Bæjarstjórnarfundur

30/11/2009
Haldinn í 2. hæð Helgafell,
27.05.2009 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu: Karl Tómasson (KT) Forseti, Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti, Herdís Sigurjónsdóttir (HS) 2. varaforseti, Haraldur Sverrisson (HSv) aðalmaður, Marteinn Magnússon (MM) aðalmaður, Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður, Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA) aðalmaður, Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari, Jóhanna Björg Hansen (JBH) bæjarverkfræðingur, Unnur Valgerður Ingólfsdóttir (UVI) félagsmálastjóri og Sigríður Dögg Auðunsdóttir (SDA) starfsmaður fjármálasviðs

Fundargerð ritaði: Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari
Dagskrá: 

1. 200905024 -  Ársreikningur 2008 - Síðari umræða -


Forseti gaf bæjarstjóra orðið og vísaði bæjarstjóri til umræðna og útskýringa frá fyrri umræðu um ársreikninginn, en fór aftur yfir helstu lykiltölur ársreikningsins og þakkaði að lokum starfsmönnum og endurskoðenda bæjarins fyrir vel unnin störf.

Forseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og framlagðan ársreikning Mosfellsbæjar.

Á fundinn var mættur endurskoðandi bæjarins, Halldór Hróarr Sigurðsson (HHS).

Til máls tóku: HSv, KT, HHS, MM, HP og JS.


 


 


Bókun B- lista vegna ársreiknings 2008


 


Hvort sem litið er til áætlaðra fjárfestinga, rekstrartekna eða gjalda sýnir ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2008 allnokkur frávik frá upphaflegri áætlun ársins 2008.


Í framsetningu ársreiknings Mosfellsbæjar fyrir árið 2008 er eðlilegra að sýna samanburð við upphaflega fjárhagsáætlun 2008 en endurskoðaða áætlun.  Fjárhagsáætlunin var endurskoðuð í lok árs og gefur því áætlun sem sýnd er í ársreikningi ekki rétta mynd af fráviki frá upphaflegri áætlanagerð og markmiðum og er það miður.


Lagarammi um uppgjörsaðferðir sveitarfélaga er auðsýnilega ekki nægilega vel afmarkaður.


 


Sem dæmi um frávik má nefna:


Rekstrar- og fjárhagsáætlun A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir árið 2008 gerði ráð fyrir rekstrarafgangi eftir fjármagnsliði upp á 736 millj. Hinsvegar varð niðurstaða ársreiknings  neikvæð um 168 millj. Þetta má að hluta til rekja til óhagstæðra ytri aðstæðna en fjármagnsliðir reyndust rúmum 500 millj. hærri en upphaflega var áætlað.


Rekstrartekjur voru samkvæmt áætlun áætlaðar fyrir A hluta 3.699 millj. en rekstartekjur urðu samtals 4.268 millj. eða 569 milljónum hærri eða 15,4%.


Í samanlögðum A og B hluta voru rekstrartekjur áætlaðar 4.065 millj.  en urðu 4.650 millj. eða 585 milljónum hærri eða10,4%.


Að vísu eru tekjur vegna byggingaréttar færðar sem rekstrartekjur í ársreikningi en voru færðar neðst í rekstrarreikningi sem óreglulegir liðir í rekstraráætlun og skekkir það samanburðinn um 290millj.


Rekstrargjöld A og B hluta reyndust líka um 8% hærri en áætlunin gerði ráð fyrir.


 


Samtals gerði upphafleg áætlun ársins ráð fyrir fjárfestingu í skólamannvirkjum að upphæð  663 millj. en samkvæmt ársreikningi reynist hún vera 426 millj. eða um 64% af upphaflegri áætlun. 


Sama er uppá teningnum er varðar B hlutann þar hljómaði áætlunin upp á 263 millj. en var í raun 127 millj. eða rétt innan við 50% af upphaflegri áætlun.


 


Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum var áætluð fyrir árið 2008  830 millj. en reyndist 649 millj. að frádregnum gatnaframkvæmdum eða um 27% lægri en áætlað var.


 


Skammtímaskuldir eru 1000 millj. meiri en veltufjármunir í A og B hluta sem veldur ákveðnum áhyggjum og hlýtur að kalla á endurfjármögnun sem fyrst.


Áætlunin gerði ráð fyrir að eigið fé yrði 48% í árslok en endaði í 31% sem er um 35% frávik frá upphaflegri áætlun.


 


Fulltrúi B-listans minnir á fyrri athugasemdir endurskoðenda ársreikningsins um að taka rekstur þeirra B hluta stofnana sem reknar hafa verið með tapi til endurskoðunar og leita leiða til að snúa rekstri þeirra til jákvæðs horfs en þetta hefur ekki verði gert. 


Ársreikningar nágrannasveitarfélaganna bera þess glöggt merki að mikið hefur verið skilað inn af lóðum og hefur það haft veruleg áhrif á rekstur þeirra. Þessu er ekki svo farið um Mosfellsbæ en sveitarfélagið hefur í gegnum árin ekki staðið í landakaupum og lóðabraski og því sloppið við lóðaskil og endurgreiðslur. 


Fulltrúi B-listans vill þakka starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir hversu mjög það hefur lagt sig fram um að fara vel með fjármuni bæjarins.  Samkvæmt málaflokkayfirliti eru flestir málaflokkar að  meðaltali með innan við 5% frávik frá upphaflegri áætlun en það verður að teljast allgóður árangur miðað við aðstæður.


 


 


Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar við afgreiðslu ársreiknings árið 2008.


 


Niðurstaða ársreikning Mosfellsbæjar A og B hluta fyrir árið 2008 upp á 168 millj.króna halla er einhver sú versta sem bæjarfélagið hefur staðið frami fyrir. Orsakir þessa má að mestu leyti rekja til þess ástands sem skapaðist í efnahagsmálum landsins á síðasta ári  sem endaði með bankahruninu á síðari hluta ársins. Frávikin frá upphaflegu fjárhagsáætlun ársins eru því m.a. af þeim sökum veruleg. Eins og fram hefur komið stendur Mosfellsbær þó til muna betur en flest önnur stærri sveitarfélög landsins þegar litið er til niðurstöðu ársreikninga síðasta árs. Mosfellsbær býr að því nú að hafa ekki þurft að taka langtímalán á undaförnum árum og getað þess í stað greitt niður skuldir. Ástæða þessa er það  mikla uppbyggingarátak sem átti sér stað m.a. í aðstöðu grunn- og leikskóla sem og íþróttaaðstöðu í tíð fyrrum meirihluta vinstri manna í Mosfellsbæ sem lauk árið 2002. Því var þörfin á mikilli uppbyggingu slíkrar aðstöðu síðan þá ekki eins brýn og ella og því hægt að greiða niður skuldir eins og áætlanir gerðu ráð fyrir á þeim tíma. Jafnframt hefur góðærið á síðustu árum hjálpað til að þessu leyti.


Eins og aðrir stendur Mosfellsbær nú frammi fyrir erfiðum rekstri í því efnahagsástandi sem við nú búum við og erfiðum ákvörðunum. Gott samstarf og sátt hefur skapast í bæjarstjórn Mosfellsbæjar um fjárhagsáætlun yfirstandandi árs á grunni þess að vernda grunnþjónustu sveitarfélagsins við íbúana. Af hálfu Samfylkingar er ekkert því til fyrirstöðu að svo verði áfram á sama grunni þ.e. að verndun grunnþjónustunnar sem og öflug stuðningsþjónusta við þá sem höllum fæti standa námslega, félagslega  og efnalega.


 


Jónas Sigurðsson


Hanna Bjartmars 


 


 


Bókun D- og V- lista vegna ársreiknings 2008


 


Rekstur bæjarsjóðs á árinu 2008 gekk vel ? ekki síst ef miðað er við aðstæður í þjóðfélaginu á síðasta ársfjórðungi. Rekstrarafgangur af A-hluta að undanskildum fjármagnsgjöldum var 414 mkr. Fjármagnsgjöld voru tæpar 439 milljónir og því nemur rekstrarhalli A-hluta bæjarsjóðs um 25 milljónum á árinu 2008. Veltufé frá rekstri A-hluta var jákvætt um 402 mkr.


 


Mosfellsbær hefur ekki, frekar en önnur sveitarfélög, farið varhluta af efnahagsástandinu. Þrátt fyrir að hafa verið vel í stakk búinn til að bregðast við utanaðkomandi erfiðleikum, ollu fjármagnsgjöld því að rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð. Samt sem áður er lánasafn Mosfellsbæjar að stórum hluta í íslenskri mynt og því ekki um verulegt gengistap að ræða eins og hjá mörgum öðrum sveitarfélögum.


 


Mosfellsbær er ekki mjög skuldsett bæjarfélag og notaði góðærið til að greiða niður lán.  Ekki höfðu verið tekin langtímalán síðan árið 2004.  Þetta var gert meðal annars til þess að búa svo um hnútana að hægt yrði að mæta hremmingum kæmu þær upp.


 


Ljóst er að rekstrarumhverfi sveitarfélaga er mjög erfitt um þessar mundir og eru mörg sveitarfélög mjög illa stödd. Nýverið hafa stór sveitarfélög birt ársreikninga sína og mörg þeirra hafa því miður. Því er nauðsynlegt að taka erfiðar ákvarðanir á tímum sem þessum og hluti af þeim birtist í fjárhagsáætlun ársins 2009.


 


Bæjarfulltrúar D- og V-lista færa öllu starfsfólki Mosfellsbæjar þakkir fyrir þá ráðdeild sem sýnd hefur verið á því samdráttarskeiði verið að skila nokkurra milljarða rekstrarhalla. Þetta sýnir hversu starfsumhverfið er viðkvæmt og hve nauðsynlegt er að gæta aðhalds, útsjónarsemi og varfærni á tímum sem þessum.


 


Það er ánægjulegt fyrir íbúa Mosfellsbæjar að fjárhagsstaða bæjarsjóðs sé sterk þrátt fyrir aðstæður í þjóðfélaginu og að sveitarfélagið sé í stakk búið til að takast á við tímabundin áföll. Hinu ber þó ekki að leyna að ástandið er krefjandi og að tekjur sveitarfélaga, þar með talið Mosfellsbæjar, eru að lækka verulega vegna aukins atvinnuleysis og lækkandi tekna íbúasem við göngum nú í gegnum. Brugðist var við af mikilli ábyrgð og hagsýni strax í október þegar ljóst var í hvað stefndi í kjölfar bankahrunsins. Þau viðbrögð skila sér í ársreikningnum.


 


 


Forseti bar upp ársreikninga bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :

Rekstrarreikningur 1. 1. ? 31. 12. 2008

Rekstrartekjur: 4.650,2 mkr.
Rekstrargjöld: 4.114,8 mkr.
Fjármagnsliðir: -694,3 mkr.
Tekjuskattur: -9,2 mkr

Rekstrarniðurstaða: -168,1 mkr.

Efnahagsreikningur 31. 12. 2008

Eignir: 8.614,7 mkr.
Eigið fé: 2.696,8 mkr.
Skuldir og skuldbindingar: 5.917,9 mkr.


2. 200905006F -  Bæjarráð Mosfellsbæjar - 934


Fundargerð 934. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 513. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

3. 200903401 -  Átaksverkefni fyrir atvinnuleitendur


Afgreiðsla 934. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4. 200905057 -  Útboðsreglur


Afgreiðsla 934. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

5. 200711280 -  Hönnun og endurgerð lóða við leikskólana Reykjakot og Hulduberg


Afgreiðsla 934. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

6. 200905100 -  Stefnumörkun og aðgerðaáætlun sambandsins fyrir árin 2009 og 2010


Stefnumörkunin lögð fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

7. 200905097 -  Erindi Málræktarsjóðs varðandi tilnefningu í fulltrúaráð


Afgreiðsla 934. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

8. 200905069 -  Erindi Sigurðar Ragnars Blomsterberg varðandi skráningu lögheimilis


Afgreiðsla 934. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

9. 200905012F -  Bæjarráð Mosfellsbæjar - 935


Fundargerð 935. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 513. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

10. 200805075 -  Lóðarleigusamningar Háholts 16, 18 og 22


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

11. 200803141 -  Staðardagskrá 21


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

12. 200902265 -  Þróun nemendafjölda leik- og grunnskóla - skólastofur


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

13. 200904276 -  Erindi Guðrúnar Kr.Magnúsdóttur varðandi lausagöngu gæludýra


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

14. 200905101 -  Almenningssamgöngur í Mosfellsdal


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

15. 200905120 -  Erindi Icefitness varðandi Skólahreysti 2009


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

16. 200905130 -  Erindi Kristínar Sigsteinsdóttur varðandi bundið slitlag


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

17. 200905143 -  Erindi Sveins Grétars Pálmasonar varðandi pulsuvagn í Mosfellsbæ


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

18. 200905155 -  Breyting á áætlun um greiðslu fyrir nemendur í tónlistarskólum í öðrum sveitarfélögum


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

19. 200905166 -  Þakkir frá Málfríði Bjarnadóttur vegna útfarar Jóns M. Guðmundssonar


Þakkarbréfið lagt fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

20. 200905194 -  Samantekt samráðsfundar Sambands ísl. sveitarfélaga


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

21. 200903401 -  Átaksverkefni fyrir atvinnuleitendur


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

22. 200810184 -  Viðbrögð Mosfellsbæjar við breyttri stöðu í íslensku efnahagslífi


Afgreiðsla 935. fundar bæjarráðs staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

23. 200905001F -  Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 135


Fundargerð 135. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 513. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

24. 200903234 -  Skýrsla um félagsþjónustu Mosfellsbæjar árið 2008Til máls tóku: MM, HSv og JS.

 

Skýrslan lögð fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

25. 200904126 -  Erindi Hagsmunasamtaka heimilinna varðandi beiðni um styrk


Afgreiðsla 135. fundar fjölskyldunefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

26. 200905056 -  Átaksverkefni á fjölskyldusviðiLagt fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

27. 200803141 -  Staðardagskrá 21


Frestað á 513. fundi bæjarstjórnar.

28. 200905009F -  Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 222


Fundargerð 222. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 513. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

29. 200902264 -  5 ára deildir í leik- og grunnskólum 2009-2010


Afgreiðsla 222. fundar fræðslunefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

30. 200901775 -  Forvarnir í grunnskólum.


Afgreiðsla 222. fundar fræðslunefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

31. 200905129 -  Handbók sérkennslustjóra í leikskólum MosfellsbæjarHandókin lögð fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

32. 200901761 -  Skólastefna Mosfellsbæjar - endurskoðun


Til máls tóku: HS og HBA.

 

Afgreiðsla 222. fundar fræðslunefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

33. 200904028F -  Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 253


Fundargerð 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 513. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

34. 200901777 -  Stórikriki 57, umsókn um leyfi fyrir aukaíbúð


Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

35. 200903168 -  Grenibyggð 8, umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun á norðvestur hlið hússins


Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

36. 200905064 -  30 km hverfi, endurskoðun 2009


Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

37. 200601077 -  Grund við Varmá, lnr. 125419 - deiliskipulag


Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

38. 200904193 -  Hrafnshöfði 13, fyrirspurn um stækkun húss


Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

39. 200904266 -  Nesjavallalína 2, umsókn um framkvæmdaleyfi


Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

40. 200903377 -  Eyri v. Reykjalund, umsókn um stækkun byggingarreits


Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

41. 200905102 -  Úr landi Miðdals 125188 - ósk um heimild til að koma upp aðstöðuhúsi


Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

42. 200905159 -  Ósk um uppsetningu blaðakassa í Leirvogstungu


Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

43. 200905104 -  Dvergholt 22, fyrirspurn um breytingar á húsi


Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

44. 200905152 -  Helgafellshverfi/Auga, ósk um breytingar á deiliskipulagi


Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

45. 200904027F -  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 165


Fundargerð 253. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu á 513. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

46. 200903006 -  Bugðutangi 18, umsókn um byggingarleyfi fyrir baðhýsi og anddyri


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

47. 200709056 -  Laxatunga 94 umsókn um byggingarleyfi


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

48. 200709054 -  Laxatunga 90 umsókn um byggingarleyfi


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

49. 200709055 -  Laxatunga 92 umsókn um byggingarleyfi


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

50. 200709057 -  Laxatunga 96 umsókn um byggingarleyfi


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

51. 200709058 -  Laxatunga 98 umsókn um byggingarleyfi


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

52. 200905078 -  Laxatunga 100 umsókn um byggingarleyfi


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

53. 200903087 -  Miðdalur 125369, umsókn um samþykkt reyndarteikninga af sumarbústað


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

54. 200510061 -  Rauðamýri 2, umsókn um byggingarleyfi.


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

55. 200510062 -  Rauðamýri 4, umsókn um byggingarleyfi.


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

56. 200510067 -  Rauðamýri 14, umsókn um byggingarleyfi.


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

57. 200808044 -  Skálahlíð 38, umsókn um byggingarleyfi


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

58. 200607136 -  Stórikriki 2, umsókn um byggingarleyfi


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

59. 200901852 -  Stórikriki 39, umsókn um byggingarleyfi


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

60. 200904140 -  Súluhöfði 25, umsókn um breytingu á stiga milli hæða


Afgreiðsla 165. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

61. 200905007F -  Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 107


Fundargerð 107. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 513. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

62. 200905114 -  Staðsetning kartöflugarða í Mosfellsbæ 2009


Til máls tóku: JS og HSv.

 

Afgreiðsla 107. fundar umhverfisnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

63. 200803141 -  Staðardagskrá 21


Afgreiðsla 107. fundar umhverfisnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

64. 200905113 -  Hjóla- og göngustígakort fyrir höfuðborgarsvæðið


Afgreiðsla 107. fundar umhverfisnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

65. 200905112 -  Skráning sellátra á Íslandi


Afgreiðsla 107. fundar umhverfisnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

66. 200905110 -  Ársskýrsla Umhverfisstofnunar 2008Ársskýrsla Umhverfisstofnunar 2008 lögð fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

67. 200904145 -  Erindi Bændasamtaka Íslands varðandi skýrslu um fjallskil


Afgreiðsla 107. fundar umhverfisnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

68. 200803137 -  Deiliskipulag Varmárskólasvæðis


Afgreiðsla 107. fundar umhverfisnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

69. 200904276 -  Erindi Guðrúnar Kr. Magnúsdóttur varðandi lausagöngu gæludýra


Afgreiðsla 107. fundar umhverfisnefndar staðfest á 513. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

70. 200905011F -  Þróunar- og ferðamálanefnd - 2


Fundargerð 2. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 513. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

71. 200603117 -  Stefnumótun í menningarmálumTil máls tóku: JS, KT og HSv.

 

Frestað á 513. fundi bæjarstjórnar.

72. 200905144 -  SSH fundargerð 334. fundarTil máls tóku: JS, HSv og HS.

 

Fundargerð 334. fundar SSH lögð fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

73. 200905148 -  SSH fundargerð 335. fundarTil máls tóku: HSv, HS og HP.

 

Fundargerð 335. fundar SSH lögð fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

74. 200905190 -  Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins fundargerð 18. fundar


Fundargerð 18. fundar svæðisskipulagsráðs SSH lögð fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

75. 200905052 -  Strætó bs. fundargerð 117. fundarFundargerð 117. fundar Strætó bs. lögð fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

76. 200905197 -  Strætó bs. fundargerð 118. fundar


Fundargerð 118. fundar Strætó bs. lögð fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

77. 200905093 -  Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fundargerð 84. fundarTil máls tóku: HS og HSv.

 

Fundargerð 84. fundar SHS lögð fram á 513. fundi bæjarstjórnar.

78. 200905196 -  Niðurstaða dómnefndar um ævintýragarðTil máls tóku: HSv, JS, HS

 

Bæjarstjórn þakkar þeim fjölmörgu sem sendu inn tillögur í hugmyndasamkeppni um ævintýragarð og þakkar dómnefnd og starfsmönnum fyrir vel unnin störf. Jafnframt felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarnefnd að vinna áfram að málinu í samræmi við niðurstöður dómnefndar í samráði við aðrar nefndir bæjarins eftir því sem við á.

 

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka