Bæjarstjórnarfundur

17/12/2009


Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 526

Haldinn í 2. hæð Helgafell,
16.12.2009 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu: Karl Tómasson (KT) Forseti, Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti, Herdís Sigurjónsdóttir (HS) 2. varaforseti, Haraldur Sverrisson (HSv) aðalmaður, Marteinn Magnússon (MM) aðalmaður, Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður, Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA) aðalmaður, Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs, Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna Björg Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur Valgerður Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Pétur Jens Lockton (PJL) fjármálastjóri og Sigríður Dögg Auðunsdóttir (SDA) forstöðumaður kynningarmála

Fundargerð ritaði: Stefán Ómar Jónsson, bæjarritariDagskrá: 

1. 200912021F -  Bæjarráð Mosfellsbæjar - 961


Fundargerð 961. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 526. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 

2. 200802201 -  Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ


Afgreiðsla 961. fundar bæjarráðs staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

3. 200911335 -  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar


Afgreiðsla 961. fundar bæjarráðs staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4. 200912029 -  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög


Afgreiðsla 961. fundar bæjarráðs staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

5. 200912106 -  Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi afgreiðslu á nýjum lóðum í landi Miðdals


Afgreiðsla 961. fundar bæjarráðs staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

6. 200912028 -  Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, fundargerð 8. fundarFundargerðin ásamt fjárhagsáætlun lögð fram á 526. fundi bæjarstjórnar.

7. 200912011F -  Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 145Fundargerð 145. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 526. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 

8. 200912063 -  Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2010Fjárhagsáætlunin lögð fram, en áætlunin er til afgreiðslu í heild sinni á þessum 526. fundi bæjarstjórnar.

9. 200912067 -  Fjárhagsaðstoð reglur - endurskoðun 2009


Afgreiðsla 145. fundar fjölskyldunefndar, um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð, staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

10. 200912071 -  Þjónustugjöld í íbúðum aldraðra, gjaldskráAfgreiðsla 145. fundar fjölskyldunefndar, um nýja gjaldskrá í íbúðum aldraðra, vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar síðar á þessum 526. fundi bæjarstjórnar.

11. 200911112 -  Erindi Famos varðandi þjónustu við eldri borgaraLagt fram á 526. fundi bæjarstjórnar.

12. 200911369 -  Erindi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar varðandi öryggisheimsóknir eldri borgaraLagt fram á 526. fundi bæjarstjórnar.

13. 200911447 -  Menntasmiðjan, ósk um viðræðurLagt fram á 526. fundi bæjarstjórnar.

14. 200905256 -  Samráð Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og MosfellsbæjarLagt fram á 526. fundi bæjarstjórnar.

15. 200911277 -  Erindi Félags- og tryggingamálaráðuneytisins varðandi málefni fatlaðra


Afgreiðsla 145. fundar fjölskyldunefndar staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

16. 200912024F -  Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 233


Fundargerð 233. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 526. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 

17. 200909288 -  Fjárhagsáætlun 2010 - seinni umræða


Fjárhagsáætlunin lögð fram, en áætlunin er til afgreiðslu í heild sinni á þessum 526. fundi bæjarstjórnar.

18. 200912016F -  Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 267


Fundargerð 267. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 526. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 

19. 200611011 -  Aðalskipulag 2002 - 2024, endurskoðun


Afgreiðsla 267. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

20. 200910214 -  Heilbrigðisstofnun á Tungumelum, breyting á aðalskipulagiAfgreiðsla 267. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Fulltrúi B-lista fagnar fyrirhugaðri heilbrigðisstofnun á Tungumelum. En getur ekki fallist á að breyting á aðalskipulagi feli í sér að lóðarmörk alls svæðisins verði 50 metrar frá Köldukvísl þó byggingarreitir verði í 100 metra fjarlægð. Nær hefði verið að skilyrða 100 metra fjarlægð lóðarmarka þó byggingarreitir færu að þeirri línu.  Frá þessu hefði hugsanlega mátt gera sérstakt frávik er varðar fyrirhugaða heilsustofnun.  Óeðlilegt er að 50 metra landssvæði skapist sem væntanleg fyrirtæki hafi ekki gagn af en bera hinsvegar kostnað af. Nær væri að tryggja óskoruð yfirráð bæjarfélagsins að landinu útivist almennings til heilla.
Minnir á umsögn Umhverfisnefndar vegna endurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar þar sem lagt er til að hverfisvernd verði 100 metrar við Leirvogsá og Köldukvísl.
Það er því í mótsögn að samþykkja frávik frá þeirri hugmynd.

Marteinn Magnússon bæjarfulltrúi.
Bæjarfulltrúar D og V lista lýsa undrun sinni á bókun bæjarfulltrúa B-lista þar sem tillaga sú sem samþykkt var að skipulagsnefnd tryggir hagsmuni bæjarfélagsins og íbúa þess fyllilega og í raun mun betur en sú tillaga sem fulltrúi B-lista leggur til.
Til máls tóku: MM, HSv og JS.

21. 200909288 -  Fjárhagsáætlun 2010 - seinni umræða


Frestað á 526. fundi bæjarstjórnar.

22. 200911115 -  Tungumelar, umsókn Ístaks um stækkun geymslusvæðisAfgreiðsla 267. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

23. 200911439 -  Bugðutangi 21, umsókn um byggingarleyfiFrestað á 526. fundi bæjarstjórnar.

24. 200911446 -  Varmaland 2, Umsókn um að flytja vinnustofu á lóðina


Frestað á 526. fundi bæjarstjórnar.

25. 200911482 -  Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Magmatika ehf.


Frestað á 526. fundi bæjarstjórnar.

26. 200911071 -  Brattahlíð, fyrirspurn um fjölgun íbúða á parhúsalóðum


Frestað á 526. fundi bæjarstjórnar.

27. 200912053 -  Hraðastaðavegur 3, óleyfisbygging


Frestað á 526. fundi bæjarstjórnar.

28. 200911024F -  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 174


Fundargerð 174. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu á 526. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 

29. 200911327 -  Hlaðhamrar 2, umsókn um leyfi fyrir svalalokun á íbúðir 0205, 0307, 0308 og 0405


Afgreiðsla 174. fundar bæjarráðs staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

30. 200912015F -  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 175


Fundargerð 175. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu á 526. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 

31. 200911250 -  Álafossvegur 16, umsókn um að breyta eign 03-103 úr vinnustofu í íbúð


Afgreiðsla 175. fundar bæjarráðs staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

32. 200904193 -  Hrafnshöfði 13, fyrirspurn um stækkun húss


Afgreiðsla 175. fundar bæjarráðs staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

33. 200910510 -  Þormóðsdalsland, lnr. 125609, umsókn um endurbyggingu frístundahúss með breytingum


Afgreiðsla 175. fundar bæjarráðs staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

34. 200912019F -  Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 113


Fundargerð 113. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 526. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 

35. 200811187 -  Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið MosverjarLagt fram á 526. fundi bæjarstjórnar.

36. 200611011 -  Aðalskipulag 2002 - 2024, endurskoðun


Afgreiðsla 113. fundar umhverfisnefndar staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

37. 200708221 -  Umhirðuáætlun fyrir opin svæði í MosfellsbæLagt fram á 526. fundi bæjarstjórnar.

38. 200909288 -  Fjárhagsáætlun 2010 - seinni umræða


Fjárhagsáætlunin lögð fram, en áætlunin er til afgreiðslu í heild sinni á þessum 526. fundi bæjarstjórnar.

39. 200912020F -  Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 5


Fundargerð 5. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 526. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 

40. 200912091 -  Hugmyndir um aukið samstarf félagsmiðstöðva og nemendafélaga á höfuðborgarsvæðinu


Afgreiðsla 5. fundar ungmennaráðs staðfest á 526. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

41. 200811187 -  Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið MosverjarLagt fram á 526. fundi bæjarstjórnar.

42. 200912090 -  Hugmyndir ungmenna í Mosfellsbæ um sumarstörf og önnur verkefni að sumriLagt fram á 526. fundi bæjarstjórnar.

43. 200909288 -  Fjárhagsáætlun 2010 - seinni umræðaForseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2010 og útskýrði breytingar sem gerðar hafa verið millu umræðna.

Lögð er fram svohljóðandi bókun bæjarstjórnar.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 sem hér er lögð fram er unnin í samvinnu allra flokka í bæjarstjórn líkt og fyrir árið 2009.  Það er mikilvægt að við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu að það sé þverpólitísk sátt um hvernig Mosfellsbær skuli bregðast við lækkandi tekjum og þær ráðstafanir sem nauðsynlegt er að grípa til vegna þess.

Megináherslur fjárhagsáætlunarinnar eru að standa vörð um fjölskyldur og velferð en jafnframt að bjóða áfram upp á þá öflugu þjónustu sem Mosfellsbær veitir.  Haldið verður áfram að byggja upp okkar samfélag þrátt fyrir erfitt árferði.

Eftirfarandi eru dæmi um þessar áherslur:

- Að þjónustugreiðslur barnafjölskyldna í leik- og grunnskólum verði óbreyttar og lækki því að raungildi.
- Að standa vörð um skóla- og æskulýðsstarf og að forgangsraðað verði í þágu barna og velferðar.
- Að lögð verði áhersla á að hagræðing í rekstri bitni ekki á félagsþjónustu bæjarins heldur þvert á móti verður fjármagn aukið til að koma til móts við aukna þörf.
- Að veltufé frá rekstri sé jákvætt og að afkoma bæjarins verði í jafnvægi.
- Að samdrætti tekna verði m.a. mætt með sparnaði og hagræðingu í rekstri og að sérstaklega verði hagrætt í yfirstjórn og stjórnun almennt, ásamt í eignaliðum.
- Að álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði breytist ekki en leiðrétt verður álagning á atvinnuhúsnæði sem nemur lækkun fasteignamats.
- Að niðurgreiðslur til foreldra með börn hjá dagforeldrum og heimgreiðslur til foreldra ungra barna skerðist ekki. 
- Að ábyrgðar verði gætt í forgangsröðun framkvæmda og ekki verði hafnar stærri framkvæmdir sem unnt er að bíða með en lögð áhersla á minni mannaflsfrekar ramkvæmdir.
- Að nýr og glæsilegur Krikaskóli verði tekinn í notkun snemma á næsta ári.
- Að hafist verði handa við byggingu nýs framhaldsskóla í miðbæ Mosfellsbæjar í samvinnu við ríkisvaldið. 
- Að hafist verði handa við byggingu hjúkrunarheimilis og aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra að Hlaðhömrum í samvinnu við Eir og ríkisvaldið. 
- Að styrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga vegna barna- og unglingastarfs hækki um 15% á árinu og að frístundaávísun verði ekki skert.
- Að samkomulag um lækkun launa æðstu stjórnenda bæjarins um 6-7% gildi áfram auk þess sem áfram sé gert ráð fyrir sérstöku átaki í lækkun starfstengds kostnaðar.

Bæjarstjórn þakkar framkvæmdastjórum sviða, forstöðumönnum stofnana og öðrum þeim starfsmönnum sem komu að vinnu við fjárhagsáætlunina fyrir óeigingjarna vinnu og sýndan skilning á aðstæðunum

Til máls tóku: HSv, JS, MM, HS, KT og HP.
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 eru eftirfarandi í þús. kr.:
Tekjur: 4.612.756
Gjöld: 4.189.570
Fjármagnsgjöld: 425.394
Rekstrarniðurstaða: 2.208

Eignir í árslok: 10.066.726
Eigið fé í árslok: 2.500.543
Fjárfestingar: 493.000


Álagningarprósentur útsvars og fasteignagjalda fyrir árið 2010 eru eftirfarandi:

Útsvarsprósenta árið 2010 13,19%
 
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A   0,220%  af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100%  af fasteignamati húss og lóðar
Holræsagjald 0,145%  af fasteignamati húss
Lóðarleiga A  0,300%  af fasteignamati lóðar
Sorphirðugjald  kr. 15.000  pr. íbúð fyrir 240L tunnu
                      
Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320%  af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100%  af fasteignamati húss og lóðar
Holræsagjald 0,145%  af fasteignamati húss
Lóðarleiga B 1,000%  af fasteignamati lóðar

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,300%  af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100%  af fasteignamati húss og lóðar
Holræsagjald  0,145%  af fasteignamati húss
Lóðarleiga C 1,000%  af fasteignamati lóðar
                                                       
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. febrúar til og með 15. október.  Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 20.000 er gjalddagi þeirra 15. febrúar með eindaga 14. mars.
 

Eftirtaldar gjaldskrár liggja fyrir.
 

Gjaldskrá fyrir ljósritun á bæjarskrifstofum
Þjónustugjöld í íbúðum aldraðra
Gjaldskrá vegna niðurgreiðslu til foreldra barna í daggæslu dagforeldra m. samning
Gjaldskrár fyrir hundahald í Mosfellsbæ
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ
Gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar


Upp er borið til samþykktar ofangreint, þ.e. rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2010, álagningarprósentur útsvars og fasteignagjalda fyrir árið 2010 og ofangreindar gjaldskrár. Samþykkt með sjö atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35 Til baka