Grunnskólar í Mosfellsbæ

Grunnskólar Mosfellsbæjar starfa eftir lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðum við þessi lög, Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011,   stefnumörkun Mosfellsbæjar um skólamál (Skólastefna Mosfellsbæjar frá   2010, skýrsla um sérfræðiþjónustu frá 2012) og öðrum samþykktum  bæjarstjórnar Mosfellsbæjar er snerta skóla. Auk þess tekur starfsemi   skólanna mið af öðrum lögum um opinbera þjónustu, reglugerðum við þau   auk kjarasamninga starfsmanna.

Helgafellsskóli

Lágafellsskóli

Krikaskóli

Varmárskóli


Frístundasel fyrir 1.-4. bekk

Grunnskólar Mosfellsbæjar starfrækja frístundasel fyrir 1.-4. bekk. Markmið frístundaseljanna er að mynda heildstæða umgjörð um skóladag barnanna.

Frístundaselin bjóða upp á margvísleg verkefni, t.d. íþrótta-, tómstunda-, lista- og menningarverkefni. Helstu áherslur í starfinu eru öryggi, útivist, hreyfing, fjölbreytni, tómstundir, íþróttir og vellíðan.  

Að öllu jöfnu eru frístundaselin opin daglega alla daga á starfstíma skóla en opnunartíminn tekur þó mið af því hvernig skólinn fléttar starfið inn í viðveru barna í skólanum og getur því verið breytilegur frá ári til árs.

Í samræmi við starfsáætlanir grunnskólanna ber skólastjórum að upplýsa foreldra að vori um fyrirkomulag næsta skólaárs.

Skólaakstur

Nemendur sem búa á skólasvæði Varmárskóla, skv. samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar á 419. fundi þann 11. maí 2005, en búa í meira en 1,5 km fjarlægð frá skólanum eiga kost á skólaakstri.

Skólabílar sækja Varmárskóla nemendur úr Reykjahverfi og ofan Reykjalundarvegar, úr Leirvogstungu, Mosfellsdal og Helgafellslandi.

Skólamötuneyti

Mosfellsbær hefur samþykkt samræmda stefnu um skólamötuneyti leik- og grunnskóla (pdf) í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar.

Í Mosfellsbæ er lögð áhersla á að í skólamötuneytum bæjarins njóti skólabörn fjölbreyttrar fæðu í hæfilegu magni, að matvælin séu rík af næringarefnum, fersk og að þau séu í háum gæðaflokki. Lögð er áhersla á að farið sé eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar hvað varðar fæðuval, næringargildi og skammtastærðir.

Kort

Skýrslur

Útgefið efni