Umhverfisnefnd

Nefndin fer með umhverfismál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Hún fer með verkefni náttúruverndarnefndar samkvæmt náttúruverndarlögum og verkefni gróðurverndarnefndar samkvæmt lögum um landgræðslu. Nefndin fer með verkefni fjallskilanefndar samkvæmt fjallskilareglugerð og hefur umsjón með búfjáreftirliti samkvæmt lögum um búfjárhald.

Fundir eru haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði, kl. 17:00 næsta fimmtudag fyrir fund bæjarstjórnar.

Nefndin fer með málefni Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ.

Aðalmenn í umhverfisnefnd 2018-2022 voru kjörnir:

AÐALMENN    LISTI 
Bjartur Steingrímsson Formaður (V) 
Kristín Ýr Pálmarsdóttir Varaformaður  (D) 
Ölvir Karlsson   (C)  
Unnar Karl Jónsson      (D) 
Michele Rebora   (L)
     
ÁHEYRNARFULLTRÚI    
Anna Sigríður Guðnadóttir   (S) 
Þorlákur Ásgeir Pétursson   (M) 
     
VARAMENN     
Örn Jónasson    (D) 
Sigurður Gunnarsson   (C) 
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir   (D) 
Sigurður Eggert Halldóruson   (L) 
Bjarki Bjarnason   (V) 

Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri og Jóhanna Björg Hansen, bæjarverkfræðingur eru starfsmenn nefndarinnar.