Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Vinnu­skóli Mos­fells­bæj­ar er starf­rækt­ur á hverju ári í júní, júlí og ág­úst.


Vinnu­skól­inn sum­ar­ið 2024

Um­sókna­frest­ur er til 18. apríl 2024 og verð­ur öll­um um­sókn­um sem berast fyr­ir þann tíma svarað fyr­ir 26. apríl 2024.

Reynt verð­ur að verða við ósk­um allra en gera má ráð fyr­ir að ekki verði hægt að upp­fylla all­ar ósk­ir um tíma­bil og vinnu­stöð.

Tíma­bilin verða eft­ir­far­andi:

  • Tíma­bil A: 10. júní – 26. júní
  • Tíma­bil B: 27. júní -12. júlí
  • Tíma­bil C: 15. júlí – 30. júlí

Fræðslu­dag­ar/skemmti­dag­ar verða aug­lýst­ir síð­ar.

Vinnu­tími er eft­ir­far­andi:

  • 8. bekk­ur: 3,5 klst. á dag fyr­ir há­degi eða eft­ir há­degi. Ekki unn­ið á föstu­dög­um.
  • 9. bekk­ur: 6 klst. mánu­dags til fimmtu­dags. Ekki unn­ið á föstu­dög­um.
  • 10. bekk­ur: 7 klst. á dag, nema á föstu­dög­um er unn­ið til há­deg­is.

10. bekk­ur – 2008

  • Mán. – fim. kl. 8:30-15:30
  • 30 mín. mat­ar­hlé kl. 11:30-12:00
  • Vinna á föstu­dög­um kl. 8:30-11:30
  • 2 1/2 vika hvert tíma­bil – 2 tíma­bil í heild­ina
  • 148 klst. sam­tals
  • 1.382 kr. á klst. með or­lofi

9. bekk­ur – 2009

  • Mán. – fim. kl. 8:30-14:30
  • 30 mín. mat­ar­hlé kl. 11:30-12:00
  • Vinna ekki á föstu­dög­um
  • 2 1/2 vika hvert tíma­bil – 2 tíma­bil í heild­ina
  • 114 klst. sam­tals
  • 1.105 kr. á klst. með or­lofi

8. bekk­ur – 2010

  • Mán. – fim. kl. 8:30-12:00 eða mán. – fim. kl. 12:30-16:00
  • Vinna ekki á föstu­dög­um
  • 2 1/2 vika hvert tíma­bil – 2 tíma­bil í heild­ina
  • 66,5 klst. sam­tals
  • 829 kr. á klst. með or­lofi

Nán­ari upp­lýs­ing­ar: vinnu­skoli@mos.is og bolid.is

Vin­sam­lega at­hug­ið:

Þau sem að eru á 16. ári þurfa að skila inn skatt­korti. Til að sækja skatt­kort­ið þarf að fara inn á skatt­ur.is og skrá sig inn með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um. Velja skoða stað­greiðslu > Ná í yf­ir­lit launa­greið­anda og vista sem pdf skjal. Vin­sam­leg­ast send­ið pdf skjalið sem fyrst á launa­deild@mos.is


Markmið vinnu­skól­ans

  • Kenna nem­end­um að vinna og hegða sér á vinnustað
  • Kenna nem­end­um að um­gang­ast  bæ­inn sinn
  • Auka skynj­un og virð­ingu nem­enda fyr­ir um­hverf­inu
  • Veita nem­end­um vinnu yfir sum­ar­tím­ann

Dag­leg­ur rekst­ur skól­ans er í hönd­um tóm­stund­ar­full­trúa, yf­ir­flokks­stjóra og flokks­stjóra.


Spurt og svarað

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00