Mengunarvarnir

Mengunar- og hollustuháttamál eru í höndum Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ.

Starfsmenn eftirlitsins, Þorsteinn Narfason og Árni Davíðsson svara erindum í síma  525 6795, eða í gegnum tölvupóst, thn[hja]mos.is og ad[hja]mos.is

Hér má sjá heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins www.eftirlit.is

Mælingar við Grensásveg í Reykjavík (PM10)

Svifryk (PM10)

skýring á loftgæðum

Heimild: Grænfánaskýrsla Pálmholts 2011, bls. 48.

Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur http://reykjavik.is/loftgaedi má sjá kort yfir staðsetningu loftgæðamælistöðva í Reykjavík en þar er hægt að fylgjast með styrk eiturefna í andrúmsloftinu. Liturinn er grænn ef styrkurinn er undir heilsuverndarmörkum fyrir öll efni. Fari styrkur einhvers efnanna yfir heilsuverndarmörk breytist liturinn í gulan eða rauðan. Sýndur er hæsti styrkur efna á hverjum tíma. Til að fá ítarlegri upplýsingar um loftgæði í Reykjavík má velja mælistað á kortinu.

 

Hér neðar er innfyllingarform sem ætlað er að auðvelda íbúum að tilkynna um lyktarmengun vegna urðunarstaðar SORPU í Álfsnesi.
Umhverfisstofnun fer með eftirlit með starfsseminni og mun vinna úr innsendum kvörtunum en tilkynningin berist einnig Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, stjórnendum og stjórn SORPU og starfsmönnum og kjörnum fulltrúum Mosfellsbæjar.

Allar nánari upplýsingar veitir Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar.
Netfang: tomas[hja]mos.is, sími 525 6700

 

 Tilkynning um lyktarmengun vegna urðunarstaðar SORPU í Álfsnesi
Lyktarmengun

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Mosfellsbær hefur lagt sig fram við að gæta hagsmuna íbúa í Mosfellsbæ gagnvart málefnum Sorpu bs. allt frá því að Reykjavíkurborg ákvað að afleggja urðunarstað Sorpu bs. í Gufunesi og ákveðið var að koma honum fyrir í Álfsnesi árunum 1991-1992.  Með uppbygging nýs hverfis í Leirvogstungu kom í ljós að lyktarmengun vegna urðunar í Álfsnesi varð vart í nýju hverfi.  Frá því að fyrstu kvartanir fóru að berast frá íbúum í Mosfellsbæ hefur Mosfellsbær með reglubundum hætti beitt sér fyrir því að Sorpa bs. grípi til nauðsynlegra aðgerða til að draga úr lyktarmengun.