Að flytja í Mosfellsbæ

Ertu að flytja í Mosfellsbæ ?

Nýir íbúar eru boðnir velkomnir í Mosfellsbæ. Góð búsetuskilyrði eru í Mosfellsbæ og hér má fá ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi Mosfellsbæ og flutning í sveitarfélagið.

Hér er hægt að nálgast samantekt upplýsinga sem hjálpa nýjum íbúum að sækja sér upplýsingar um þjónustu í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag og eru íbúar um 11.500.

Aðsetur skrifstofu sveitarfélagsins er í Kjarna, 2 hæð, Þverholti 2, símanúmer 525 6700.
Bæjarstjóri er Haraldur Sverrisson, netfang: haraldur[hja]mos.is

Mosfellsbær býður uppá fjölbreytta þjónustu.

Á þessum vef er hægt að fá upplýsingar um þjónustu, stjórnkerfi og mannlíf í Mosfellsbæ.

Flutningstilkynning:

Búferlaflutninga ber að tilkynna til Þjóðskrár Íslands innan við viku frá flutningi. Flutningstilkynning er gerð í gegnum www.skra.is og www.island.is og rafræn auðkenni eins og Íslykill eða rafræn skilríki eru notuð til innskráningar.

Viltu kaupa húsnæði í Mosfellsbæ?

Tvær fasteignasölur, Fastmos og Berg, eru í bæjarfélaginu sem selja og veita upplýsingar um húsnæði í Mosfellsbæ ásamt fleiri fasteignasölum á höfuðborgarsvæðinu.

Leiguhúsnæði.

Ef þú ert í leit að leiguhúsnæði má benda á bæjarblaðið Mosfelling.

Ætlar þú að byggja?

Umhverfis- og tæknisvið Mosfellsbæjar veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir.

Opnunartími bæjarskrifstofa:

Mánudaga: 08:00-16:00,

Þriðjudaga: 08:00-16:00 

Miðvikudaga frá 8:00-18:00

Fimmtudaga frá 08:00-16:00.

Föstudaga: 8:00-14:00

Sími: 525 6700

Netfang: mos@mos.is

 


Mosfellsbær er með ráðningarvef þar sem öll laus störf hjá bæjarfélaginu eru auglýst www.mos.is/storf

Á heimasíðu má finna lista yfir allar stofnanir, en það getur verið gott að láta forstöðumenn þeirra vita af sér ef maður telur sig henta vel í vinnu hjá viðkomandi.

Á vef Vinnumálastofnunar, www.vinnumalastofnun.is, má finna laus störf á höfuðborgarsvæðinu.