Umsókn og breytingar á leikskólavistun


Umsókn um leikskólavist

Úthlutun leikskólaplássa í leikskólum Mosfellsbæjar fer fram samkvæmt reglum.

Heimilt er að sækja um leikskólavist fyrir barn í leikskólum Mosfellsbæjar þegar barnið hefur náð eins árs aldri. Skilyrði fyrir leikskólavist er að barnið og foreldri/forráðamaður eigi lögheimili í Mosfellsbæ.

 Sótt er um leikskólavist með því að fylla út umsóknareyðublað á Íbúagátt Mosfellsbæjar
Foreldri/forráðamaður fær tilkynningu á íbúðagátt þegar barn hefur fengið úthlutun á leikskólaplássi. Þá er samningur um leikskólavist sendur til foreldris/forráðamanns. Samninginn þarf að staðfesta rafrænt á Íbúagátt til að staðfesta leikskólavist.

   
 Til upplýsinga:

Umsókn um leikskólavist er á Íbúagátt Mosfellsbæjar.


Samþykkt leikskólasamnings

Þegar nýr vistunarsamningur er gerður fær foreldri tilkynningu í tölvupóstinum "Tilkynning frá Íbúagátt Mosfellsbæjar" þar sem fram kemur„Nýr samningur um leikskólavist bíður þín til staðfestingar á Íbúagátt Mosfellsbæjar“ 

Foreldri/forráðamaður getur opnað tengil í tölvupóstinn til að fara beint á umsóknina á íbúagáttinni en einnig er hægt að skrá sig inn á íbúagáttina, velja flipann Málin mín,smella á númer umsóknar og velja þar að staðfesta vistunarsamning. 

Málið er opnað á íbúgát með því að smella á númer umsóknar:

 
Umsókn u leikskólavist opnuð á íbúagátt 
 Undir málinu birtist Vistunarsamningur sem hefur ekki verið staðfestur.
 
Smellt til að staðfesta vistunarsamning 
Lesa þarf yfir samninginn og smellt er síðan á samþykkja og senda samning.

Leikskólasamningur samþykktur

Til upplýsingar

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á leikskólavist er 1 mánuður. Uppsögn og breytingar á samningi skulu fara fram í gegnum Íbúagátt. Samningur um leikskólavist fellur sjálfkrafa úr gildi þegar barnið hættir í leikskólanum eða í síðasta lagi 15. ágúst árið sem barnið verður 6 ára, hafi honum ekki verið sagt upp fyrr.

Opna Málin mín á íbúagátt


Niðurgreiðsla leikskólagjalda / Systkinafsláttur

Sækja þarf sérstaklega um niðurgreiðslu leikskólagjalda og systkinaafslátt með því að fylla út viðeigandi umsóknareyðublað á Íbúagátt Mosfellsbæjar.


Umsókn um breytingar á leikskólavist

Breyting á vistunartíma, greiðslutilhögun, uppsögn samnings og milliskólaumsókn. 

Þegar foreldri/forráðamaður vill óska eftir breytingu á vistunarsamningi svo sem breyttum tíma, uppsögn eða milliskólaflutningi þarf foreldri að fara inn á íbúagátt undir Málin mín, velja leikskólaumsókn viðkomandi barns sem á virkan samning og smella á Breyta vistunarsamningi.

Breyta vistunarsamningi

 Foreldri/forráðamaður fær valmöguleika á að velja hvaða breytingar hann vill óska eftir. 

  • Ef valið er að Breyta dvalartíma þarf að velja ósk um dagsetningu breytingar og breyttan vistunartíma.
  • Ef valið er að Breyta greiðslutilhögun þarf að velja dagsetningu breytinga og nýjar greiðsluupplýsingar. (Allar slíkar tilkynningar eru birtar undir sér sjónarhorni)
  • Ef valið er Milliskólaósk þarf að hafa í huga að slíkar breytingar eiga sér stað að hausti ef hægt er að verða við þeim.

Til upplýsingar

  • Ef ekki er hægt að verða við beiðni foreldris eru send skilaboð á foreldri gegnum Íbúagátt.
  • Ef hægt er að verða við óskum foreldris fer fram sama ferlið og áður og gerður er nýr vistunarsamningur.

Opna Málin mín á íbúagátt


Uppsögn á leikskólavist

Þegar foreldri/forráðamaður vill segja upp leikskólavist þarf að fara inn á íbúagátt undir Málin mín, velja leikskólaumsókn viðkomandi barns sem á virkan samning og smella á Breyta vistunarsamningi. Þar er valið að Segja upp samningi.  Taka fram hvenær leikskólaplássi er sagt upp.

 Breyta vistunarsamningi

Til upplýsingar

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á leikskólavist er 1 mánuður. Uppsögn og breytingar á samningi skulu fara fram í gegnum Íbúagátt. Samningur um leikskólavist fellur sjálfkrafa úr gildi þegar barnið hættir í leikskólanum eða í síðasta lagi 15. ágúst árið sem barnið verður 6 ára, hafi honum ekki verið sagt upp fyrr.

Opna Málin mín á íbúagátt