Öldungaráð Mosfellsbæjar

Hlutverk öldungaráðs Mosfellsbæjar er að vera formlegur og milliliðalaus vettvangur samráðs og samstarfs við bæjaryfirvöld um hagsmuni eldri borgara í sveitarfélaginu.

Ráðið stuðlar þannig að skoðanaskiptum og miðlun upplýsinga milli eldri borgara og stjórnvalda bæjarins um stefnu og framkvæmd í málefnum sem varða eldri borgara og er bæjarráði, bæjarstjórn og fastanefndum til ráðgjafar í þeim efnum.

Markmiðið með starfi Öldungaráðs er að gefa eldri borgurum kost á að hafa aukin og virk áhrif á mótun stefnu og framkvæmd sveitarfélagsins á þeim sviðum sem lúta að aðstæðum og þjónustu við fólk á efri árum.

Öldungaráð skal hafa að leiðarljósi markmið 1.gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999. 

Aðalmenn í öldugaráði 2018 - 2022 voru kjörnir:

AÐALMENN    LISTI
Jónas Sigurðsson   (S)
Svala Árnadóttir   (V) 
Rúnar Bragi Guðlaugsson   (D) 
     
     
ÁHEYRNARFULLTRÚI    
     
     
     
VARAMENN    
Kristín Sæunnar Sigurðardóttir   (S) 
Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir   (V) 
Katrín Sif Oddgeirsdóttir    (D) 

 

Unnur V. Ingólfsdóttir er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir er starfsmaður nefndar.