíg við trjágöngin   Lokið
 Fuglafræðslustígur með fram Leirvoginum   Lokið
     

Eftirfarandi verkefni voru kosin

Hverfi

Fagteymi

Stekkjarflöt útivistarparadís

Stekkjarflöt

Vatnskrana og vatnspóst komið fyrir. Strandblakvöllur

Aðgengi að göngu og hjólastígum

Reykjalundarvegur

Endurbætur á brú

Bekkir fyrir eldri borgara við Klapparhlíð

Klapparhlíð

Bekkjum fjölgað og aukið við gróður

Vatnsbrunnar og loftpumpur

Mosfellsdalur, stofnstígur,

Ævintýragarður

Setja vatnspósta og loftpumpur við hjólastíga

Ungbarnarólur á róluvelli bæjarins

leikvellir á opnum svæðum

Ungbarnarólum fjölgað á leikvöllum í Mosfellsbæ.

Útileikvöllur fyrir fullorðna

Klapparhlíð, grænt svæði milli 1 og

9

Útiæfingatækjum komið fyrir.

Göngustígur gegnum Teigagilið

Teigagil

Meltúnsreitur tengdur við Stekkjarflöt með göngustíg

Göngugatan: Laga bekki og gróður

Göngugata - miðbær

Bogadregnir bekkir lagfærðir og aukið við gróður

Bæta aðgengi á göngustíg við trjágöngin

Þverholt

Lokað fyrir almenna umferð. Göngustígur lagfærður

Fuglafræðslustígur með fram Leirvoginum

Blikastaðarnes að Blikastaðarkló

Fræðsluskilti sett upp um fuglalíf á leirum í Mosfellsbæ

Eftirfarandi fóru í kosningu en hluti ekki

kosningu

Hverfi

Fagteymi

Hundafimivöllur á Stekkjarflöt

Stekkjarflöt, flöt að austanverðu við

leiksvæði

Hundagerði sett upp austan við Stekkjarflöt ásamt

afgirtum fimivelli.

Parkourvöllur við Víðiteig

Víðiteigur 13

Fjölbreytt parkoursvæði byggt við hjólabrettavöll.

Endurgera körfuboltavöll við Varmárskóla

Varmárskólalóð

Gera fjölnotavöll/körfuboltavöll með vönduðu undirlagi

og körfum

Brekkutanga-róló fyrir minnstu börnin

Brekkutangi opið leiksvæði

Leiksvæði endurbætt. Leiktækjum fjölgað.

Leiksvæði á milli Grenibyggðar og

Furubyggðar

Greni og Furubyggð - opið leiksvæði

Leiksvæði endurbætt. Leiktækjum fjölgað.

Bocciavöllur við Leirutanga

Leirutangi - opið leiksvæði

Bocciavöllur með gervigrasi settur upp.

Endurbæta Skeljatanga leikvöll

Skeljatangi - opið leiksvæði

Leiksvæði endurbætt. Leiktækjum fjölgað og leikur

málaður á malbik

Leiktæki og meiri afþreying á skólalóð

Lágafellsskóla

Lágafellsskóli

Leiksvæði endurbætt. Leiktækjum fjölgað og skipt um

undirlag á völdum svæðum

Leiksvæðið í kringum yngri deild Varmárskóla

Varárskóli - yngri deild

Leiksvæði endurbætt. Leiktækjum fjölgað og skipt um

undirlag á völdum svæðum

Leiktæki við Höfðaberg

Höfðaberg

Leiksvæði endurbætt. Leiktækjum fjölgað.

Bæta lýsingu á göngustígum í Klapparhlíð

Klapparhlíð

Ljósastaurum fjölgað

Bæta lýsingu á göngustíg við Laxatungu

Laxatunga

Ljósastaurum fjölgað

Bæta lýsing á göngustíg í Reykjahverfi og

bæta leiksvæði

Reykjahverfi

Ljósastaurum fjölgað. Bekk og ruslatunnu komið fyrir

við leiksvæðið.

Bæta lýsingu á göngustíg í Hulduhlíð

Hulduhlíð

Ljósastaurum fjölgað

Bæta við skyggni í útiklefum Lágafellslaugar

Lágafellslaug

Lengja skyggni í útiklefum

Eftirfarandi verkefni fóru beint í framkvæmd

Staða verkefnis

Ábyrgðaraðili - deild

Hreinsa ruslið neðan byggðar við

göngustíginn ofan Leiruvog

 

Þjónustudeild

Áramótarusl

 

Þjónustudeild

Fjarlægja slysagildru

 

Vatnsveita

Göngustígur

 

Þjónustudeild

Hestar

 

Þjónustudeild

Laga Helgadalsveg

 

Eignadeild

Gangbraut á Bogatanga við veginn upp að

Hlaðhömrum.

 

Eignadeild

Göngustígur

 

Eignadeild

Höfðaberg

 

Eignadeild

Ruslakassi

 

Þjónustudeild

Ruslakassar

 

Í stöðugri endurskoðun, fjárfesting. Komið áfram til

þjónustustöðvar

Fjölga ruslaílátum og tæma reglulega

 

Í stöðugri endurskoðun, fjárfesting. Komið áfram til

þjónustustöðvar

Grenitré við Arnartanga

 

Sett í skoðun hjá þjónustustöð og útfærslu sem

ábending

RUSLAFÖTUR !!!

 

Verkefni í vinnslu

Hellulögn

 

Eignadeild

Troðnar gönguskíðabrautir í bænum

Lokið

 

Lagt er til að eftirfarandi hugmyndir fái nánari umfjöllun í nefndum/ráðum

 

Mos strætó

Rúmast ekki innan fjárhagsramma

verkefnisins

 

Fasteignagjöld þeirra eldri

Rekstrarverkefni

 

Skólaakstur fyrir

Rekstrarverkefni

 

Almenningssamgöngur í Leirvogstungu

Rekstrarverkefni

 

Öflugar almennings samgöngur upp í dal

Rekstrarverkefni

 

Betra sorpflokkunarkerfi

Rekstrarverkefni

 

Strætó í Leirvogstungu

Rekstrarverkefni

 

Búum til nýja götu fyrir "lítil húsa"

Ekki á skipulagi Mosfellsbæjar,

skipulagsverkefni

 

Innanbæjar strætó

Rekstrarverkefni

 

Setja brú fyrir hestamenn

Ekki innan fjárhagsramma

 

Nýtt gólfefni að Varmá - Parket

Ekki innan fjárhagsramma

 

Félagsmiðstöð fyrir fatlaða

Rekstrarverkefni

 

Meiri afþreying

Rekstrarverkefni

 

Bæta félagsleg akerfið og kaupa fleiri íbúðir

Rekstrarverkefni

 

Aukin þjónusta við börn með sérþarfir.

Rekstrarverkefni

 

Vetrarhátíð

Ekki fjárfestingarverkefni

 

Skíðasvæði fyrir krakka innan bæjarmarka

Rekstarverkefni, ekki innan

fjárhagsramma

 

Hringurinn - Fjallahjóla, fjallgöngu &

fjallahlaupa stígur

 

 

Brimlaug í Varmársundlaug

Ekki innan fjárhagsramma

 

Endurheimt birkiskóga

Átaksverkefni

 

Músagóðgæti við Ljótu blokkina í miðbænum

Ekki á landi Mosfellsbæjar

 

Iðnaðarhús í miðbænum

Ekki á landi Mosfellsbæjar

 

Bæta öryggi og aðgengi við

Engjavejaveg/Amsturdam

Rekstrarverkefni

 

Hringtorg við Langatanga og Bogatanga

Ekki innan

fjárhagsramma/skipulagsverkefni

 

Langitangi

Skipulagsverkefni

 

Göngustígur meðfram Dælustöð upp á

Engjaveg

Ekki á landi Mosfellsbæjar

 

Loka fyrir gegnumkeyrslu í Langatanga

Skipulagsverkefni

 

Lagfæra reiðstíga undir brú á Tunguvegi

Ekki innan fjárhagsramma

 

stórikriki/litlikriki

Skipulagsverkefni

 

Endurvinnslustöð/grenndargámar í

Mosfellsdal

Ekki á skipulagi Mosfellsbæjar

 

Sjálfbærara bæjarfélag

Rekstrarverkefni

 

Endurgera stallana í Álafossbrekkunni fyrir

tónleikahald

 

 

Vistvæn stæði

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftirfarandi hugmyndir komu inn oftar en einu sinni og voru útfærðustu leiðirnar

 

Betri og skemmtilegri leikvellir

Önnur sambærileg hugmynd valin

 

Úti líkamsrækt

Önnur sambærileg hugmynd valin

 

Laga leiksvæði og lóð við Varmárskóla

Önnur sambærileg hugmynd valin

 

Skólalóð Varmárskóla

Önnur sambærileg hugmynd valin

 

Bætt aðstaða á skólalóð yngrideildar við

Varmárskóla

Önnur sambærileg hugmynd valin

 

Bekkir og einföld æfingatæki á gönguleiðum

Önnur sambærileg hugmynd valin

 

Útiæfingatæki

Önnur sambærileg hugmynd valin

 

Afgirt hundasvæði

Önnur sambærileg hugmynd valin

 

Æfingabraut á göngustígum

Önnur sambærileg hugmynd valin

 

Bætt skólalóð - Varmárskóli

Útfærðari hugmynd valin

 

 

 

 

Eftirfarandi hugmyndir komust ekki áfram

eða var hafnað

Ástæða höfnunar

 

Kaffihús

Ekki innan fjárhagsramma

 

Hollur matur fyrir börnin

Rekstrarverkefni

 

Vegur niður að hundagerði

Ekki á skipulagi Mosfellsbæjar

 

Gerum gott betra, fegrum bæinn okkar

Ekki á landi Mosfellsbæjar

 

Byggja yfir gervigrasvöll

Ekki innan fjárhagsramma

 

Safn um hljómsveitina Sigurrós í Álafoss

kvosina

Ekki innan fjárhagsramma

 

Afmarka akreinar af Reykjavegi að

hringtorginu hjá KFC betur

Ekki á landi Mosfellsbæjar

 

Safn um Álafoss verksmiðjuna

Ekki innan fjárhagsramma

 

Veitingastaður

Ekki innan fjárhagsramma

 

Tvöfalda veginn frá Skarhólabraut að Langatanga

Ekki á skipulagi Mosfellsbæjar, skipulagsverkefni, ekki innan

fjárhagsramma

 

Strandblak í Gvendarreit

Ekki á skipulagi Mosfellsbæjar

 

Göngugata - lífæð í bæinn

Ekki á skipulagi Mosfellsbæjar, skipulagsverkefni, ekki innan

fjárhagsramma

 

Hlégarðs bíó

Rekstrarverkefni

 

Laga göngustíginn við Varmá

Verkefni í ferli

 

Girðing og tjábeð við Þverholtsblokkina

Ekki á landi Mosfellsbæjar

 

Leggja gangstíga á rökréttan hátt þannig að

fólk fylgi þeim

óskilgreint verkefni

 

Gera þennan stíg að göngu og hjólastíg

Verkefni í ferli

 

Mislæg gatnamót

Ekki á landi Mosfellsbæjar

 

Stöðvum útbreiðslu skógarkerfils, lúpínu og

bjarnaklóar.

Verkefni í ferli

 

Leggja lýsingu "trippahringinn"

Ekki innan fjárhagsramma

 

Trjábeð og girðing við Kjarna

Ekki á landi Mosfelssbæjar

 

Göngu- og hjólastígur að Reykjalundi

Ekki á landi Mosfellsbæjar

 

Körfuboltaspjald við FMOS

Ekki á landi Mosfellsbæjar

Hugmynd komið á framfæri við stjórnendur FMOS.

Holtið (Urðir?) á milli Þverholts og

Hlaðhamra.

Verkefni í ferli

 

Útivistasvæði við Hafravatn

Ekki á landi Mosfellsbæjar

 

Klifurhús

Rekstrarverkefni

 

Kjarninn

Verkefni í ferli

 

kjarni

Verkefni í ferli

 

Hraðhleðslustöð

Verkefni í ferli

 

Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

Verkefni í ferli

 

Leikvöllur/Æfingasvæði

Ekki á skipulagi Mosfellsbæjar

 

Kvosin

Ekki á landi Mosfellsbæjar

 

Sjálfbærni

Ekki samkvæmt skipulagi

 

Setja gangstíg báðum megin við Álfatanga.

Ekki samkvæmt skipulagi

 

Fegra hringtorg í gegnum Mosfellsbæ

Verkefni í ferli

Hringtorgin eru á forræði Vegagerðarinnar.

Ratleikur í Mosfellsbæ

Verkefni í ferli

 

Tröppur himnastigi

óskilgreint verkefni

 

Gangstíg báðum megin á gatnamótum

Bogatanga og Álfatanga

Ekki samkvæmt skipulagi

 

Fótbolta/handboltagolfvöllur

óskilgreint verkefni

 

Draslaralegt

Framtíð svæðisins í ferli

 

Göngu - og hjólastígur við lóðina á

Varmárskóla

Verkefni í ferli

 

Grindverk eða gróður meðfram Golfvelli

Ekki samkvæmt stefnu

Mosfellsbæjar

 

Lagfæra þarf göngustíginn undir

reykjalundarveg eða yfir

Ekki á landi Mosfellsbæjar

 

Úlfarsfell

Verkefni í ferli

 

Lýsing á íþróttasvæði Varmár

óskilgreint verkefni

 

Trjáplöntun

Ekki nægt landrými fyrir trjáplöntun.

 

Verkefnið í heild er í fjórum fösum. Hugmyndasöfnun; umræða um hugmyndir og úrvinnsla; kosningar og framkvæmd.

  Helstu tímasetningar eru eftirfarandi:

 • Hugmyndasöfnun í tvær vikur 1. – 14. febrúar 2017
 • Hugmyndir metnar af sérfræðingum á umhverfissviði Mosfellsbæjar, lagt mat á kostnað við hönnun og framkvæmd. 
 • Stillt upp allt að 20 verkefnum til kosninga. 
 • Rafræn kosning um verkefni til framkvæmda - 30. mars – 10. apríl 2017.
 • Undirbúningur útboðs. Verkhönnun verkefna og gerð útboðsgagna.
 • Framkvæmdir frá maí til október 2017

Óskað er eftir snjöllum hugmyndum frá íbúum um smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefni í Mosfellsbæ til að kjósa um í íbúakosningu. Hugmyndin verður að falla að stefnu bæjarins og getur ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélag.

 • Nýtist hverfi eða íbúum bæjarins í heild.
 • Vera til fjárfestinga en ekki rekstrar.
 • Vera framkvæmanleg án mjög flókins undirbúnings. 
 • Varða umhverfi á bæjarlandi en ekki á landi í einkaeigu.
 • Líftími fjárfestingar skal vera að lágmarki fimm ár.
 • Falla að skipulagi Mosfellsbæjar og stefnu, sé í verkahring sveitarfélagsins og á landi í eigu þess.

Hugmyndin þarf að vera framkvæmanleg, skýr og lýsandi, þannig að aðrir eigi auðvelt með átta sig á því sem um er að ræða. Koma þarf fram um hvað verkefnið snýst og hvar nákvæm staðsetning er. Greinargóð lýsing auðveldar mat og því hvort hún nái athygli annarra íbúa ef hún kemst í kosningu. Fagteymi umhverfissviðs tekur við hugmyndunum og metur hvort hægt sé að ráðast í framkvæmdina á vettvangi kosningarinnar.Starfsmenn geta óskað eftir nánari skýringum um hverja hugmynd.

Þegar hugmynd er sett inn á samráðsvefinn https://okkar-moso.betraisland.is þarf fyrst að skrá sig á vefinn og huga að því að heiti hugmyndar, staðsetning og lýsing sé skýr. Með sama hætti er hægt að bæta við rökstuðningi hugmyndar. Öllum stendur til boða að nota almenningstölvur á Bókasafni Mosfellsbæjar.