Fyrir eldri borgara

Í Mosfellsbæ er þjónustuklasi fyrir eldri borgara að Hlaðhömrum 2 við Langatanga. Þar er að finna Eirhamra, 54 öryggisíbúðir reknar af Eir hjúkrunarheimili. Við hlið Eirhamra rekur Eir einnig Hamra hjúkrunarheimili en þar eru 30 rými með fyrsta flokks aðstöðu.

Þjónustumiðstöð Eirhamra

Valgerður Magnúsdóttir, vm[hja]mos.is, er forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Eirhamra. Hún veitir upplýsingar um þjónustuna í síma 566-8060 frá kl.10:00-12:00 alla virka daga.

Hádegismatur

Hægt er kaupa máltíðir í hádeginu alla virka daga. Boðið er upp á heimsendingu og bætist þá við sendingarkostnaður.

Matseðill fyrir vikuna


Fimmtudagur 14. nóv.

Hakkréttur, kartöflur, grænmeti og spagetti. Ávaxtasúrmjólk.


Föstudagur 15. nóv.

Grísahnakki, brúnaðar kartöflur, rauðkál og sósa. Jarðaberjagrautur með rjómablandi.


Laugardagur 16. nóv.

Soðinn fiskur, kartöflur, blómkál og sósa. Hrísmjölsgrautur með kanilsykri.


Sunnudagur 17. nóv.

Lambasnitsel, steiktar kartöflur, grænmeti og sósa. Kaldur búðingur með sósu.


Mánudagur 18. nóv.

Soðinn lax, kartöflur, brokkál og köld sósa. Makkarónusúpa.


Þriðjudagur 19. nóv.

Ítalskur pottréttur, kartöflumús og blómkál. Bláberjagrautur.


Miðvikudagur 20. nóv.

Steiktur fiskur, kartöflur, hrásalat og laukfeiti. Kakósúpa með tvíbökum.


Fimmtudagur 21. nóv.

Steiktar kjötbollur, kartöflur, rauðkál og sósa. Jógúrt.


Föstudagur 22. nóv.

Soðið lambakjöt, kartöflur, hrísgrjón og karrýsósa. Grænmetissúpa.


Laugardagur 23. nóv.

Soðinn fiskur, kartöflur, gulrætur og feiti. Grjónagrautur með kanilsykri.


Sunnudagur 24. nóv.

Kjúklingasnitsel, steiktar kartöflur, grænmeti og sósa. Sveppasúpa.Félagsstarf

Markmið félagsstarfs eldri borgara er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Listsköpun, handmennt, spilamennska, kórstarf, leikfimi, sund og ferðalög eru dæmi um starfsemina.

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.

Dagskráin er einnig birt í Mosfellingi á bls. 6 auk þess sem dagskráin er send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

Upplýsingar um félagsstarf og skráningar á námskeið og í ferðir, veitir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara Elva Björg Pálsdóttir (gsm 698-0090).

  • Elva er með símatíma alla virka daga frá kl. 13:00-16:00, í síma 586-8014.
  • Einnig er hægt að senda Elvu póst, elvab[hja]mos.is.

 

Heimaþjónusta

Félagsleg heimaþjónusta er veitt þeim sem þarfnast hennar vegna skertrar færni, fjölskylduaðstæðna, veikinda, fötlunar o.s.frv. Markmið þjónustunnar er að efla fólk til sjálfshjálpar og gera því kleift að búa sem lengst í heimahúsi.

 

Niðurgreiðslur vegna frístundaiðkunar 67 ára og eldri

Markmið niðurgreiðslunnar er að auðvelda þessum aldurshóp að sækja sér heilsueflandi frítímaþjónustu sem hentar hverjum og einum. Nánari upplýsingar og reglur.

 

Málefni eldri borgara

Fjölskyldusvið fer með málefni eldri borgara. Þjónusta sviðsins gengur út frá því að stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt fjölskyldulíf svo lengi sem unnt er. Aldraðir eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er á fjölskyldusviði í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lög um málefni aldraðra nr. 125/1999.   

Bæklingar