Dýrahald

Mosfellsbær er frábær staður fyrir ferfætlinga. Í bænum eru fjöldi gönguleiða og reiðstíga sem henta vel til útivistar.

Mosfellsbær sér um dýraeftirlit og meindýravarnir á svæðum í umsjá Mosfellsbæjar.

Dýraeftirlitsmaður hefur eftirlit með því að samþykktir bæjarins um dýrahald séu virtar og sér til þess að dýr sem ekki eru haldin í samræmi við þær samþykktir séu tekin í vörslu bæjarins eða aðila sem hafa umboð bæjarins til þess, að undangenginni viðvörun til eiganda ef hann er þekktur. Hér er átt við lausagöngu dýra og dýr sem valda ónæði.

Dýraeftirlitsmaður: Haukur Níelsson.
Netfang: haukur[hja]mos.is.
Staðsetning: Þjónustustöð Mosfellbæjar, Völuteigi 15.

Meindýravörður sér um að halda meindýrum í lágmarki og sinna kvörtunum íbúa.

Hundaeftirlitsmaður sér um leyfisveitingar og eftirlit með hundahaldi.

Sími: 660-6236.
Netfang: hundaeftirlit[hja]mos.is.
Staðsetning: Þjónustustöð Mosfellsbæjar, Völuteigi 15.


Hundahald

Hundahald í Mosfellsbæ sætir þeim takmörkunum sem kveðið er á um í samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ.

  • Eigendum hunda er skylt að þrífa upp eftir hunda sína.
  • Lausaganga hunda er bönnuð. Á almannafæri skal hundur alltaf vera í taumi með aðila sem hefur fullt vald yfir honum.

Skráning hunda

  • Þjónustuver Mosfellsbæjar í Kjarna, sér um nýskráningar hunda.
  • Allir hundar, sem náð hafa 6 mánaða aldri, verða að vera skráðir.
  • Algengur misskilningur: Örmerking hunds hjá dýralækni þýðir ekki að hundurinn sé skráður í sínu sveitarfélagi.

Hundagerði

Nýtt 1500 fermetra hundagerði er staðsett í Ullarnesbrekkum, í fallegu umhverfi Ævintýragarðs Mosfellinga. Þar er hundaeigendum heimilt að sleppa sínum hundum lausum undir eftirliti. Aðgengi að svæðinu er gott með göngustíg milli íþróttasvæðis við Varmá og Leirvogstungu. Hundaeigendur eru hvattir til að ganga vel um svæðið og hreinsa ávallt upp eftir hundinn.


Hestamennska

Í Mosfellsbæ er góð aðstaða fyrir hestamenn og þar er staðsett blómleg hesthúsabyggð. Hesthúsahverfið er á Varmárbökkum í fallegu umhverfi.

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ stendur fyrir kraftmiklu íþróttastarfi auk námskeiða í reiðmennsku. Félagið hefur inniaðstöðu í glæsilegri reiðhöll á Varmárbökkum. 

Ein hestaleiga er í Mosfellsbæ: Hestaleigan að Laxnesi.

Kort af reiðleiðum


Hænsnahald

Hægt er að sækja um leyfi til að halda allt að 6 hænur. Hanar eru með öllu óheimilir. Leyfi er veitt til 5 ára í senn.