Saga Mosfellsbæjar

Saga Mosfellsbæjar

Mosfellsbær er röskir 220 ferkílómetrar að flatarmáli og afmarkast af Reykjavík (áður Kjalarneshreppi) að norðan, að austan af Þingvallahreppi, Grafningshreppi og Ölfushreppi og að sunnanverðu af Reykjavík og Kópavogi. Áður fyrr var sveitarfélagið stærra og náði upphaflega allar götur niður að Elliðaám.

Mosfellshreppur verður að Mosfellsbæ
Sveitarfélagið hét Mosfellshreppur (Mosfellssveit) fram til 9. ágúst 1987 en það ár varð hreppurinn að bæ og fékk nafnið Mosfellsbær.

Þórður skeggi
Landnámsmaðurinn hér um slóðir var Þórður skeggi sem bjó að Skeggjastöðum. Hann nam land milli Leirvogsár og Úlfarsár (Korpu). Sveitarfélagið hét Mosfellshreppur (Mosfellssveit) fram til 9. ágúst 1987 en það ár varð hreppurinn að bæ og fékk nafnið Mosfellsbær.

Atvinnuvegir
Áður var landbúnaður mikill í sveitarfélaginu en nú er aðeins eitt kúabú starfrækt í Mosfellsbæ. Sauðfjárbúskapur er einnig nánast aflagður en hrossaeign er hins vegar mikil. Í sveitarfélaginu er líka vagga kjúklingaræktar á Íslandi og ennþá eru hér starfrækt stór kjúklingabú. Mosfellsbær er eini staðurinn á Íslandi þar sem ræktaðir eru kalkúnar. Ylrækt er mikil í Mosfellsbæ og var reyndar fyrsta upphitaða gróðurhús landsins reist í Mosfellssveit árið 1923. Mikill jarðhiti er í bænum en stór hluti af því vatni er leitt til Reykjavíkur. Hitaveita Mosfellsbæjar er ein elsta hitaveita landsins. Grænmetis- og blómaframleiðendur hafa nýtt sér kosti heita vatnsins. Vagga ullariðnaðar  er hér í Mosfellsbæ.

ÁlafosskvosVagga ullariðnaðarins
Árið 1896 var reist ullarverksmiðja við Álafoss í Varmá og þar reis verksmiðjuhverfi í tímans rás, sem er nánast einstakt á Íslandi. Nú er allur iðnaður aflagður í Álafosskvos en ýmiss konar listastarfsemi blómstrar þar í gömlu verksmiðjubyggingunum og setur lit á bæjarsamfélagið.

Félags- og menningarlíf í Mosfellsbæ er með miklum blóma. 

LágafellskirkjaLágafell
Á Lágafelli stóð bænhús fyrir árið 1700 en staðurinn tengdist aftur kristnisögu sveitarinnar seint á síðustu öld þegar Lágafellskirkja var reist eftir harkalegar deilur, en af þeim segir í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Lágafellskirkja hefur verið endurbyggð en er að stofninum til sama kirkjan. Að Lágafelli bjó athafnamaðurinn Thor Jensen síðustu æviár sín.

Mosfell
Mosfell er kirkjustaður og prestssetur í Mosfellsdal undir samnefndu fjalli. Um árið 1000 bjó söguhetjan Egill Skalla-Grímsson á Mosfelli í elli sinni og var jarðsettur í dalnum. Skömmu fyrir andlát sitt faldi hann silfursjóð í grennd við bæinn, en hann hefur aldrei fundist. Fyrst var reist kirkja að Mosfelli á 12. öld en núverandi kirkja var vígð árið 1965, teiknuð af Ragnari Emilssyni arkitekt.

GljúfrasteinnHalldór Laxness
Í Laxnesi var bernskuheimili þjóðskáldsins Halldórs Laxness (1902-1998). Á efri árum ritaði hann minningabækur, t.d. Í túninu heima, þar sem hann sækir efnivið á bernskustöðvar sínar í Mosfellsdal. Á fimmta áratugnum reisti Halldór íbúðarhús steinsnar frá Laxnesi og nefndi Gljúfrastein. Þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni um áratugaskeið. Þann 23. apríl 2002 voru liðin 100 ár frá fæðingu Halldórs Laxness og var þeirra tímamóta minnst í Mosfellsbæ með margvíslegum hætti.

Leiruvogur

Leiruvogur gengur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár; Leirvogsá, Kaldakvísl og Varmá og eru Varmárósar friðlýstir. Leiruvogur er oft nefndur í fornsögum, þar var á fyrri tíð alþekkt skipalægi og algeng leið þaðan yfir á Þingvelli.

Stríðsárin í Mosfellssveit
Reykjalundur er byggður úr landi Suður-Reykja. Á styrjaldarárunum reis mikil braggabyggð á þessu landssvæði og voru braggarnir nýttir að hluta fyrir Vinnuheimilið að Reykjalundi sem tók þar til starfa árið 1945. Nú er þar rekið heilsuhæli og endurhæfingarstöð, en auk þess er þar plastiðnaður.

Þegar Ísland var hernumið af Bretum árið 1940 myndaðist fjölmenn hermannabyggð í Mosfellssveit, eins og hún hét þá. Nú eru heillegar stríðsminjar lítt áberandi í bæjarfélaginu en þó má t.d. benda á steinsteypta vatnsgeyma á svonefndum Ásum undir Helgafelli.

Blikastaðir er jörð í Mosfellssveit. Fjallið fyrir ofan bæinn, austur frá bæ, heitir Hamrahlíð. Þar nokkuð norðarlega er skarð, klettalaust upp á fjallið, er blasir við, þegar komið er austan veginn. Þetta skarð heitir Kerlingarskarð, og eftir því, hve kvöldsett er, myndar skuggi klettanna karl eða kerlingu.

Neðan við þjóðveginn undir fjallinu og hitaveitustokkinn heitir Börð, og í þeim neðan þessa er klettahóll, sem sprengdur var burt og nefndur var Sauðhóll. Þar bjó huldufólk, og mýrin þar upp af, ofan við veginn, heitir Sauðhólsmýri.

Efst í óræktaða landinu við afleggjarann heim að Blikastöðum stóð býli, sem hét Hamrahlíð. Þetta er utar og neðan við veginn. Þar neðar tók svo við nokkuð samfelldur flói niður að Blikastaðaá.

Á Blikastaðaá voru þrjú vöð, sem höfðu nafn: Blikastaðavað var á götunni að Korpúlfsstöðum þar beint á milli bæjanna; svo þar sem gamli vegurinn var niður við sjó, var nefnt Ferðamannavað, og það neðsta, Blikastaðirniður við sjó en ofan klettanna, var nefnt Króarvað. Í túninu er Þúfnabanaflöt. Var hún unnin með fyrsta þúfnabananum, sem hér kom.

Blikastaða er fyrst getið í máldaga Maríukirkjunnar í Viðey frá árinu 1234. Þar stendur að kirkjan og staðurinn í Viðey eigi land á „Blackastoðum“. Næst er Blikastaða getið í leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs frá árinu 1313: „Af bleikastodum hellmingur heyia þeirra sem fast“.

Í skrá um kvikfé og leigumála jarðar Viðeyjarklausturs frá árinu 1395 segir: „aa bleikastodum ij merkur“. Í Fógetareikningum áranna 1547-1552 kemur fram að land á Blikastöðum eða „Bleckestedom“ eins og jörðin er kölluð, er komið í konungs eigu um miðja 16. öld. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1704 er jörðin nefnd Blikastader og þá enn í konungseign. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er jörðin sögð 14 hundruð, kúgildi 3 og einn leigjandi.

Nokkur umræða hefur verið um nafn jarðarinnar. Finnur Jónsson prófessor og Hannes Þorsteinsson Geldinganescand. theol. og þjóðskjalavörður ræddu um það á þriðja áratugnum hvort upprunalegra hafi verið Blakkastaðir eða Blikastaðir. Taldi Hannes Blakkastaðir vera hið upprunalega heiti jarðarinnar og vitnar í elsta Viðeyjarmáldagann frá 1234 máli sínu til stuðnings. „Eflaust er Blakkastaðir upprunalega heitið, en hefur færzt smámsaman úr lagi. Blakkur og Blakki eru mannanöfn eða viðurnefni, og bæjanöfn kennd við Blakk og Blakka eru alltíð í Noregi (sbr. Lind).“

Finnur Jónsson dró hins vegar mjög í efa að Blakkastaðir væri hið upprunalega heiti. Telur hann að vissulega komi það fyrir í máldaga frá um 1234 en í uppskriftum af því sé skrifað Bleika- eða Blika- eins og bærinn heitir nú. Telur hann að um misskrift eða mislestur gæti verið að ræða og þar með öllu óvíst að Blakka- sé hin upprunalega mynd enda erfitt að útskýra hvernig Blakka- yrði Blika-.

Lúðvík Kristjánsson telur nafnið dregið af því að blikar setjist upp í landi jarðarinnar. Sigsteinn Pálsson bóndi á Blikastöðum telur nafnið einnig dregið af æðarblikum. Alla Hamrahlíðþessa öld hefur verið æðarvarp á svonefndu Gerði. Það er þó ekki fyrr en á síðustu árum sem því hefur verið sinnt og gefur það nú af sér um eina dúnsæng á ári.

Eitt þekktasta örnefni í landi Blikastaða er Hamrahlíð sem er austur af Blikastöðum og er í raun vesturbrún Úlfarsfells. Í Hamrahlíð er mikið fuglalíf. Býlið Hamrahlíð var við rætur samnefndrar hlíðar og mun hafa staðið fyrir neðan veginn á móts við hlið á girðingu Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Rústir þessa býlis sjást enn. Fjós og útihús stóðu neðar. Um bæinn segir séra Stefán Þorvaldsson í lýsingu Mosfells- og Gufunesssókna árið 1855: „Hamrahlíð.

Afbýli eitt lítið, byggt fyrir 4-5 árum úr Korpúlfsstaðalandi, norðvestan undir Lágafellshömrum, skammt í suður frá Blikastöðum, er lítt byggilegt sökum landþrengsla og töðuleysis.“ Hamrahlíðar er ekki getið í Jarðatali J. Johnsens 1847, né í Jarðabók 1861.

Bærinn Hamrahlíð var í byggð 1890. Í Árbók Ferðafélags Íslands frá 1936 stendur: „Fellið, sem til hægri handar er við veginn, kalla Reykvíkingar stundum Hamrahlíð. Þetta er ekki réttnefni á því. Kotbýli, sem stóð nærri norðvesturhorni fellsins og minjar sjást af rétt neðan við veginn, hét Hamrahlíð, en fellið sjálft heitir Úlfarsfell. Norðan í því er hamrabelti, sem Lágafellshamrar heita og af þeim er Hamrahlíðarnafnið dregið.“

Í brekkum Hamrahlíðar og hlíðunum þar suður af er skógræktargirðing Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Á vegum þess var fyrst plantað trjám þar um 1957, en Ungmennafélagið Afturelding hafði nokkru áður sett niður skógarplöntur á þessu svæði. Þar suður af er Hrossadalur. Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum sagðist einnig hafa heyrt nafnið Krossadal og Kristín Sigsteinsdóttir talaði um Krossagil. Þar sat hún yfir kvíaám sem lítil stúlka og þangað var farið í Kerlingarskarðberjamó frá Blikastöðum. Hætt var að færa frá á Blikastöðum um 1916.

Hrossadalsgil, sem nefnt er í landamerkjaskrá, liggur úr samnefndum dal og í átt til sjávar. Hrossagilsbrún er á þessu gili. Aðeins örnefnið Hrossadalur er notað á Blikastöðum.

Í austurhluta Hamrahlíðar er Kerlingarskarð. Það blasir við þegar ekið er frá Mosfellsbæ og í átt til Reykjavíkur. Sagt er að eftir því hve kvöldsett er, myndi skuggar klettanna karl eða kerlingu. Lágafellshamrar taka við austan við Kerlingarskarð. Þeir hafa m.a. verið notaðir til að staðsetja fiskimið (Þúfu, Álftaskarðsþúfu eða Þúfuál) á Faxaflóa. Það er hugsanlegt að Lágafellshamrar hafi einnig náð yfir hamrabeltið sem nú er nefnt Hamrahlíð. Séra Magnús Grímsson á Mosfelli (1825-1860) segir t.d. í Safni til sögu Íslands „... allt umhverfis Lágafell og Lágafellshamra (en svo kallast nú vestr-endinn á Úlfarsfelli).“ Blikastaðakró

Festi er örnefni sem er á landamerkjum Blikastaða og Lágafells uppi í Lágafellshömrum. Í hömrunum skammt þar fyrir austan er Arnarnípa. Sagan hermir að þar hafi örn verpt, ekki þó á þessari öld.

Björn Bjarnarson í Grafarholti getur þess í lýsingu á Kjósarsýslu að á nokkrum stöðum öðrum en á jarðhitasvæðunum að Reykjum í Mosfellssveit séu laugar og volgar uppsprettur 20-40 °C og nefnir m.a. Blikastaði. Um 20 °C heit Laug var vestan við heimreiðina að Blikastöðum um 200 metra frá bænum. Þar voru þvegin sokkaplögg o.fl. og stundum var vatnið notað til að skúra gólf. Hætt var að nota hana þegar hitaveita kom að Blikastöðum en skömmu áður hafði hún spillst þegar borað var í hana.

Þegar (Þorlákur) Magnús Þorláksson kom að Blikastöðum árið 1908 fengust um 80 hestar af heyi af túnum þegar vel áraði. Hann fór þegar að rækta og smám saman var melum og mýrum breytt í tún. ÚlfarsáÞegar Sigsteinn Pálsson og Helga Magnúsdóttir tóku við búi að Blikastöðum árið 1942 voru tún 42 hektarar en þegar þau hættu kúabúskap árið 1973 þá voru tún um 70 hektarar. Nöfn á túnunum eru úr tíð Helgu og Sigsteins.

„Úlfarsá kemur úr Hafravatni, rennur til vesturs sunnan við Úlfarsfell, beygir síðan til norðurs vestan við Lambhaga og fellur í litla vík, sem nefnist Blikastaðakró. Úlfarsá breytir síðar um nafn, nefnist Korpúlfsstaðaá eða Korpa, fyrst sennilega aðeins neðri hlutinn í grennd við Korpúlfsstaði. Er algengt, að litlar ár nefnist fleiri nöfnum en einu, einkum þá kenndar við bæi, er þær renna hjá.“

Áin milli Korpúlfsstaða og Blikastaða nefnist Korpúlfsstaðaá. Nafnið Korpa og Úlfarsá, eru þau nöfn sem notuð eru af heimafólki á Blikastöðum. Þá er veiðifélag árinnar kallað Veiðifélag Úlfarsár og eiga Blikastaðir 14% í ánni. Guðmundur Þorláksson segir að Emil Rokstad hafi fyrstur nefnt hana Korpu.

Í Jarðabók Árna og Páls segir á bls. 309: „Laxveiði Skilti við Blikastaðanesþriðja hvörn dag í Kortúlfstaðaá. ... Skipsuppsátur við sjó og heimræði á haust, þá fiskur gekk inn á sund.“ Korpúlfsstaðir eru þó stafsettir á venjubundinn hátt í sömu jarðabók. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 1752-1757 er talað um Kortólfsstaðaá og það gerir Skúli Magnússon einnig í sinni lýsingu á Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1785.

Séra Magnús Grímsson á Mosfelli varpar fram nokkrum vangaveltum um Úlfarsá og Korpúlfsstaðaá í „Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju“. Þar segir: „Eg felli mig vel við getgátu Gísla Brynjólfssonar, viðvíkjandi nöfnunum Korpúlfr og Korpúlfstaðaá, sem stendr í neðanmálsgrein í ritgjörð hans um goðorð í „Nýjum Félagsritum“, 13. ári, 48. bls.

Nöfnin Úlfr og Úlfar eru svo lík, að vel má vera að áin, fellið og bærinn sé allt kennt við Úlf (Korpúlf = Hrafnúlf) þann, sem Korpúlfstaðir eru kenndir við. En af því það er ekki nema eitt handrit Landnámabókar (Landnámab. I, 10. í orðamun), sem hefir Úlfsá fyrir Úlfarsá, þykir mér vissara að áin og fellið hafi hvorttveggja verið kennt við einhvern Úlfar (Úlfarsfell, Úlfarsá), en bærinn við Úlf, ef það er þá ekki afbakað úr Úlfar (Úlfstaðir fyrir Úlfarstaðir, þ.e.: Korpúlfstaðir fyrir Korpúlfarstaðir), sem mér virðist hæglega geta verið. En hvað sem nöfnum þessum viðvíkr, ætla eg víst, að á sú, sem nú heitir Korpúlfstaðaá, sé hin forna Úlfarsá, og það er aðalatriðið sem hér ræðir um.“

Í sóknarlýsingu séra Stefáns Þorvaldssonar er vikið að laxveiðinni. „Laxveiði er nokkur í ... Korpúlfsstaðaá, einkum við mynni þesarrar ár í Blikastaðakró.“ Þar er Blikastaðakró lýst enn frekar: „Þessi jörð hefir ... notalega laxveiði í svonefndri Blikastaðakró, sem er fjörubás einn lítill með standklettum á 3 vegu og með garði fyrir framan með hliði á, sem sjór fellur út og inn um með útfalli og aðfalli, en með flóðinu er net dregið fyrir hliðið á garðinum, svo það byrgist inni, sem inn er komið.“

LeifarÞá segir: "Á Korpúlfsstaðaá milli Blikastaða og Korpúlfsstaða voru a.m.k. fjögur vöð, talin til sjávar: Stekkjarvað sem var á merkjum milli Hamrahlíðar, Blikastaða og Korpúlfsstaða. Nokkru neðar í ánni er Merkjafoss. Blikastaðavað sem var á götunni að Korpúlfsstöðum beint á milli bæjanna, Ferðamannavað fyrir neðan Efriásinn; þar lá þjóðleiðin áður. Veiðifoss er nokkru fyrir neðan Ferðamannavað. Króarvað er neðst, ofan við kletta. Skammt fyrir neðan Króarvað er Króarfoss einnig nefndur Sjávarfoss.

Neðan við Þúfanabanaflöt er holt með grjótgarði, er nefnist Efriás, og þar neðar er annar klettaás sem heitir Neðriás. Inn af Efraás neðan túns er Hrossaskjólsás; nær hann inn á merki. Fyrir neðan Neðriás er lítið nes fram í sjóinn er heitir Gerði. Björn Bjarnarson í Grafarholti nefnir það Blikastaðagerði í Árbók Fornleifafélagsins 1914. Það hefur einnig verið nefnt Blikastaðanes. Neðst á því er Gerðistá einnig nefnd Blikastaðatá. Fyrir austan Gerðið er Dýjakrókalækur, og mynni hans kallast Dýjakrókalækjarmynni. Fornar rústir og grjótgarður frá verslunarstað eða útræði eru niðri á sjávarbakkanum yst á fyrrnefndu Gerði. Staðurinn var friðlýstur 8. nóvember 1978 og friðlýsingarmerki sett upp sama ár. Helga og Sigsteinn telja að fornminjarnar hafi ekki mikið laskast frá því þau komu að Blikastöðum. Ásgeir Bjarnþórsson frá Knarrarnesi á Mýrum gerði út á grásleppu frá Blikastaðakró á fyrstu áratugum þessarar aldar.
(Tekið af ferlar.is)


Heimildir um Blikastaði má nefna :

Viðtöl:
-Helga Magnúsdóttir f. 1906, hefur búið að Blikastöðum frá 1909.
-Sigsteinn Pálsson f. 1905, hefur búið að Blikastöðum frá 1942.
-Magnús Sigsteinsson f. 1944 á Blikastöðum og hefur búið þar alla tíð síðan.
-Kristín Sigsteinsdóttir f. 1945 á Blikastöðum og hefur búið þar alla tíð síðan.

Ritheimildir:
-Björn Bjarnarson: 1936-1940, „Kjósarsýsla (1937)“, Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess II. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.
-Björn Bjarnarson: 1914, „Um örnefni“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags.
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752-1757. I. bindi. Reykjavík 1943.
-Ferðafélag Íslands. Árbók 1936, Ólafur Lárusson: „Innnesin.“
-Finnur Jónsson: 1924, „Nokkur orð um íslenzk bæjanöfn“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Fornbréfasafn. Diplomatarium Islandicum I., 1857-76, II. 1893, III. 1896, og XII. 1923-32, Hið Íslenzka Bókmenntafélag. Kaupmannahöfn.
-Hannes Þorsteinsson: 1923, „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Hannes Þorsteinsson: 1924, „Kvittun til dr. Finns Jónssonar“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gullbringu- og Kjósarsýsla. Þriðja bindi. Reykjavík 1982.
-Johnsen, J.: 1847, Jarðatal á Íslandi. Kaupmannahöfn.
-Kålund, P.E.K.: 1984, Íslenskir sögustaðir. Sunnlendingafjórðungur. Reykjavík. [Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island. 1877].
-Kristján Eldjárn: 1980, „Leiruvogur og Þerneyjarsund“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafélags. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson: Íslenzkir sjávarhættir V., Reykjavík,1986.
-Magnús Grímsson: 1886, „Athugasemdir við Egils sögu Skallagrímssonar“,
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju II. bindi, Kaupmannahöfn.
-Mosfellshreppur. Aðalskipulag 1983 - 2003. Mosfellssveit 1983.
-Skúli Magnússon: 1935-1936 „Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu.“ Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess I. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.
-Sýslulýsingar 1744-1749. SÖGURIT XXVIII. Reykjavík 1957.
-Stefán Þorvaldsson: 1937-1939 „Lýsing Mosfells- og Gufunesssókna 1855“.
-Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess III. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.

Óprentaðar heimildir
-Þjskjs. Landamerkjaskrá fyrir Blikastaði.
-Þjóðminjasafn Íslands. Fornleifaskrá. Mosfellshreppur.
-Örnefnastofnun Þjóðminjasafns Íslands. Ódagsett örnefnalýsing Blikastaða eftir Ara Gíslason, 20 örnefni.
-Örnefnalýsing Korpúlfsstaða eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson frá 1984. Örnefnakort af Blikastöðum eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson.

Smákot í Mosfellssveit

Hamrahlíð og Eiði - dæmi um smákot í Mosfellssveit

Hamrahlíð

Hér eru tekin til frásagnar tvö smábýli, Hamrahlíð og Eiði, í Mosfellssveit. Hvorugt býlið stendur enn, einungis má sjá tóftir þeirra við fjölfarna vegi. Tóftir þess fyrrnefnda er nálægt Vesturlandsvegi ofan við Korpúlfsstaði og hið síðarnefnda á hæðarrana vestan við eiðið landmegin að Geldinganesi. Þau hafa verið svipuð að stærð og svipuð að gerð; lítið hús og matjurtargarður umleikis. Útihús stóðu skammt frá.

Tóftir Í bókinni Mosfellsbær, Saga í 1100 ár, er m.a. getið um smábýli þessi: "Smábýlið Hamrahlíð var á 19. öld í mólendinu ofan við Korpúlfsstaði og neðan við Úlfarsfell. Sumir þjófar létu sér ekki segjast þrátt fyrir dóma. Þannig var farið um Friðrik Þorkelsson (1834-1861) frá smábýlinu Hamrahlíð sem stóð skammt frá Blikastöðum. Hamrahlíð var í ábúð á síðari hluta 19. aldar og má enn sjá rústir bæjarins norðan Vesturlandsvegar á móts við samnefnt skógræktarsvæði.


Árið 1857 var Friðrik í Hamrahlíð dæmdur til að greiða fjóra ríkisdali í fátækrasjóð fyrir að hagnýta sér 2-5 lítra af útskorinni kræklingabeitu. Þremur árum síðar var aftur kveðinn upp dómur yfir honum og skyldi hann hljóta 14 vandarhögg fyrir að hafa "snemma morguns í haust, er var, áður en fólk var komið á fætur á heimili hans, Gufunesi, stolið frá ekkjunni Helgu Hafliðadóttur (1790-1872) 3 dönskum specíum heilum, er voru í stokk í kistu hennar, sem stóð þar niður í stofuhúsi, var bæði stofan og kistan ólæst;... Enn fremur er það sannað, að hann hafi í fyrra vetur stolið frá húsbónda sínum Hafliða Hannessyni, gráum vaðmálsstúf..."


Mosfellskirkja
Árið 1850 bjó í Hamrahlíð Jón hreppstjóri er var dannebrogsmaður. Var hann sagður forlíkunarmaður og sáttargerðarmaður. Hann lenti þó sjálfur í illdeilum við sveitunga sína svo úr varð dómsmál. Í Hamrahlíð fæddist dóttir hans, Guðrún (1852-1936 sem er þekkt persóna í Innansveitarkróniku Halldórs Laxness í sögunni af brauðinu dýra. Þar segir frá vinnukonu prestsins á Mosfelli, Guðrúnu Jónsdóttur, sem hélt yfir Dalinn til að baka hverabrauð en villtist upp á Mosfellsheiði og fannst loks eftir nokkur dægur. Brauðið, sem henni hafði verið trúað fyrir, hafði hún ekki snert.


Þessi kafli er nokkurs konar dæmisaga um að vera trúr yfir litlu en hér sækir Halldór hins vegar efniviðinn alls ekki í Mosfellsdal heldur á Suðurnes og var það allt önnur kona en Guðrún sem lenti í þeim hremmingum sem lýst er í bókinni. Guðrún bjó lengi í Mosfellsdal en það voru einmitt Guðrún Jónsdóttirsex bændur úr Dalnum og einn að auki sem höfðuðu mál gegn föður hennar fyrir orðastríð í Kollafjarðarrétt hinn 27. september 1850.


Jón hreppstjóri átti að stjórna réttunum ásamt hreppstjóranum á Kjalaranesi en reiddist þegar bóndinn á Minna-Mosfelli fór ekki út úr almenningnum er féð var rekið inn í réttina. Bóndi kvaðst ekki fara eftir orðum hreppstjóra "til nokkurs hlutar, eða eftir því sem nokkur vitni hafa borið, ekki meira en hundi." Af þessu urðu orðaskipti og háreysti á milli hreppstjóra og Dalbúa. Jón hreppstjóri kallaði Ólaf Jónsson (1805-1855) á Hraðastöðum versta tíundaþjóf og alla í Mosfellsdalnum þjófa. Bændur svörðuðu um hæl og höfðu í hótunum um að binda hreppstjórann. Tugur vitna var ekki sammála um hvað sagt var og sérstaklega áttu orðin að hafa fallið í hálfkæringi og því ekki marktæk. Svo fór að bændur í Mosfellsdal voru dæmdir í eins til fimm ríkisdala sekt fyrir kjafthátt við yfirvald sitt.


Hamrahlíð var í Lágafellssókn. Fyrrnefnd Guðrún var eitt síðasta dæmið um að vandalausum Mosfellingi var komið fyrir á heimili gegn greiðslu. Það var árið 1935. Á hreppsnefndarfundi, sem haldinn var um haustið, upplýsti oddviti að "Guðrún Jónsdóttir hefði Kaleikurverið sögð til sveitar frá 1. júní þ. árs og hefði hann komið henni fyrir hjá Hjalta Þórðarsyni bónda á Æsustöðum fyrir kr. 50.000 á mánuði. Hamrahlíð var þá komið í eyði fyrir löngu, en hún var á níræðisaldri er hér var komið við sögu. Guðrún lést árið síðar og var borin til grafar að Mosfelli þótt engin væri þar kirkjan. Tími sveitarmeðlima var liðinn en í fórum Guðrúnar Jónsdóttur fannst silfurkaleikur kirkjunnar að Mosfelli sem hafði verið jöfnuð við jörðu á horfinni öld. Helgigripnum var skilað til síns heima og prýðir nú Mosfellskirkju hina nýju. Eftir lifir örnefnið "Guddulaug" við Köldukvísl neðan við Gljúfrastein.


(Innansveitarkronika er sérkennileg blanda af sagnfræði og skáldskap og einstök meðal verka skáldsins. Efniviðurinn er sóttur í Mosfellssveit og byggir m.a. á deilu sem varð vegna kirkjumála í Mosfellssveit á ofanverðri 19. öld. Þá náði sveitin niður að Elliðaám og kirkjur voru í Gufunesi og á Mosfelli. Kirkjuyfirvöld ákváðu hins vegar að leggja þær niður og byggja nýja kirkju miðsvæðis í sveitinni, að Lágafelli. Ekki voru allir hrifnir af þessum ákvörðunum, einkum var mikil andstaða í Mosfellsdal gegn niðurrifi Mosfellskirkju sem var alls ekki gömul bygging, byggð 1852.


Ákvörðun yfirvalda varð ekki hnekkt, Mosfellskirkja var rifin árið 1888 og sama árið reis GuddulaugLágafellskirkja af grunni. Hins vegar skiluðu einstakir gripir kirkjunnar sér ekki, menn söknuðu bæði kaleiks og kirkjuklukku sem var ævaforn. Kaleikurinn fannst, sem fyrr sagði, í fórum vinnustúlkunnar Guðrúnar Jónsdóttur, en klukkan var geymd að Hrísbrú í tæp 80 ár.


Í byrjun 20. aldar var þjóðvegur lagður ofan við Hamrahlíð. Árið 1957 gerði Skógræktarfélag Mosfellsbæjar samning við eigendur Blikastað um skógrækt í norðurhlíðum Úlfarsfells.


Skógræktarreiturinn var nefndur Hamrahlíð til heiðurs smábýlinu skammt neðar, rétt ofan við mýrardrögin ofan Korpúlfsstaða.

Í Mosfellsveit var fjörugróður nýttur til beitar á fyrri öldum. Á bænum Eiði, sem stóð skammt frá Geldinganesi, var "Sölvafjara gagnvænleg til heimamanna brúkunar og þó óhæg mjög fyrir klúngri og klettum. ..Marálmur nokkur, ...brúkast til að bjarga peningi í heyjaskorti." Nafnið fékk bærinn af eiðinu milli lands og Geldingarness. Geldinganes er tengt landi með eiði þessu og var áður fyrr aðeins fært á fjöru. Geldinganes er óbyggt, en þar voru á sínum tíma geldsauðir aldir fyrir fálkarækt þá sem fór fram á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi svo sem síðar er getið. Þessi geldsauðir áttu að verða fálkunum fóður þegar þeir voru fluttir utan. Er nafnið þannig tilkomið.


KollafjarðarréttKlaustur var stofnað í Viðey árið 1225 eða 1226. Ekki liðu mörg ár frá stofnun Viðeyjarklausturs þar til að það tók að leggja undir sig bújarðir í grennd eyjarinnar. Tíu árum eftir stofnun þess hafði það eignast fimm jarðir og voru tvær þeirra í Mosfellsveit. Alls eignaðist Viðeyjarklaustur 28 jarðir í Mosfellsveit áður en yfir lauk, og gáfu þær af sér um fjórðung af tekjum þess. Eiði (1313) var ein þeirra. Svonefndar fóðurkvaðir voru miklar á smábýlin. Átti bóndinn t.d. að láta klaustrinu í té helming af heyjum sínum. Árið 1704 voru þrjú kúgildi að Eiði. Skúli fógeti Magnússon settist að í Viðey um miðja 18 öld og lagði tilað spítali, sem þar var, yrði fluttur þaðan í Gufunes. Jörðin Eiði var þá, ásamt fleiri nálægum jörðum (Brandskot, Hólkot, Fjóskot og Helguhjáleiga) lögð undir spítalann. Eiði var notað til að ala kvikfé sem æti handa fálkum. Um miðja 18. öld var þar tvíbýli. Býlið var smátt og bústofninn lítill, hús voru gluggalaus, þiljulaus og allslaus að innan.


Enn má sjá í tóftum Eiðis útlínur býlisins. Því fylgja og aðrar búsetuminjar líkt og gerðist á nágrenninu, einkum á Blikastaðanesi. Þar má enn sjá bæði leifar sjóbúða, verslunar og gerðist frá Gerðifyrri tíð. Í Blikastaðansi eru minjar um sjósókn Mosfellinga á fyrri öldum. Þar eru friðlýstar rústir í svonefndu Gerði fremst á nesinu. Rústirnar eru grjóthlaðnar leifa sjóbúða og jafnvel verslunarstaðar fyrrum.


Sjóslys voru tíð fyrr á öldum. "Þann 15. maí 1776 drukknaði Árni Ánason frá Eiði út af Seltjarnarnesi og var jarðsettur í Neskirkjugarði. Á 3. áratug 20. aldar hugðu Reykvíkingar á landvinninga í Mosfellshreppi. Árið 1924 eignaðist Reykjavíkurborg jarðirnar Gufunes, Knútskot (innst í Grafarvogi) og Eiði. Kaupverðið var 150 þúsund krónur. Árið 1943 voru jarðirnar færðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur með lögum nr. 52, 14. apríl. Þá voru einnig jarðirnar Elliðavatn og Hólmur í Seltjarnarnehreppi lagðar r af smáhýsum og görðum. engar ritaðar heimildir eru um mannaferðir þarna en rústirnar benda þó til þess að hér hafi verið útræði undir Reykjavík.


Brautryðjendur í rekstri áætlunar- og flutningabíla í Mosfellssveit voru Víglundur Pálsson og Karl (1903-1975) bróðir hans. Þeir voru frá bænum Eiði í Mosfellshreppi til 1923, en búskapur lagðist þar af um svipað leyti."

Sjá meira um Blikastaði og Korúlfsstaði.

Eiði

Heimild:

- Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, Pjaxi 2005, bls. 23, 73, 77, 78, 103, 105, 109, 122, 123, 132, 140, 156, 169, 174, 186, (Ferlir.is)

Í Mosfellsdal var lítil laug...
Halldór Laxness var mikill útivistarmaður og gekk mikið í nágrenni Gljúfrasteins enda umhverfið fagurt. Tíðum hefur hann gengið niður með Köldukvísl, yfir Laxneslæk og upp með litlum læk neðar, Laxnestungulæk. Í lækinn rennur (rann) vatn úr kaldavermsl norðan hans. Þau voru nefnd Guddulaug. Halldór segir frá lauginni í einni bóka sinna og taldi vatnið sérlega heilnæmt. Vatnsveita Mosfellsbæjar tekur vatn úr Guddulaug og öðru nálægu vatnsbóli, Laxnesdýjum. 
  

Formlegur vatnsveiturekstur hófst í Mosfellssveit árið 1966. Vatnsveitan rekur nú eigið vatnsból í Laxnesdýjum. Vatni úVatnr Laxnesdýjum er dreift um Mosfellsdal, Helgafellshverfi og til Reykjalundar. Auk Laxnesdýja ræður Vatnsveitan yfir fyrrnefndu vatnsbóli, Guddulaug, sem aðeins er notað þegar vatnsbólið í Laxnesdýjum fullnægir ekki þörfum. Annað neysluvatn er keypt af Vatnsveitu Reykjavíkur.

Á skilti nálægt "Guddulaug" segir: "Guddulaug er kaldavermsl, sem gefur af sér um 10 sekúndulítra af 4 gráðu heitu vatni, og var laugin virkjuð af Mosfellshreppi um 1980. Skammt hér fyrir austan stóð kotbýlið Laxnestunga en engar menjar sjást lengur um þann bæ.

Í endurminningasögunni "Í túninu heima" gerir Halldór Laxness Guddulaug að himneskum heilsubrunni og segir: "Í dalnum trúðu allir á þessa lind; einlægt ef einhver var hættulega sjúkur var sótt vatn í Skiltiþessa lind. Faðir minn trúði á þessa lind. Ég trúði líka á þessa lind. Þegar faðir minn var hætt kominn í lúngnabólgu í fyrra sinnið var ég látinn sækja vatn handa honum í þessa lind tvisvar á dag og honum batnaði. Þegar hann fékk lúngnabólgu næst, átta árum síðar, þá var ég í bænum að láta prenta Barn náttúrunnar og einginn til að sækja honum vatn í þessa lind og hann dó...

Afrenslið úr Guddulaug var neðanjarðar, jarðvegurinn gróinn yfir lækinn. en sumstaðar voru holur niður gegnum jarðveginn oní lækinn; þar dorguðum við lángtímum saman og drógum lítinn fallegan fisk; sem betur fór ekki of oft."

Í túninu heima

Á þessu nesi
á þessu túni
stóð bær.
Brúnklukka í mýri?
Nei, ekki meir. En altær lind og ilmur af reyr.
Og þegar þú deyr þá lifir reyr
á þessu nesi
við þessa lind
í þessu túni þar sem stóð bær
Lind
Reyr -

Halldór Laxness