Heilsueflandi samfélag

Heilsueflandi Samfélag

Hvað er Heilsueflandi samfélag?

Um er að ræða þróunarverkefni sem Mosfellsbær hefur tekið forystu í að vinna með heilsuklasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis. Verkefninu hefur verið skipt í fjóra þætti og unnið verður með hvern þátt í eitt ár í eftirfarandi röð:
Annar áhersluþáttur verkefnisins er hreyfing. Lögð er áhersla á hreyfingu í víðum skilningi og lögð áhersla á alla aldurshópa.
Þriðji áhersluþáttur verkefnisins Heilsueflandi samfélag er geðrækt, líðan og félagslíf. Það er mikilvægt að einstaklingar á öllum aldri og hópar hafi tækifæri til að þroskast í leik og starfi, að hægt sé að bæta hið manngerða og huga að félagslegu umhverfi íbúa.
Fjórði og síðasti áhersluþáttur verkefnisins er lífsgæði. Þá er lögð áhersla á forvarnir ýmiskonar sem geta varðað, tannheilsu, áfengis- og vímuvarnir, ofbeldis- og slysavarnir svo eitthvað sé nefnt. Hér er einnig komið inn á heilsusamlegt húsnæði og umhverfi fyrir alla.
Fyrsti áhersluþátturinn í verkefninu er næring.

Samkvæmt tölulegum upplýsingum borða íbúar Kragans of lítið af ávöxtum og grænmeti miðað við ráðlagðan dagskammt. Þá mæltist gosneysla íbúa í Mosfellsbæ marktækt meiri en gosneysla annarra íbúa á svæðinu. Íbúar sögðust upplifa ásýnd bæjarins sem eins konar „skyndibitabæjar“ og vildu breyta því í „heilsubæinn Mosfellsbæ“. Ræktun og heilsusamlegur matur getur orðið auðkenni bæjarins en þykir ekki nægilega sýnilegur að mati íbúa. Þetta skiptir miklu þar sem mikill straumur ferðamanna fer í gegnum bæinn og við þeim blasir mikið af skyndibitastöðum, hollustan er ekki sýnileg. Íbúar á vinnufundum töldu tækifæri felast í því að heilsufyrirtæki í Mosfellsbæ hefðu samvinnu um markaðssetningu, þ.e. þau fyrirtæki sem framleiða heilsusamlega fæðu og vinna að heilsueflingu í Mosfellsbæ. Lagt er til að:
  • Auka grænmetis- og ávaxtaneyslu íbúa með margvíslegum aðgerðum
  • Minnka gosneyslu íbúa með margvíslegum aðgerðum
  • Draga úr ásýnd „skyndibitamenningar“ í Mosfellsbæ
  • Auka sýnileika ræktunar og framleiðslu heilsusamlegrar fæðu í bænum
  • Nýta tækifærið sem gefst með straumi ferðamanna í gegnum bæinn og gera þeim auðvelt að stoppa við til að versla heilsusamlega framleiðslu („beint frá býli“)
  • Hvetja til sameiginlegrar markaðssetningar heilsufyrirtækja innan bæjarins sem sérhæfa sig í framleiðslu hollrar fæðu.
Fréttamynd01/10/18

Álfyssingar koma upp Samfélagsgarði

Íbúar í Álafosskvos hafa tekið sig saman í samstarfi við Mosfellsbæ og tekið í notkun svokallaðan Samfélagsgarð efst í Kvosinni. Garðurinn er hugsaður fyrir íbúana til að rækta sitt eigið grænmeti og...
15/06/17

Nýr strandblakvöllur á Stekkjarflöt

Eitt af verkefnunum sem kosið var af íbúum í Mosfellsbæ í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó er útivistarparadís á Stekkjarflöt. Þar er nú að verða til frábær aðstaða til útivistar fyrir fjölskyldur í...
04/05/17

Gulrótin 2017

„Gulrótin“ er ný lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar. Heilsuvin...
18/09/15

Heilsuvikan 2015 - Göngur á fellin í Mosfellsbæ í fylgd með Ferðafélagi Íslands

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri...
Skoða fréttasafn
Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu m.a. í gegnum heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla, vinnustaði og starf eldri borgara og stuðla þannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Við þróun verkefnisins  hefur verið leitast við að ná til allra hagsmunahópa í samfélaginu til að leggja línurnar um hvað skiptir mestu máli til að ná þeim markmiðum.

Mosfellsbær er, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, heilsueflandi samfélag. Það er vel við hæfi að bærinn okkar sem er þekktur fyrir öflugt íþróttalíf og fallega náttúru taki þar með forystuna í þessu verkefni.

Verkefnið, Heilsueflandi samfélag, sem inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis, miðar að því að setja heilsueflingu í forgrunn í allri þjónustu sveitarfélagsins hvort sem um ræðir t.d. fræðslu- menningar- eða skipulagsmál. Ætlunin er að ná til allra aldurshópa, fyrirtækja og félagsamtaka. Sambærileg verkefni eru þekkt erlendis en er nú í fyrsta skipti tekið upp hér á landi.

Heilsuvin ehf fer með verkefnastjórn samkvæmt samningi við Mosfellsbæ.  Í stýrirhóp verkefnisins eru eftirtaldir aðilar:

Ólöf Sívertsen, stjórnarformaður Heilsuvinjar, lýðheilsufræðingur og fagstjóri hjá Skólum ehf

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, úr stjórn Heilsuvinjar, lýðheilsufræðingur og fagstjóri hjá Eflu verkfræðistofu

Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis

Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri hjá Veru ráðgjöf, 

GREINAR

 

Silja DöggGrein eftir Silju Dögg Sigurjónsdóttir birt í Mosfellingi 23. júní 2016.
Nr. 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig

 

Vigdís SteinþórsdóttirGrein eftir Vigdísi Steinþórsdóttir birt í Mosfellingi 2. júní 2016 8 tbl.
Nr. 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu

Jónína SigurgeirsdóttirGrein eftir Jónínu Sigurgeirsdóttir birt í Mosfellingi 12. maí 2016 7 tbl.
Nr. 5 Hreyfðu þig daglega - það léttir lundina


Halla HeimisGrein eftir Hölu Heimis birt í Mosfellingi 31. mars 2016.
Nr. 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.

 

Silja DöggGrein eftir Silju Dögg Sigurjónsdóttir birt í Mosfellingi 28. janúar 2016.
Hugsaðu jákvætt, það er léttara!


Vilborg Gissuradóttir


Grein frá stjórn Heilsuvinjar, birt í Mosfelling 12. nóvember 2015:
Trú, vilji og dugnaður

 

Vala Mörk

Grein eftir Völu Mörk, iðjuþjálfa birt í Mosfellingi 22. október 2015:
Hvað viltu?

 

Jón PálssonGrein eftir Jón Pálsson birt í Mosfellingi 3.apríl 2014 :
 Borðum hollan mat úr matarkistunni heima í héraði.

 

Hólmfríður

Grein eftir Hólmfríði Þorgeirsdóttur og Elvu Gísladóttur birt í Mosfellingi 13.mars 2014:
Skráargatið - nú er einfalt að velja hollara.

 

Elva
Skráagatið
Nánari upplýsingar um græna skráargatið má finna hér


Indriði JósafatssonGrein eftir Indriða Jósafatsson, birt í Mosfelling 11. september:
 Besti tíminn til að hefja breyttan lífstíl

 


Ólöf Kristín SívertsenGrein eftir Ólöfu Kristínu Sívertsen, birt í Mosfelling 11. september:
 Hreyfivika „MOVE WEEK“

 


 

Greiningarskýrsla um Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ

Greiningarskýrsla um Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ - samantekt

 

 


Hérna er hægt að hlusta á fyrirlestur sem Ólöf Sívertsen flutti um verkefnið Heilsueflandi samfélag  á Heilsudeginum 7.maí 2014 í FMOS.

Börn náttúrunnar - málþing um grænan lífsstíl í FMOS 

Á Degi íslenskrar náttúru 16. september sl. buðu Mosfellsbær og Umhverfisstofnun til opins fundar um heilsusamlegan og grænan lífsstíl í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Þar var m.a. fjallað um hvernig græn svæði hafa jákvæð áhrif á heilsu okkur, ávinninginn af minni plastpokanotkun og hversu skemmtilegt og heilsueflandi það sé að nota reiðhjól sem samgöngutæki. Jafnframt var farið yfir hvað heilsubærinn Mosfellsbær hefur gert í þessu tilliti m.a. með friðlýsingu grænna svæða, uppbyggingu samgöngustíga og dreifingu fjölnota innkaupapoka á hvert heimili í samvinnu við heilsuklasann Heilsuvin. Að auki var frumsýnt nýtt myndband sem er upphafið að gerð kynningarefnis um útivistarsvæði í Mosfellsbæ en framhald þess verkefnis verður m.a. unnið í samvinnu við skóla bæjarins undir stjórn Heilsuvinjar.

Magnús scheving fær salinn til að hreyfa sigHeilsudagurinn 2015

Málþing um Heilsueflandi samfélag var haldið í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þriðjudagskvöldið 12. maí 2015.
Tilefnið var Heilsudagurinn í Mosfellsbæ og komu nokkrir fyrirlesarar fram og þótti takast vel.
Magnús Scheving, íþróttafrömuður og frumkvöðull, var með fróðlegan og líflegan fyrirlestur sem hann kallar „500 nýjar hugmyndir!”

 

Fyrsti áhersluþátturinn í verkefninu er næring. 

Samkvæmt tölulegum upplýsingum borða íbúar Kragans of lítið af ávöxtum og grænmeti miðað við ráðlagðan dagskammt. Þá mæltist gosneysla íbúa í Mosfellsbæ marktækt meiri en gosneysla annarra íbúa á svæðinu. Íbúar sögðust upplifa ásýnd bæjarins sem eins konar „skyndibitabæjar“ og vildu breyta því í „heilsubæinn Mosfellsbæ“. Ræktun og heilsusamlegur matur getur orðið auðkenni bæjarins en þykir ekki nægilega sýnilegur að mati íbúa. Þetta skiptir miklu þar sem mikill straumur ferðamanna fer í gegnum bæinn og við þeim blasir mikið af skyndibitastöðum, hollustan er ekki sýnileg. Íbúar á vinnufundum töldu tækifæri felast í því að heilsufyrirtæki í Mosfellsbæ hefðu samvinnu um markaðssetningu, þ.e. þau fyrirtæki sem framleiða heilsusamlega fæðu og vinna að heilsueflingu í Mosfellsbæ. Lagt er til að:

• Auka grænmetis- og ávaxtaneyslu íbúa með margvíslegum aðgerðum
• Minnka gosneyslu íbúa með margvíslegum aðgerðum
• Draga úr ásýnd „skyndibitamenningar“ í Mosfellsbæ
• Auka sýnileika ræktunar og framleiðslu heilsusamlegrar fæðu í bænum
• Nýta tækifærið sem gefst með straumi ferðamanna í gegnum bæinn og gera þeim auðvelt að stoppa við til að versla heilsusamlega framleiðslu („beint frá býli“)
• Hvetja til sameiginlegrar markaðssetningar heilsufyrirtækja innan bæjarins sem sérhæfa sig í framleiðslu hollrar fæðu.