Um Mosfellsbæ

Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með tæplega 11.500 íbúa. Sveitarfélagið er landmikið og spannar um 220 ferkílómetra og er staðsett  í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Byggðarþróun hefur verið ör síðustu árin og sífellt fleiri hafa sótt í þá góðu blöndu borgarsamfélags og sveitar sem þar er að finna. Skipulag tekur mið af fjölbreyttri og fallegri náttúru bæjarfélagsins. Þar eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.

Mosfellsbær státar af talsverðri sérstöðu hvað snertir fjölbreytileika. Bæjarfélagið samanstendur af þéttbýliskjarna við Leirvog þar sem boðið er uppá nauðsynlega þjónustu, auk víðáttumikillar sveitar, svo sem í Mosfellsdal.

Mosfellingar kunna vel að meta umhverfi sitt og eru almennt mikið útivistarfólk. Hestamennska er áberandi þáttur í daglegu lífi bæjarbúa, enda liggja reiðleiðir til allra átta. Gönguleiðir eru góðar allt frá fjöru til fjalla og óvíða er aðstaða til íþróttaiðkana betri en í Mosfellsbæ. Tveir golfvellir eru í Mosfellsbæ, ásamt góðri aðstöðu fyrir fuglaskoðun í Leirvogi og við ósa Varmár og Köldukvíslar.

Náttúruperlur og sögulegar minjar eru víða í Mosfellsbæ, má þar nefna Tröllafoss, Helgufoss, Varmá, Mosfellskirkju og fornleifauppgröft við Hrísbrú í Mosfellsdal. Atvinnusaga bæjarins er einnig á margan hátt sérstök og má þar nefna viðamikla ullarvinnslu og kjúklingarækt sem starfsrækt hefur verið í bænum um langt skeið.

Menning hefur um langt árabil skipað stóran sess í sögu Mosfellsbæjar, þar sem helst má nefna búsetu Nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness að Gljúfrasteini í Mosfellsdal, menningarminjar í Álafosskvos og fjölbreytt menningarlíf.

Hönnunarstaðall og reglur um notkun

Notkun merkis Mosfellsbæjar er heimil til að auðkenna kynningarefni, fasteignir, verkefni og framkvæmdir sveitarfélagsins sjálfs. Auk þess er íþrótta- og tómstundafélögum og góðgerðarsamtökum sem starfa í Mosfellsbæ heimilt að nota merkið, enda sé uppruni þess sem merkja á ljós. Fyrir alla aðra notkun skal leita heimildar og leiðsagnar hjá þjónustu- og samskiptadeild Mosfellsbæjar.
   
Hér eru merki Mosfellsbæjar í mismunandi útfærslum og stærðum:

Merki Mosfellsbæjar - svart Merki Mosfellsbæjar
Merki Mosfellsbæjar - svart Merki Mosfellsbæjar - grænt

 
Fréttamynd31/10/19

Gert ráð fyrir 350 m.kr. afgangi á rekstri Mosfellsbæjar árið 2020

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 30. október.
01/11/18

Tekjur aukast, þjónusta vex og fjárfest í innviðum á sviði skóla og frístundamála

Þjónusta við ung börn aukin og framkvæmdir hefjast við fjölnota íþróttahús. Fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2022 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 31. október sl. Fjárhagsáætlunin gerir ráð...
31/10/18

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 og næstu þrjú ár

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 og næstu þrjú ár þar á eftir er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 12.224 m.kr., gjöld fyrir...
Skoða fréttasafn
Aðgangur að gögnum og upplýsingum tekur mið af upplýsingalögum nr. 50/1996 þar sem kveðið er á um að upplýsingar skuli að öllu jöfnu vera aðgengilegar. Það meginákvæði og sú almenna regla um opna stjórnsýslu sem fram kemur í 16. grein sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, um að fundir sveitarstjórna skuli haldnir fyrir opnum dyrum, auk annarra laga sem varða stjórnsýslu og meðferð persónuupplýsinga, eru undirstaða þeirra ákvæða sem finna má í stefnu þessari og takmarka aðgengi að upplýsingum eftir því sem við á hverju sinni. Hér má ennfremur vísa t.d. til nokkurra greina stjórnsýslulaga nr. 37/1993 , s.s. 7. gr. um leiðbeiningarskyldu og 15.-17. gr. sömu laga um upplýsingarétt.

Mosfellsbær er 7. fjölmennasta sveitarfélagið á landinu.

Íbúarfjöldi frá árinu  2000 - 2017
Íbúaþróun á árunum 1901-1999 
2017
2016
2015
2014
2013

2012
2011
2010
2009
10.003
9.698
9.516
9.300
8.978
8.854
8.642
8.553
 8.403
 
2008
2007

2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
8.192
 7.516

7.165
6.817
6.589
6.473
6.323
6.113
5.869
1999
1998
       
1997       
1996     
1995       
1994   
1993   
1992   
1991  
5.540
 5.246
 5.221
 4.976
 4.917
 4.793
 4.698
 4.511
 4.382

1990
1980    
1970   
1960     
1950     
1940     
1930     
1920   
1910 
4.259
2.928
986
727
605
492
373
268
313

Tölur miðast við 1. janúar ár hvert.

Heimildir frá Hagstofu Íslands

Samfélagsmiðlar

Mosfellsbær leggur mikla áherslu á góð samskipti og því nýtum við samfélagsmiðla til hins ýtrasta. Okkar markmið er að miðla fræðslu og gagnlegum upplýsingum til bæjarbúa og fyrirtækja um það sem efst er á baugi í bæjarfélaginu. 

Facebook

 
Mosfellsbær nýtir facebook til þess að eiga samskipti við íbúa og viðskiptavini sína. Facebooksíðan er hugsuð fyrir íbúa og fyrirtæki í Mosfellsbæ. Þar birtum við gjarnan fréttir frá skemmtilegum uppákomum úr bæjarlífinu og því helsta sem er að gerast í bænum.

YouTube

Á YouTube rás Mosfellsbæjar má segja að við rekum litla sjónvarpsstöð og þar er að finna fjölda fróðlegra myndskeiða frá fundum bæjarstjórnar.


Instagram

Instagram
Við erum á instagram  #mosfellsbaerinn


Google Plus

Við notum Google+ fyrir almenna upplýsingamiðlun. Fréttir, blogg og myndbönd leika þar stórt hlutverk.

Issuu rafrænir bæklingar

Rafrænir bæklingar sem Mosfellsbær hefur gefið út.