Fræðslu- og frístundasvið

Hlutverk fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar er að veita börnum og unglingum í sveitarfélaginu bestu mögulega menntun á hverjum tíma, vera faglegt forystuafl í menntamálum, stýra og fylgja eftir stefnumótun fyrir grunnskóla og leikskóla, tónlistarnám og fullorðinsfræðslu og búa starfsmönnum áhugavert starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar. 

Sviðið hefur með höndum eftirlit með starfsemi grunnskóla og leikskóla og leyfisveitingar til dagforeldra skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum og eftirlit með þeirri starfsemi. Foreldrar barna undir 16 ára aldri eru stór hluti vinnuafls í landinu og því er mikilvægt að þeir geti gengið að þjónustu grunnskólans og leikskólanna vísri.

Fræðslu- og frístundasvið  hefur einnig það hlutverk að skapa börnum, unglingum og ungmennum skilyrði til virkrar þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi, stuðla að heilbrigði almennings með því að veita einstaklingum á öllum aldri gott aðgengi að fjölbreyttri aðstöðu til íþróttaiðkunar og útivistarmöguleika, vera í fararbroddi við að efla og þróa fagumhverfi frítímaþjónustunnar og veita íþrótta- og æskulýðsfélögum þjónustu og stuðning.

Eftirfarandi nefndir tilheyra sviðinu:

Skrifstofa á 3. hæð í Kjarna, Þverholti 2, 270 Mosfellssbæ

Framkvæmdastjóri: Linda Udengard

Skólafulltrúi og staðgengill framkvæmdastjóraGunnhildur Sæmundsdóttir

Verkefnastjóri: Magnea Ingimundardóttir

Verkefnastjóri SkólaþjónustuRagnheiður Axelsdóttir 

Tómstunda- og forvarnarfulltrúi: Edda Davíðsdóttir

Íþróttafulltrúi, aðsetur í Íþróttamiðstöðinni að Varmá: Sigurður Guðmundsson

Starfsmenn sérfræðiþjónustu skólaskrifstofu: 

Arnar Ingi Friðriksson, sálfræðingur
Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur

Handbók fræðslusviðs

Glærur frá leiðbeinendum á námskeiðunum:

Námsefni:

Ítarefni:

Uppbygging skólamannvirkja í Mosfellsbæ

Húsnæðismál grunnskólanna í Mosfellsbæ hafa verið til umræðu síðustu mánuði. Í umfangsmiklu samráðsferli sem staðið hefur yfir í heilt ár hafa meðal annars verið haldnir fjölmargir fundir með foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum ásamt tveimur opnum skólaþingum.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til lausnir í nokkrum liðum við bæjarstjórn á fundi sínum þann 11.febrúar, hægt er að sjá fundargerð nefndarinnar hér á heimasíðunni. 

Einnig er hér hægt að sjá samantektarskýrslu sem lá fyrir nefndinni þar sem farið er yfir aðdraganda málsins, framvindu þess og lagðar fram forsendur til ákvörðunartöku. Til að halda utan um upplýsingaflæði og koma í veg fyrir misskilning er hægt að skoða samantekt á algengustu spurningum og svörum við þeim. 

Skýrslur og kynningar