Upplýsingar og ráðleggingar varðandi heilsufar í tengslum við jarðskjálftahrinu
04/03/21
Í jarðskjálftahrinu eins og nú gengur yfir Reykjanes og hefur áhrif víða á suðvesturhorni landsins er ekki óeðlilegt að finna fyrir sálrænum einkennum. Það er óþægilegt að finna fyrir vanmætti sínum gagnvart náttúrunni og efast um öryggi sitt.
Meira ...Þjónustutími styttur tímabundið á völdum leiðum Strætó
03/03/21
Frá og með 1. mars styttir Strætó tímabundið þjónustutíma á kvöldin á völdum leiðum innan höfuðborgarsvæðisins.
Meira ...Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ 2021
02/03/21
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann. Öll ungmenni á aldrinum 16–20 ára, (f. 2001, 2002, 2003 og 2004) með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.
Meira ...Opið lengur hjá félagsstarfi eldri borgara
01/03/21
Félagsstarfið Hlaðhömrum 2 er núna opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11:00-16:00 og á föstudögum frá kl. 13:00-16:00. Handavinnuleiðbeinandi verður á staðnum alla daga nema föstudaga.
Meira ...Opnað fyrir umsóknir í Klörusjóð
01/03/21
Markmið Klörusjóðs er að stuðla að framþróun á skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skóla eða í samstarfi á milli skóla. Í ár er áherslan lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Hægt er að sækja um í sjóðinn á Íbúagátt Mosfellsbæjar til 15. apríl.
Meira ...Tilkynning frá Veðurstofu Íslands
26/02/21
Í dag hafa 21 skjálfti mælst af stærð 3 til 4,4 norðanvert Fagradalsfjall. Á milli klukkan 11:59 og 14:00 mældust 14 jarðskjálftar þeirra og nú laust fyrir klukkan 17:00 mældust tveir, annar 4,4 að stærð. Þessir skjálftar hafa allir fundist á höfuðborgarsvæðinu og þeir stærstu einnig á Suðurlandi, á Akranesi og í Borgarnesi.
Meira ...



12/03/21
JÖKULL - JÖKULL í Listasal Mosfellsbæjar
Sýning Steinunnar Marteinsdóttur nefnist JÖKULL – JÖKULL og er þetta yfirlitssýning af jöklamyndum sem listakonan málaði á árunum 1986-2019.