Ráð og nefndir

Hlutverk nefnda sveitarfélagsins er skýrt í samþykktum bæjarstjórnar, lögum og reglum. 

Samþykktir nefnda í einstökum málum þarf að staðfesta í bæjarstjórn eða bæjarráði.

Eftirfarandi nefndir eru starfandi hjá Mosfellsbæ

Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu bæjarins. Erindi frá bæjarbúum, sem falla ekki undir hefðbundin verkefni fagnefnda bæjarins, eru að jafnaði lögð fyrir bæjarráð sem tekur ákvörðun um afgreiðslu þeirra eða vísar þeim til fagnefnda eða bæjarstjórnar.

Fjölskyldunefnd fer með verkefni barnaverndarnefndar, félagsmál og húsnæðismál eftir því sem kveðið er á um í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Jafnframt fer nefndin með jafnréttismál.

Fræðslunefnd fer með fræðslumál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina.

Íþrótta- og tómstundanefnd fer með íþrótta- og tómstundamál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með málefni íþrótta- og félagsmiðstöðvar.

Lýðræðis- og mannréttindanefnd fer með lýðræðis- og mannréttindamál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórna um nefndina. Nefndin sinnir lýðræðismálum sem áður voru á borði bæjarráðs og jafnréttismálum sem áður var sinnt af fjölskyldunefnd.

Menningar- og nýsköpunarnefnd fer með menningar- og nýsköpunarmál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með málefni Bókasafns Mosfellsbæjar, vinabæjasamskipti, nýsköpun og málefni lista- og menningarsjóðs bæjarins, verkefni sem áður var sinnt af menningarmálanefnd og þróunar- og ferðamálanefnd. Við þá breytingu víkkar verksvið nefndarinnar þar sem atvinnumál sem málaflokkur, að því leyti sem þau eru ekki falin bæjarráði, verður sinnt af menningar- og nýsköpunarnefnd.

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks.

Skipulagsnefnd fer með skipulags- og byggingarmál samkvæmt skipulagslögum. 

Umhverfisnefnd fer með umhverfismál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina.

Ungmennaráð Mosfellsbæjar er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13-20 ára í sveitarfélaginu og fer með mál ungmenna í Mosfellsbæ eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar.

Öldungaráð Mosfellsbæjar fer með málefni eldri borgara í Mosfellsbæ.

Samstarfsnefndir.

Aðrar nefndir.


Reglur og samþykktir

Fræðsluefni