Bæjarstjórnarfundur

30/11/2009
Haldinn í 2. hæð Helgafell,
23.09.2009 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu: Karl Tómasson (KT) Forseti, Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti, Herdís Sigurjónsdóttir (HS) 2. varaforseti, Haraldur Sverrisson (HSv) aðalmaður, Helga Jóhannesdóttir (HJ) 1. varamaður, Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður, Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA) aðalmaður og Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði: Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari




Dagskrá: 

1. 200909006F -  Bæjarráð Mosfellsbæjar - 949


Fundargerð 949. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 519. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

2. 2008081564 -  Fjárhagsáætlun 2009



Til máls tók: HSv.

Afgreiðsla 949. fundar bæjarráðs staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

3. 200909288 -  Fjárhagsáætlun 2010



Til máls tók: HSv.

Afgreiðsla 949. fundar bæjarráðs staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4. 200810141 -  Erindi Egils Guðmundssonar vegna skráningar lögheimilis í Lynghól


Afgreiðsla 949. fundar bæjarráðs staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

5. 200909211 -  Fráveita á vestursvæði


Afgreiðsla 949. fundar bæjarráðs staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

6. 200909010F -  Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 227


Fundargerð 227. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 519. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

7. 200906275 -  Viðbragðsáætlanir vegna inflúensufaraldurs


Viðbragðsáætlanir vegna inflúensufaraldurs lagðar fram á 519. fundi bæjarstjórnar.

8. 200907121 -  Niðurskurður á úthlutun í námsgagnasjóð 2009


Upplýsingar um úthlutun námsgagnasjóðs lagðar fram á 519. fundi bæjarstjórnar.

9. 2009081768 -  Úttektir á sjálfsmatsaðferðum í grunnskólum haustið 2009


Bréf menntamálaráðuineytis um úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla lagðar fram á 519. fundi bæjarstjórnar.


10. 2009081476 -  Erindi íþróttakennara varðandi sundkennslu



Til máls tóku: HBA, HSv, KT, HJ, JS og HP.

Erindið lagt fram á 519. fundi bæjarstjórnar.

11. 200909009F -  Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 260


Fundargerð 260. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 519. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

12. 200905025 -  Færsla á reiðgötu í hesthúsahverfi


Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

13. 200810462 -  Óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðb.svæðisins 2001-2024. Græni trefillinn



Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

14. 200601077 -  Grund við Varmá, lnr. 125419 - deiliskipulag



Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

15. 2009081343 -  Elliðakotsland, ósk um 30 ha. iðnaðarsvæði við Lyklafell



Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

16. 200611011 -  Aðalskipulag 2002 - 2024, endurskoðun


Erindið lagt fram á 519. fundi bæjarstjórnar.

17. 200907031 -  Breyting á aðalskipulagi vegna deiliskipulags miðbæjar


Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

Bæjarfulltrúar S lista samfylkingar vísa til bókunar sinnar við fyrri afgreiðslu málsins á 516. fundi bæjarstjórnar.

18. 2009081605 -  Úlfarsfell 125532, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílageymslu og glerþak yfir sólpall.



Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
.

19. 200909081 -  Fyrirspurn um byggingarleyfi í Mosfellsdal



Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
.

20. 200802062 -  Ævintýragarður í Ullarnesbrekku


Erindinu frestað á 519. fundi bæjarstjórnar.

21. 200708132 -  Úrskurðarnefnd, kæra vegna Hamrabrekkur


Erindið lagt fram á 519. fundi bæjarstjórnar.

22. 200909011F -  Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 111


Fundargerð 111. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 519. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

23. 200907031 -  Breyting á aðalskipulagi vegna deiliskipulags miðbæjar



Til máls tóku: JS, HSv, HS, SÓJ og HJ.

Afgreiðsla 111. fundar umhverfisnefndar staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

24. 200810462 -  Óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðb.svæðisins 2001-2024. Græni trefillinn


Afgreiðsla 111. fundar umhverfisnefndar staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

25. 200907097 -  Erindi Náttúruminjasafns Íslands er varðar leyfi til sýnatöku.


Afgreiðsla 111. fundar umhverfisnefndar staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

26. 200708221 -  Umhirðuáætlun fyrir opin svæði í Mosfellsbæ


Erindið lagt fram á 519. fundi bæjarstjórnar.

27. 200803141 -  Staðardagskrá 21


Afgreiðsla 111. fundar umhverfisnefndar staðfest á 519. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

28. 200909502 -  Sorpa bs. Árshlutareikningur janúar - júní 2009.


Til máls tóku: HSv og HS.

Samþykkt að vísa Árshlutareikningnum til bæjarráðs.

29. 200909349 -  Strætó bs. fundargerð 121. fundar



Fundargerð 121. fundar Strætó bs. lögð fram.

30. 200909688 -  Bréf Gylfa Dalmann Aðalsteinssonar um lausn frá störfum varabæjarfulltrúa


Bréf Gylfa Dalmann Aðalsteinssonar varabæjarfulltrúa D lista sjálfstæðisflokks þar sem hann óskar eftir því að láta af starfi sem varabæjarfulltrúi það sem eftir er af núverandi kjörtímabili.

 

Samþykkt samhljóða að verða við framkominni beiðni um leið og varabæjarfulltrúanum eru þökkuð störf í þágu Mosfellsbæjar á þessu kjörtímabili.

31. 200909571 -  Kosning í nefndir


Breyting í fræðslunefnd.

Eftirfarandi tillaga kom fram. Í stað Gylfa Dalmann Aðalsteinssonar sem óskað hefur lausnar frá störfum í fræðslunefnd af hálfu D lista, kemur Eva Magnúsdóttir og verður hún varaformaður nefndarinnar.

 

Formaður fræðslunefndar í stað Gylfa Dalmann verður Hafsteinn Pálsson núverandi varaformaður nefndarinnar.

 

Bryndís Brynjarsdóttir lætur af störfum varamanns í fræðslunefnd af hálfu V lista og í stað hennar sem varamaður kemur Alma Lísa Jóhannsdóttir.

 

Aðrar tilnefningar komu ekki fram.

 

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 
Til baka