Ráðningar í sumarátaksstörf

08.03.2016
Reglur um ráðningar í sumarátaksstörf 2017
 1. Markmið 
  Markmiðið með sumarátaksstörfum í Mosfellsbæ er að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum.

 2. Umsjón og upplýsingar
  Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar hefur yfirumsjón með sumarátakinu 20176. Þjónustuver Mosfellsbæjar veitir frekari upplýsingar í síma 525 6700 milli kl. 8:00 og 16:00.

 3. Auglýsingar og umsóknarfrestur
  Störfin eru auglýst á heimasíðunni þann 23. febrúar og í Mosfellingi sama dag með umsóknarfresti til og með 23.mars 2017. Þeir sem sækja um eftir að umsóknarfresti lýkur geta ekki vænst þess að fá sumarstarf hjá Mosfellsbæ.

 4. Að sækja um
  Upplýsingar um störfin, laun og vinnutímabil er að finna á www.mos.is. Einungis er hægt að sækja um rafrænt, í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Hver umsækjandi sendir inn eina umsókn en getur valið að sækja um allt að þrjú störf. Ef umsækjendur hafa ekki aðgang að tölvu er velkomið að koma í Þjónustuver Mosfellsbæjar á 2. hæð í Kjarna og sækja um í tölvu sem er staðsett þar.

 5. Fjöldi starfa og vinnutími
  Alls verður ráðið í um 50 sumarátaksstörf og geta umsækjendur sótt um eitt til þrjú störf í umsókn sinni. Ef einhverjir sem sóttu um innan tilskilins umsóknarfrests fá ekki starf í sumarátaki fara þeir sjálfkrafa á biðlista.

 6. Umsóknum svarað
  Þeir sem sækja um sumarátaksstarf innan tilskilins umsóknarfrests fá svar við umsókn sinni eigi síðar en 20. apríl. 2017

 7. Heimild til öflunar upplýsinga úr sakaskrá 
  Allir sumarstarfsmenn sem vinna með börnum eða unglingum þurfa fyrir ráðningu að skrifa undir heimild þess efnis að Mosfellsbær megi afla upplýsinga úr sakaskrá.

 8. Um breytingar
  Mosfellsbær áskilur sér rétt til að breyta þessum reglum án fyrirvara. Þær reglur eru í gildi sem birtast á heimasíðu Mosfellsbæjar hverju sinni.
Til baka