Ráðningar - persónuvernd

Með því að skrá sig í ráðningarkerfi Mosfellsbæjar skrá umsækjendur inn persónuupplýsingar. Það er gert með því að sækja um tiltekið auglýst starf. Persónuupplýsingar koma að auki jafnan fram í ferilskrá, kynningarbréfi og öðrum gögnum sem eru tengd við umsóknina. Þessar persónuupplýsingar vistast í ráðningarkerfinu en hægt er að skrá eða uppfæra grunnupplýsingarnar, skipta um mynd, bæta inn viðhengjum og eyða þeim sem eru orðin úrelt. Mosfellsbær safnar einungis nauðsynlegum upplýsingum við ráðningar en tilgangur með vinnslu persónuupplýsinga er að meta hæfni umsækjenda í stöður sem eru auglýstar.

Persónuupplýsingar sem umsækjendur gefa alla jafna upp við skráningu eru:

  • Almennar upplýsingar, s.s nafn, kennitala, netfang, símanúmer, heimilisfang og fjölskylduhagir.
  • Upplýsingar úr ferilskrá, s.s upplýsingar um menntun, starfsreynsla, tungumálakunnátta, tölvukunnátta auk annarrar reynslu, hæfni og þekkingar.
  • Kynningarbréf þar sem viðkomandi greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
  • Umsagnaraðili þar sem umsækjandi veitir mannauðsdeild Mosfellsbæjar/yfirmanni stofnunar leyfi til að hafa samband.

Umsækjendur sem koma í starfsviðtal hjá Mosfellsbæ eru spurðir staðlaða spurninga sem eiga við tiltekið starf, allt í þeim tilgangi að finna hæfasta einstaklinginn í starfið. Í upphafi hvers viðtals er óskað eftir leyfi frá umsækjanda til að skrásetja viðtalið og vista í skjalakerfi. Í þessum viðtölum kunna að verða til persónuupplýsingar, s.s fyrri reynsla í starfi eða verkefni, frammistaða í fyrra starfi eða verkefni, launavæntingar o.s.frv. Umsækjendur geta þurft að leysa raunhæft verkefni, taka persónuleika-, hæfni eða þekkingarpróf sem einnig eru vistuð í skjalakerfi.

Þegar haft er samband við umsagnaraðila sem umsækjandi hefur gefið leyfi til að hafa samband við, eru umsagnir alltaf skráðar niður og vistaðar í skjalakerfi.

Sé umsækjandi ráðinn í starf hjá Mosfellsbæ mun þurfa að afla frekari persónuupplýsinga um viðkomandi, s.s bankaupplýsingar, nánasta aðstandanda, stéttarfélag, lífeyrissjóð, sakarvottorð (fyrir ákveðin störf), o.s.frv. Þessar upplýsingar eru vistaðar í skjalakerfi með lokað aðgengi, nema fyrir yfirmann viðkomandi og mannauðsdeild.

Um önnur atriði s.s. varðandi réttindi umsækjenda skv. persónuverndarlögum og varðveislutíma gagna má lesa í persónuverndarstefnu Mosfellsbæjar.