Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Vina­bæ­ir Mos­fells­bæj­ar eru: Thisted í Dan­mörku, Uddevalla í Sví­þjóð, Loimaa í Finn­landi og Skien í Nor­egi. Vina­bæj­a­keðj­an er sú elsta á Norð­ur­lönd­um og upp­haf henn­ar voru sam­skipti milli Uddevalla og Thisted 1939.

Vina­bæja­sam­skipti voru fyrst til um­ræðu hjá fé­lags­deild Nor­ræna fé­lags­ins í Mos­fells­sveit árið 1975. Árið 1977 gekk sveit­ar­stjórn frá vina­bæj­a­tengsl­um við Thisted í Dan­mörku, Skien í Nor­egi, Uddevalla í Sví­þjóð og Loimaa í Finn­landi.

Árið 1982 varð Mos­fells­hrepp­ur form­lega að­ili að vina­bæj­a­keðj­unni þeg­ar full­trú­ar hrepps­ins tóku þátt í vina­bæja­móti í Skien í Nor­egi.


Sam­st­arf

Með vina­bæja­sam­starf­inu er leit­ast við að:

  • Koma á góðu sam­bandi milli op­in­berra stofn­ana í vina­bæj­un­um í því augnamiði að skipt­ast á fag­leg­um fróð­leik og efla sam­vinnu til hvatn­ing­ar og end­ur­nýj­un­ar í dag­legu starfi
  • Efla sam­skipti milli frjálsra fé­laga­sam­taka og stofn­ana í vina­bæj­un­um
  • Koma á fót fag­leg­um/póli­tísk­um um­ræðu­grunni svo emb­ætt­is­menn og póli­tísk­ir ráða­menn í vina­bæj­un­um geti skipst á þekk­ingu og reynslu
  • Efla sam­skipti milli ung­menna í vina­bæj­un­um, m.a. með þátt­töku þeirra í vina­bæja­mót­um
  • Byggja upp nor­rænt upp­lýs­inga­net fyr­ir fag­hópa sem eft­ir því óska

Vina­bæja­mót

Vina­bæja­mót eru hald­in ann­að hvert ár til skipt­is í bæj­un­um. Frá því á vina­bæja­móti í Skien í Nor­egi 1992 hafa þessi mót þró­ast í átt til fag­legra sam­skipta þar sem starfs­menn og ábyrgð­ar­að­il­ar bæj­anna hitt­ast í fag­leg­um vinnu­hóp­um, bera sam­an bæk­ur sín­ar og kynn­ast koll­eg­um sín­um og verksvið­um þeirra. Þann­ig hafa þátt­tak­end­ur kynnst því hvern­ig unn­ið er í mála­flokk­um í vina­bæj­un­um og einn­ig hafa myndast tengsl milli vinnu­staða og ein­stak­linga sem nýt­ast á marg­an hátt.

Á þess­um mót­um eru einn­ig ung­linga­hóp­ar en síð­ustu árin hafa hafa krakk­arn­ir sam­ein­ast í einn stór­an þema­hóp sem skipt­ist svo í þrjá minni hópa. Í stóra hópn­um er fjallað um ákveð­ið mál­efni sem teng­ist ung­ling­um.

Fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar hafa yf­ir­leitt ver­ið send­ir þrír bæj­ar­full­trú­ar ásamt bæj­ar­stjóra og rit­ara vina­bæja­sam­starfs­ins.

Vina­bæja­mót hafa ver­ið hald­in í Mos­fells­bæ árin 1988, 1998, 2008 og 2018.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00