Ferðaþjónusta fatlaðs fólks - Gjaldskrá

01.01.2019

Samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 20. nóvember 2013 með breytingum
á 640. fundi 17.desember 2014.

GJALDSKRÁ
ferðaþjónustu fatlaðs fólks.


1. gr.
Fyrir félagslega ferðaþjónustu fatlaðra á vegum Mosfellsbæjar skal fatlað fólk greiða
gjald sem nemur hálfu fargjaldi eins og þar er hjá Strætó bs., nú 235 [1] krónur er
innheimt er af akstursaðila.

Nemendur í framhaldsskólum og háskóla eiga kost á nemakorti skv. gjaldskrá Strætó
bs.

2. gr.
Heimilt er að innheimta hærra gjald ef ekið er út fyrir þjónustusvæðið sem skilgreint
er í reglum Mosfellsbæjar fyrir ferðaþjónustu sbr. 9.gr.

3. gr.
Hafi farþegi sem er fatlaður með sér aðstoðarmann greiðir aðstoðarmaður gjald kr.
460 eins og fullt almennt fargjald hjá Strætó bs.

4. gr.
Reglur þessar eru settar skv. 35. gr. og 9. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 og
og öðlast þegar gildi.


_________________________________________________
[1]    Hálft gjald skv. gjaldskrá Strætó bs. 1. janúar 2019

Til baka