Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fells­bær er um 220 fer­kíló­metr­ar að stærð í út­jaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Hér eru víð­áttu­mik­il nátt­úru­leg svæði og ein­stak­ir úti­vist­ar­mögu­leik­ar í skjóli fella, heiða, vatna og strand­lengju.

Nátt­úruperl­ur og sögu­leg­ar minj­ar eru víða í Mos­fells­bæ, má þar nefna Trölla­foss, Helgu­foss, Varmá, Mos­fells­kirkju og forn­leifa­upp­gröft við Hrís­brú í Mos­fells­dal.


Sjálf­bært sam­fé­lag

Mos­fells­bær hef­ur í gegn­um árin markað sér metn­að­ar­full­ar stefn­ur um sjálf­bært sam­fé­lag m.a. með virkri þátt­töku í Stað­ar­dagskrá 21 (e. Local Ag­enda 21) með gerð stefnu­mót­un­ar, fram­kvæmda­áætl­un­ar og ár­legs verk­efna­lista. Í stefnu­mörk­un sveit­ar­fé­lags­ins mátti sjá fram­tíð­ar­sýn bæj­ar­fé­lags­ins um sjálf­bært sam­fé­lag og helstu at­riði sem leggja verð­ur áherslu á til að markmið um sjálf­bæra þró­un megi fram að ganga. Sjálf­bær þró­un hef­ur ver­ið skil­greind sem sú þró­un sem ger­ir okk­ur kleift að upp­fylla þarf­ir okk­ar án þess að draga úr mögu­leik­um kom­andi kyn­slóða til þess að mæta þörf­um sín­um. Í því felst að við skil­um jörð­inni af okk­ur ekki í verra ástandi til kom­andi kyn­slóða en við tók­um við henni.

Mos­fells­bær hlaut Stað­ar­dag­skrár­verð­laun­in árið 2001 fyr­ir gott starf í þágu sjálf­bærni. Mos­fells­bær hef­ur einn­ig tek­ið þátt í ýms­um verk­efn­um um sjálf­bærni. Þar má nefna þátt­töku í nor­rænu sam­starfs­verk­efni um sjálf­bærni og upp­bygg­ingu betri mið­bæja og íbúa­lýð­ræði (Attracti­ve Nord­ic Towns) á ár­un­um 2017 – 2019.


Nátt­úru­vernd

Mos­fells­bær legg­ur mikla áherslu á nátt­úr­vernd í sveit­ar­fé­lag­inu. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar fer með hlut­verk nátt­úru­vernd­ar­nefnd­ar. Hlut­verk nátt­úru­vernd­ar­nefnda er að vera sveit­ar­stjórn­um til ráð­gjaf­ar um nátt­úru­vernd­ar­mál og jafn­framt stuðla að nátt­úru­vernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og um­fjöllun um fram­kvæmd­ir og starf­semi sem lík­leg er til þess að hafa áhrif á nátt­úr­una.

Nátt­úr­ur­vernd­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar hef­ur ár­lega sótt sam­ráðs­fund Um­hverf­is­stofn­un­ar og nátt­úru­vernd­ar­nefnda sveit­ar­fé­laga þar sem far­ið er yfir mál­efni nefnd­anna.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um hlut­verk nátt­úru­vernd­ar­nefnda má finna í Lög­um um nátt­úru­vernd.

Verk­efni sem bær­inn hef­ur kom­ið að:

  • Vernd­un nátt­úru­m­inja í bæn­um, eins og fossa og áa
  • Varmárós­ar voru frið­lýst­ir árið 1980 og frið­lýs­ing var end­ur­skoð­uð árið 1987
  • Úlfarsá og Blikastaðakró, Leiru­vog­ur, Trölla­foss og Varmá eru nátt­úru­m­inj­ar á nátt­úru­m­inja­skrá
  • Ýmis svæði og stað­ir sem hafa vernd­ar­gildi vegna nátt­úrufars eru af­mörk­uð sem hverf­is­vernd­ar­svæði í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar, en það eru Leiru­vog­ur, Urð­ir í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar, Úlfarsá og Blikastaðakró, Kalda­kvísl, Suð­urá, Varmá, Skamma­dals­læk­ur og Hólmsá
  • Lok­un ólög­legra ak­slóða á fell­um í bæn­um í nán­inni sam­vinnu við land­eig­end­ur
  • Kort­lagn­ing á slóð­um í bæn­um, göngu­slóð­um, reið­slóð­um og ak­slóð­um, í sam­vinnu við hags­muna­að­ila
  • Flokk­un vatna­sviða þar sem ástand vatna og áa í landi Mos­fells­bæj­ar var kort­lagt
  • Reglu­legt hreins­un­ar­átak með­fram strönd­um og ám í bæn­um
  • Bætt­ar frá­veitu­teng­ing­ar frá íbúð­ar­hús­um og hest­húsa­hverfi þar sem húsa­skólp er nú leitt í gegn­um skólp­dælu­stöðv­ar til hreins­i­stöðv­ar í Reykja­vík
  • Hreins­un of­an­vatns frá nýrri íbúa­hverf­um með sér­stök­um hreinsi­bún­aði

Vatns­vernd

Of­an­vatn eða regn­vatn er leitt úr ná­læg­um byggð­um út í Varmá en það er eðli­leg og nauð­syn­leg ráð­stöf­un sem þekk­ist yf­ir­leitt þar sem ár renna í þétt­býli. Þá er ver­ið að tryggja að vatn úr ná­grenn­inu skili sér í árn­ar til að þær þorni ekki upp á sumrin.

Þess má geta að síð­ustu miss­eri hef­ur ver­ið grip­ið til ým­issa ráð­staf­ana vegna frá­veitu­mála. Til dæm­is er búið að hanna nýja set­þró sem hreinsa á of­an­vatn í Reykja­hverfi. Ráð­gert er að stað­setja set­þróna á landskika ofan Reykja­mels og Reykja­byggð­ar.

Ef íbú­ar verða var­ir við óvenju­lega meng­un í Varmá þá er nauð­syn­legt að til­kynna hana til Heil­brigðis­eft­ir­lits Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness.

Þeim til­mæl­um er beint til íbúa og rekstr­ar­að­ila í byggð sem ligg­ur að Varmá, þ.e. Reykja­byggð og Ála­fosskvos, að sýna að­gát þeg­ar kem­ur að um­gengni við ræsi í göt­um. Óheim­ilt er að hella skað­leg­um efn­um í nið­ur­föll og óæski­legt er til dæm­is að þvo bíla í húsa­göt­um.


Meng­un­ar­varn­ir

Meng­un­ar- og holl­ustu­hátta­mál eru í hönd­um Heil­brigðis­eft­ir­lits Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness. Það er stað­sett að Hlíð­arsmára 14, 201 Kópa­vogi, sími: 550-5400 og tölvu­póst­ur hhk@heil­brigdis­eft­ir­lit.is.


Loft­gæði

Hægt að fylgjast með loft­gæða­mæl­ing­um á loft­gæða­vef Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Mos­fells­bær ásamt Reykja­vík­ur­borg eru hluti af til­rauna­verk­efni um upp­bygg­ingu loft­gæða­mæla­nets á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fyr­ir­tæk­ið ReSource hef­ur séð um að leiða verk­efn­ið og fylgja því eft­ir en verk­efn­ið hófst í maí 2022 og er gert ráð fyr­ir að því ljúki í maí 2024. Þrír loft­gæða­mæl­ar voru sett­ir upp í Mos­fells­bæ við Varmár­skóla, Krika­skóla og Lága­fells­skóla.


Lykt­ar­meng­un vegna urð­un­ar­stað­ar Sorpu í Álfs­nesi

Um­hverf­is­stofn­un fer með eft­ir­lit með starfs­sem­inni og mun vinna úr inn­send­um til­kynn­ing­um sem einn­ig berast Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur, stjórn­end­um og stjórn SORPU sem og starfs­fólki og kjörn­um full­trú­um Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00