Þjónusta í Mosfellsbæ

Hér má nálgast upplýsingar um þjónustu á vegum einkaaðila í Mosfellsbæ, en einnig eru í Mosfellsbæ stofnanir  á vegum sveitarfélagsins og félagasamtök sem tekið hafa höndum saman um að vinna að forvörnum ætluðum börnum sem og fullorðnum.

HeilsugæslanHeilsugæslan Mosfellsumdæmi  

Heilsugæslustöð Mosfellsumdæmis nær yfir fjögur sveitarfélög, Mosfellsbæ, Kjalarnes, Kjósar- og Þingvallahrepp.

Heimilisfang: Þjónustumiðstöðinni Kjarna, Þverholti 2,  270 Mosfellsbær   
Sími: 510 0700   

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu heldur úti glæsilegri heimasíðu þar sem hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um opnunartíma og símatíma lækna.
Sjá Heimasíðu heilsugæslu Mosfellsbæjar

Heilsugæslustöðin, sem áður var til húsa á Reykjalundi, er nú staðsett í Kjarna í Mosfellsbæ og þjónar öllum íbúum svæðisins.  Unnið  er  eftir  lögum  um heilbrigðisþjónustu. Öll grunnheilbrigðisþjónusta er veitt á stöðinni svo sem almennar lækningar, ungbarna- og mæðravernd og heimahjúkrun.  Smáslysameðferð er veitt á stöðinni, en þar er góð aðstaða til að  sinna  minni háttar  slysum,  búa  um  og  sauma  sár, fjarlægja bletti og gera ýmsar fleiri smáaðgerðir. Vaktþjónusta er allan sólarhringinn á stöðinni. Eftir kl. 17 er ekki sérstök símavarsla en vakthafandi læknir svarar sjálfur í símann. Ef vaktlæknir svarar ekki símanum gæti hann verið upptekinn, er fólki bent á að hringja aftur síðar eða í 112 í neyðartilvikum. 

NágrannavarslaSamvinna um nágrannavörslu í Mosfellsbæ

Mosfellsbær, Sjóvá og Lögregla höfuðborgarsvæðisins hafa hafið samstarf um nágrannavörslu í Mosfellsbæ í samvinnu við íbúa.

Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað og dregið úr veggjakroti.

Nágrannavarsla felst í samvinnu nágranna um að gera umhverfi sitt og heimili öruggari. Með því móti er leitast við að draga úr innbrotum, þjófnaði og skemmdarverkum. Nágrannavarsla hefur verið þekkt í áratugi og hefur víða verið sett upp með góðum árangri bæði á Íslandi og víða erlendis.

Verklagsreglur

 1. Íbúar þeirra gatna sem áhuga hafa á að taka þátt í nágrannavörslu í Mosfellsbæ tilnefna tengilið, svokallaðan götustjóra.

Hlutverk götustjóra er:

- Að miðla upplýsingum til íbúa götunnar um verkefnið.
- Að safna upplýsingum um nöfn og netföng íbúa í þeim tilgangi að lögregla geti komið á framfæri upplýsingum til íbúa ef með þarf.
- Að senda Þjónustuveri Mosfellsbæjar og fulltrúa lögreglunnar nafna og netfangalistann.
- Að afhenda límmiða til þátttakenda.

 1. Götustjóri kemur upplýsingum til Þjónustuvers Mosfellsbæjar um vilja íbúa götunnar til að taka þátt í verkefninu, ásamt upplýsingum um fjölda íbúða í götunni. Þjónustuver kemur þeim upplýsingum til Sjóvá sem lætur útbúa götuskilti og límmiða. Sjóvá kemur þessum gögnum til þjónustuvers sem hefur samband við götustjóra og kallar til liðsmenn úr Þjónustustöð til að setja upp skilti við götu.


Nánari upplýsingar má nálgast í Þjónustuveri Mosfellsbæjar í síma 525 6700 eða í gegnum netfangið mos[hja]mos.is. Einnig má finna handbók og nánari upplýsingar á Vef Sjóvár eða í þjónustuveri Sjóvá í síma 440 2000.

Slökkviliðið er aðili að sameiginlegri almannavarnanefnd Kjósar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarness og á slökkviliðsstjóri sæti í nefndinni. Auk hans sitja í nefndinni borgarstjórinn í Reykjavík, oddviti Kjósahrepps, bæjarstjórar Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, lögreglustjóri, og tveir kjörnir fulltrúar frá hverju sveitarfélaganna.

Aðgerðastjórn almannavarnanefndarinnar er skipuð fulltrúum frá lögreglu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, borgarverkfræðingi, héraðslækni Reykjavíkur,tæknifræðingi Kjósar, bæjarverkfræðingi Mosfellsbæjar, bæjartæknifræðingi Seltjarnarness, fulltrúum Rauða kross Íslands og svæðisstjórnar björgunarsveita.

Hlutverk aðgerðastjórnar er að skipuleggja og framkvæma aðgerðir í umboði almannavarnanefndar.
Almannavarnanefnd hefur yfir að ráða ýmsum búnaði til notkunar við náttúruhamfarir og stórslys en jafnframt er hjálparbúnaður í fjöldahjálparstöðvum. Fjöldahjálparstöðvar eru í skólum. Þær eru sjö talsins, en unnt er að opna fleiri ef þess gerist þörf.

Rauða kross deildirnar á svæðinu hafa umsjón með starfrækslu fjöldahjálparstöðvanna í samvinnu við starfsmenn skólanna. 

Þjálfun þeirra sem koma að almannavörnum fer fram á vegum Almannavarna ríkisins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Rauða kross Íslands, lögreglu og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Almannavarnir ríkisins

Almannavarnir heyra undir dómsmálaráðherra. Hann skipar almannavarnaráð sem stýrir starfsemi almannavarna í landinu.
Eftirtaldir eiga sæti í almannavarnaráði: Forstjóri Landhelgisgæslunnar, forstjóri Landssímans hf., landlæknir, ríkislögreglustjóri og vegamálastjóri.
Tilkynningar frá Almannavörnum eru sendar um Ríkisútvarpið, Sjónvarpið, Stöð 2 og Bylgjuna, sem hafa dreifikerfi á landsvísu.
Vefur almannavarna

 


 

LögreglanLögreglan í Mosfellsbæ ( lögreglustöð 4)

Frá lögreglustöðinni að Vínlandsleið 2-4 er sinnt verkefnum í Mosfellsbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Þar eru bæði rannsóknarsvið og almennt svið en átta rannsóknarlögreglumenn starfa á lögreglustöðinni.

Helstu stjórnendur eru Kristján Ól. Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn, Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri og Einar Ásbjörnsson lögreglufulltrúi. Kristján Ól. er jafnframt stöðvarstjóri.

Almennum fyrirspurnum og upplýsingum til lögreglu er hægt að koma á framfæri í síma 444-1180 allan sólarhringinn og fyrirspurnum um rannsóknir mála í síma 444-1190 á skrifstofutíma.


Íbúar Mosfellsbæjar njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg í Mosfellsbæ við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins en rannsóknardeildin er opin á virkum dögum frá kl, 08:00 til 16:00. Ef óskað er eftir aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Fróðleik og upplýsingar að finna á heimasíðu lögreglunnar, www.logregla.is


SHSSlökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS) er öflugt björgunarlið sem hefur margþættu hlutverki að gegna við almenning, fyrirtæki og stofnanir á starfssvæðinu. Helstu verkefni liðsins eru:
 • Slökkvistörf 
 • Sjúkraflutningar
 • Forvarnir og eldvarnaeftirlit
 • Viðbrögð við mengunaróhöppum
 • Almannavarnir
 • Verðmætabjörgun
 • Björgun fólks úr sjó og vötnum
 • Björgun fólks utan alfaraleiða
 • Tilfallandi aðstoð við almenning 
Starfssvæði SHS nær til sveitarfélaganna sjö sem standa sameiginlega að rekstri liðsins. Þau eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Álftanes. Liðið veitir þjónustu við Kjósarhrepp samkvæmt samningi og hefur skyldur um aðstoð við nærliggjandi sveitarfélög samkvæmt starfssamningum. Starfssvæðið nær frá Hvalfjarðarbotni í norðri, til Straumsvíkur í suðri og Bláfjallasvæðisins í austri. Íbúar á starfssvæðinu voru um 201 þúsund í ársbyrjun 2010 eða um 63% landsmanna.

SHS sér um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið og hefur gert árum saman. Hjá SHS er lagður mikill metnaður í menntun og endurmenntun sjúkraflutningamanna og hefur sjúkraflutningamönnum með bráðatæknimenntun fjölgað jafnt og þétt.

Samningur er í gildi milli SHS og Faxaflóahafna sf. um aðgerðir vegna hugsanlegra mengunaróhappa á hafnarsvæði Faxaflóahafna sf. Í samningnum felst að slökkviliðið fer með stjórnun aðgerða þegar mengunaróhöpp verða. Búnaður Faxaflóahafna sf. sem ætlaður er til nota í mengunarslysum er í vörslu slökkviliðsins auk þess sem slökkviliðið annast undirbúning og skipulagningu nauðsynlegra æfinga. 
  

 Fróðleik og upplýsingar að finna á heimasíðu Slökkviliðsins www.shs.is


Björgunarsveitin Kyndill Mosfellsbæ

Er staðsett að Völuteig 23, Mosfellsbæ
Sími: 659-3100
Neyðarsími: 112