Leikvellir

STEKKJARFLÖT VIÐ ÁLAFOSSKVOS

Stekkjarflöt við ÁlafosskvosLystigarðurinn Stekkjarflöt er leikvöllur í nálægð við Álafosskvos meðfram Varmá í Mosfellsbæ. Þar er stórt svæði með leiktækjum sem eru löguð að náttúrunni, þrautir og annað skemmtilegt að skátastíl fyrir eldri börnin. Falleg tjörn skartar mitt svæðið með skemmtilegri höfn þar sem ungir ofurhugar geta komið með litla mótorbáta og reynt fimi sína. 
Fallegt fuglalíf má einnig sjá á tjörninni og má þá sjá til gamans og yndisauka fólk að gefa öndunum með unga sína brauð.

Stekkjarflöt við ÁlafosskvosGóð aðstaða er til þess að grilla góðgæti á góðum degi og hafa margir lagt leið sína á Stekkjarflötina í "lautarferð" með gott nesti og teppi og átt ljúfan dag.

Tilvalið er að fara í gömlu góðu leikina á túninu eins og eina króna, vink-vink í pottinn, snerta þrjá hluti, Dimmalimm og hlaup'í skarðið í bland við nýja.

Stekkjarflöt við ÁlafosskvosÍ miðjum garði trónir fallegt útilistaverk "Hús tímans - hús skáldsins" eftir Magnús Tómasson. Verkið bar sigur úr býtum í verðlaunasamkeppni sem menningarmálanefnd Mosfellsbæjar efndi til árið 2000.

Heiti verksins vísar í titil á verki eftir Halldór Laxness, heiðursborgara Mosfellsbæjar. Verkið er sex metra hár turn reistur á grunnfleti, sem er merki Mosfellsbæjar. Upp af grunnfletinum rís turn úr málmi sem minnir á gotneska boga og ef horft er á verkið ofan frá er merki bæjarins greinanlegt. Inni í turninum hangir stór steinn í keðju sem nemur við sexhyrnt form sem stendur á grunnfletinum.

Fjölmennum í góða veðrinu og eigum góða fjölskyldustund saman.

 

ÆVINTÝRAGARÐURINN Í ULLARNESBREKKUM

Ævintýragarðurinn í UllarnesbrekkumÆvintýragarðurinn sem staðsettur er í Ullarnesbrekkum er fyrir alla fjölskylduna hlaðinn spennandi leiktækjum sem skátafélagið Mosverjar settu upp. Þar er um að ræða ýmis klifur- og þrautatæki ásamt veglegum hlaupaketti sem hægt er að sveifla sér í. Einnig er klifurnet í miðjum garðinum, nálægt íþróttavellinum, sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar.

Mikil uppbygging stíga og gróðurs hefur átt sér stað og liggur malbikaður og upplýstur  aðalstígur í gegnum allan garðinn, frá íþróttasvæðinu við Varmá að Leirvogstungu, með rósatorgi í miðjunni og göngubrúm við hvorn enda. Út frá aðalstígnum liggur minni malarstígur, svonefndur ætistígur, sem liggur meðfram hinum ýmsu ætiplöntum sem plantað hefur verið meðfram honum,  m.a. fjölmörgum tegundum berjarunna. Þar geta Mosfellingar lagt leið sína að hausti til að tína ber og njóta umhverfisins.

Ævintýragarðurinn í Ullarnesbrekkum Fræðsluskilti um Ævintýragarðinn stendur við innkomuna að garðinum að sunnanverðu frá íþróttasvæðinu við Varmá. Fræðsluskiltið sýnir verðlaunatillögu Landmótunar um skipulag Ævintýragarðsins og hvernig uppbygging er fyrirhuguð í garðinum á næstu misserum.

Ævintýragarðurinn í Ullarnesbrekkum„Íbúar í Mosfellsbæ eru hvattir til að nýta sér þessi nýju leiktæki og skoða þær framkvæmdir sem fram hafa farið í garðinum á síðustu misserum. Tilvalið fyrir göngufólk að kynna sér nýjar leiðir og sjá Mosfellsbæ frá öðru sjónarhorni. Garðurinn mun án efa nýtast jafn ungum sem öldnum í sumar,“ segir Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar.

Níu holu frisbígolfvöllur er við Ævintýragarðinn.
1500 fm hundagerði má finna í Ullarnesbrekkum við Ævintýragarðinn.

LEIKSVÆÐI
VIÐ LEIKSKÓLA

 1. Hlaðhamrar
 2. Hlíð
 3. Hulduberg
 4. Reykjakot
 5. Njarðarholt

LEIKSVÆÐI
VIÐ SKÓLASVÆÐI

 1. Varmárskóli
 2. Bólið
 3. Lágafellsskóli
 4. Krikaskóli
 5. Leirvogstunguskóli      
 
OPIN LEIKSVÆÐI
 1. Reykjabyggð
 2. Furubyggð
 3. Lindarbyggð
 4. Víðiteigur
 5. Stóriteigur
 6. Tröllateigur
 7. Hagaland
 8. Bæjarás
 9. Stekkjarflöt – Lystigarður
 10. Kvíslatunga - Víkingaleikvöllur 
  LOKAÐUR - Unnið að lagfæringu !
 11. Leirvogstunga
 12. Byggðarholt
 13. Barrholt
 14. Arnartangi
 15. Brekkutangi
 16. Dalatang
 17. Grundartangi

 1. Bogatangi
 2. Leirutangi
 3. Leirutangi – boltavöllur
 4. Skeljatangi
 5. Bjartahlíð
 6. Hulduhlíð
 7. Hjallahlíð
 8. Klapparhlíð
 9. Klapparhlíð
 10. Rituhöfði
 11. Arnarhöfði
 12. Hrafnshöfði
 13. Spóahöfði
 14. Súluhöfði
 15. Svöluhöfði
 16. Hamratún
 17. Ullarnesbrekkum - Ævintýragarður
 18. Reykjaveg - hjólabrettasvæði 
Staðsetning leiksvæða og garða