Fræðslunefnd

Fræðslunefnd fer með fræðslumál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með verkefni skólanefndar samkvæmt lögum um grunnskóla og verkefni leikskólanefndar samkvæmt lögum um leikskóla og hefur umsjón með dagvistunarúrræðum fyrir börn í Mosfellsbæ. Nefndin veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsum og hefur eftirlit með rekstri gæsluvalla fyrir börn. Nefndin fer ennfremur með málefni tónlistarskóla samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Skólastjórar, fulltrúar starfsmanna og foreldrafulltrúar sitja fundi nefndarinnar þegar málefni sem þá varða eru til umfjöllunar í nefndinni.


Fundir eru að jafnaði haldnir annan hvern miðvikudag kl.16:30.

Aðalmenn í fræðslunefnd 2018 - 2022 voru kjörnir:

AÐALMENN   LISTI
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir  Formaður  (D) 
Valgarð Már Jakobsson  Varaformaður   (V) 
Arna Björg Hagalínsdóttir    (D) 
Elín Anna Gísladóttir
(C) 
Friðbert Bragason 
(M) 
     
ÁHEYRNARFULLTRÚI    
Michele Rebora 
(L) 
Steinunn Dögg Steinsen     (S) 
     
VARAMENN     
Elísabet Ólafsdóttir
(D)
Olga Kristín Ingólfsdóttir   (C) 
Alexander Vestfjörð Kárason
(D) 
Valborg Anna Ólafsdóttir   (M) 
Jóhanna Jakobsdóttir
(V) 
     

 

Starfsmenn nefndarinnar eru, Linda Udengard forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi og Magnea Ingimundardóttir, verkefnisstjóri.