Covid-19: Fjöldatakmarkanir fara í 50 manns og fleiri tilslakanir frá 10. maí

07/05/21Covid-19: Fjöldatakmarkanir fara í 50 manns og fleiri tilslakanir frá 10. maí
Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns. Þá verður opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund. Einnig verða ýmsar tilslakanir gerðar á skólastarfi.
Meira ...

Opnun útboðs - Skarhólabraut 3

07/05/21Opnun útboðs - Skarhólabraut 3
Umsóknarfresti vegna úthlutunar lóðarinnar Skarhólabraut 3 lauk 7. maí kl. 13:00. Umsóknir um lóðina Skarhólabraut 3 verða opnuð í fjarfundi kl. 13:30. Tengill á fundinn er í fréttinni.


Meira ...

Kvíslarskóli verður til

06/05/21Kvíslarskóli verður til
Í hádeginu í dag, fimmtudaginn 6. maí, var tilkynnt um nýtt nafn á eldri deild Varmárskóla. Efnt var til nafnasamkeppni á þennan skóla sem 7. - 10. bekkur tilheyrir og fékk skólinn nafnið Kvíslarskóli.

Meira ...

Yfirborðsfrágangur í Bjarkarholti

06/05/21Yfirborðsfrágangur í Bjarkarholti
Nú eru að hefjast framkvæmdir við yfirborðsfrágang vestanmegin í Bjarkarholti. Gatan verður malbikuð og steyptar verða gangstéttar ásamt frágangi gróðurs. Settar verða upphækkaðar gönguþveranir á tveimur stöðum. Í þessum áfanga verður frágangur frá gatnamótum við Þverholt og að FMos.
Meira ...

Tilkynning frá Almannavörnum varðandi gróðurelda

06/05/21Tilkynning frá Almannavörnum varðandi gróðurelda
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Svæðið sem um er að ræða nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði.
Meira ...

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19 - Umsóknarfrestur til og með 31. júlí

05/05/21Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19 - Umsóknarfrestur til og með 31. júlí
Opið er fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Hægt er að sækja um styrk til og með 31. júlí.
Meira ...

Covid-19: Gildandi sóttvarnaráðstafanir framlengdar um viku

04/05/21Covid-19: Gildandi sóttvarnaráðstafanir framlengdar um viku
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglugerða um takmarkanir á samkomum og skólastarfi um eina viku, en að óbreyttu áttu þær að gilda til 5. maí. Þetta er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis þessa efnis. Í minnisblaði til ráðherra segir hann allar líkur á því að forsendur verði fyrir því að ráðast í afléttingar á sóttvarnaráðstöfunum á næstu vikum.
Meira ...

 

23/04/21

Fjallamjólk í Listasal Mosfellsbæjar

Helgi Skj. Friðjónsson sýnir myndir af mjólkurhvítum fjöllum sem unnar eru út frá blönduðum miðlum og yfirfærðar á stafrænt form. Síðasti sýningardagur er 21. maí.
Næstu viðburðir