Vinabæir

Vinabæjakeðjan er sú elsta á Norðurlöndum og upphaf hennar voru samskipti milli Uddevalla og Thisted 1939. Vinabæjasamskipti voru fyrst til umræðu hjá félagsdeild Norræna félagsins í Mosfellssveit árið 1975. Árið 1977 gekk sveitarstjórn frá vinabæjatengslum við Thisted í Danmörku, Skien í Noregi, Uddevalla í Svíþjóð og Loimaa í Finnlandi. Árið 1982 varð Mosfellshreppur formlega aðili að vinabæjakeðjunni þegar fulltrúar hreppsins tóku þátt í vinabæjamóti í Skien í Noregi.


Vinabæir Mosfellsbæjar eru:

Uddevalla KommunUddevalla í Svíþjóð,
 

Loimaa Loimaa í Finnlandi

    Skien í Noregi.Skien  ThristedThisted í Danmörku
  

 

Með vinabæjasamstarfinu er leitast við:

Að koma á góðu sambandi milli opinberra stofnana í vinabæjunum í því augnamiði að skiptast á faglegum fróðleik og efla samvinnu til hvatningar og endurnýjunar í   daglegu starfi.

  • Að efla samskipti milli frjálsra félagasamtaka og stofnana í vinabæjunum.
  • Að koma á fót faglegum/pólitískum umræðugrunni svo embættismenn og pólitískir ráðamenn í vinabæjunum geti skipst á þekkingu og reynslu.
  • Að efla samskipti milli ungmenna í vinabæjunum, m.a. með þátttöku þeirra í vinabæjamótum.
  • Að byggja upp norrænt upplýsinganet fyrir faghópa sem eftir því óska.