Álagning gjalda

Útsvar og fasteignagjöld

Útsvarsprósenta árið 2019 er 14,48 % 
16.01.2019 10:47

Álagning fasteignagjalda í Mosfellsbæ 2019

Álagning fasteignagjalda byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er íjanúar ár hvert. Álagning fasteignagjalda fer fram á vegum fjármáladeildar Mosfellsbæjar sem einnig hefur umsjón með leiðréttingum, reikningagerð og innheimtu. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á 729 fundi sínum að álagning fasteignagjalda 2019 verði sem hér segir:

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis:  A - skattflokkur
Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.

Fasteignaskattur A 0,209% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,078% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,116% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,316% af fasteignamati lóðar
Sorphirðugjald kr. 29.000 pr. íbúð


  Fasteignagjöld stofnana:  B - skattflokkur

Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.

Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,078% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,116% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar


  Fasteignagjöld annars húsnæðis:  C - skattflokkur

Aðrar fasteignir en falla undir A og B flokk t.d. verslanir, iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði

Fasteignaskattur C 1,600% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,078% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,116% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóða

 

Yfirlit yfir gildandi gjaldskrár Mosfellsbæjar má finna á vefsíðunni www.mos.is

Birting álagningar, gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda

Álagning er birt rafrænt á www.island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar en jafnframt er hægt að óska eftir útprentuðum álagningarseðli í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Fasteignagjöld skiptast á níu gjalddaga frá 15. janúar til 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar.

Greiðslu má inna af hendi með greiðsluseðlum, í heimabanka og í bönkum. Jafnframt er hægt að greiða fasteignagjöldin með beingreiðslum eða boðgreiðslum. Nánari upplýsingar um greiðslumöguleika fást í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Greiðsluseðlar eru almennt ekki sendir nema þess hafi verið óskað sérstaklega á íbúagátt íbúagátt Mosfellsbæjar eða í Þjónustuveri.

 

Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi

Lækkunin er reiknuð sjálfkrafa í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og Ríkisskattstjóra og stuðst við síðasta skattframtal. Afslátturinn er færður til lækkunar á fasteignagjöldum á álagningarseðli. Nánari reglur má finna á vef Mosfellsbæjar www.mos.is.

Tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega eru sem hér segir:  

2019
Afsláttur
  Tekjur einstaklinga   2019
Afsláttur
  Tekjur samskattaðra einstaklinga
  Frá Til      Frá  Til 
100 %   0 4.788.999   100 %   0 6.225.999
80  %   4.789.000 5.148.999   80  %   6.226.000 6.693.999
60  %   5.149.000 5.535.999   60  %   6.694.000 7.196.999
40  %   5.536.000 5.951.999   40  %   7.197.000 7.737.999
20  %   5.952.000 6.399.999    20  %   7.738.000 8.319.999

 

Nánari upplýsingar fást hjá Mosfellsbæ í síma 525-6700 eða á netfanginu mos[hja]mos.is

Til baka

Þróun álagningarprósentu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ

Yfirlit yfir gjaldskrár Mosfellsbæjar má finna á vefsíðunni www.mos.is

Núverandi og fyrri ár

 


2019


2018 2017
Fasteignaskattur A
0,209%


0,225% 0,253%
Vatnsgjald
0,078%


0,084% 0,095%
Fráveitugjald
0,116%


0,125% 0,140%
Lóðarleiga
0,316%


0,340% 0,340%

2016 2015 2014 2013 2012
Fasteignaskattur A 0,265%  0,265% 0,265% 0,265% 0,265%
Vatnsgjald 0,100%  0,100% 0,100% 0,100% 0,110%
Fráveitugjald 0,140%  0,140% 0,140% 0,140% 0,130%
Lóðarleiga 0,340%  0,340% 0,340% 0,340% 0,340%
  2011  2010 2009 2008 2007
Fasteignaskattur A 0,265% 0,220% 0,220% 0,220% 0,225%
Vatnsgjald 0,110% 0,100% 0,100% 0,100% 0,100%
Fráveitugjald 0,130% 0,145% 0,145% 0,145% 0,150%
Lóðarleiga 0,340% 0,300% 0,300% 0,300% 0,340%

2006 2005 2004 2003 2002
Fasteignaskattur A 0,265% 0,360% 0,360% 0,360% 0,320%
Vatnsgjald 0,120% 0,150% 0,150% 0,150% 0,150%
Fráveitugjald 0,150% 0,150% 0,150% 0,150% 0,150%
Lóðarleiga 0,400% 0,400% 0,400% 0,400% 0,100%

island.is

Á mínum síðum á Ísland.is hefur þú aðgang að ýmsum upplýsingum sem þig varða. Til að skrá þig inn smellir þú á innskráningu efst í hægra horni síðunnar og auðkennir þig með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Innskráningargluggi opnast líka þegar smellt er í fyrsta sinn á ýmsa valkosti á síðunni.

Íbúgátt Mosfellsbæjar

Með aðgangi að rafrænni íbúagátt er aukið aðgengi íbúanna að þjónustu sveitarfélagsins og þeir fá tækifæri til að fylgjast betur með afgreiðslu sinna mála. Að auki er boðið upp á þátttöku íbúanna í umræðum um málefni bæjarins. Í íbúagáttinni er hægt að sækja um þjónustu, senda inn erindi, fylgjast með stöðu gjalda, taka þátt í könnunum og samráði, skoða kort yfir Mosfellsbæ og foreldrar grunnskólabarna geta fengið tengingu við Mentor. Með þessari íbúagátt er stigið skref í átt að því markmiði Mosfellsbæjar að vera leiðandi í rafrænni stjórnsýslu.

Fasteignamat 
(þar má finna eftirtaldar upplýsingar)

  • Hvað er fasteignamat ?
  • Matsstigin
  • Tilgangur fasteignamats
  • Upplýsingar um fasteignamat 2018
  • Athugasemd við fasteignamat 2018 (sækja eyðublað)
  • Útgáfur og skjöl - fróðleikur, skýrslur og leiðbeiningar
  • Skýrslur um fasteignamat (Útgáfur og skjöl)

Þína síður á Ísland.is 
(þar má skoða og sækja um eftirfarandi)

  • Skoða fasteignamat 2018 í pósthólfi á mínum síðum Ísland.is
  • Athugasemd við fasteignamat 2018
  • Sækja um endurmat Þjóðskrár Íslands á fasteignamati