Íþróttamiðstöðvar

Í Mosfellsbæ eru tvær frábærar íþróttamiðstöðvar með sundlaugum og fjölbreyttri aðstöðu til íþróttaiðkunar.

Íþróttamiðstöðin Lágafell

  • Opið virka daga: kl. 6:30-21:30.
  • Opið um helgar: kl. 08:00-19:00.

Hafa samband:

Íþróttamiðstöðin Lágafell er með góða aðstöðu fyrir íþróttir og leiki. Þar er íþróttasalur með  löglegum körfuboltavelli, hvíldarherbergi, nuddherbergi, eimbað og  saunaklefi ásamt tilheyrandi búnings- og hreinlætisaðstöðu.

Lágafellslaug

Varmárlaug býður upp á 25m sundlaug, barnalaug, vaðlaug með nuddstútum, sauna, infrarauðan hitaklefa, tvo heita potta, annar með nuddi, og leiktæki fyrir börnin.

Líkamsræktarstöðin Elding er með líkamsræktarstöð í húsinu, og býr yfir fullbúnum tækjasal, leikfimisal o.fl.

Lágafellslaug býður upp á 25m keppnislaug, innisundlaug, barnalaug og vaðlaug auk þriggja vatnsrennibrauta. Þar eru einning tveir heitir pottar, nuddpottur og kaldur pottur.

World Class er með líkamsræktarstöð í húsinu og hafa viðskiptavinir stöðvarinnar afnot af búningsaðstöðu sundlaugarinnar sem og sundlauginni sjálfri.

Íþróttamiðstöðin að Varmá

  • Opið virka daga kl. 06:30-22:00.
  • Opið lau. kl. 09:00-17:00.
  • Opið sun. kl. 09:00-16:00.

Hafa samband:

Íþróttamiðstöðin að Varmá er með öfluga starfssemi fyrir almenning og íþróttafélög. Æfingaaðstaða er góð og geta hópar, starfsmannafélög og aðrir leigt tíma í stöðinni. Meðal þess sem er í boði er blak, badminton, knattspyrna, handbolti, tennis, fimleikar, karate, taekwondo, golf, sund o.fl.

Lágafellslaug