Bæjarstjórnarfundur

07/05/2010

 

535. fundur

haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 

miðvikudaginn 5. maí 2010 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu:

Karl Tómasson (KT), Hafsteinn Pálsson (HP), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Jónas Sigurðsson (JS), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Helga Jóhannesdóttir (HJ), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ), Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ), Jóhanna Björg Hansen (JBH), Unnur Valgerður Ingólfsdóttir (UVI), Pétur Jens Lockton (PJL).

 

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

 

Samþykkt samhljóða breyting á dagskrá fundarins þannig:

Ársreikningur 2009 - Síðari umræða verði 1. dagskrárliður og inn kemur nýr dagskrárliður, kosning í kjörstjórn sem verður síðasti dagskrárliður. Aðrir dagskrárliðir færast til sem þessu nemur.

 

Dagskrá:

 

1.

201004079 - Ársreikningur 2009 - Síðari umræða

Forseti gaf bæjarstjóra orðið og vísaði bæjarstjóri til umræðna og útskýringa frá fyrri umræðu um ársreikning 2009, en fór aftur yfir helstu lykiltölur ársreikningsins og þakkaði að lokum starfsmönnum og endurskoðenda bæjarins fyrir vel unnin störf.

 

Forseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og vel framlagðan ársreikning.


Til máls tóku: HSv, JS, HJ, HS

 

Sameiginleg bókun bæjarfulltrúa. 

Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2009 gekk vel ef tekið er tillit til þess krefjandi efnahagsumhverfis sem við búum nú við. Rekstrarafgangur A-hluta að undanskildum fjármagnsgjöldum var 126 milljónir króna. Rekstrarafgangur samstæðunnar var 367 mkr. fyrir fjármagnliði en að teknu tilliti til þeirra var niðurstaða neikvæð um 267 mkr. Veltufé frá rekstri er jákvætt.

Starfsfólk Mosfellsbæjar hefur sýnt mikla ráðdeild í rekstri stofnana en hefur um leið staðið vörð eins og kostur er um velferð fjölskyldna í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir. Útsvar í Mosfellsbæ er undir leyfilegu hámarki og gjaldskrár fyrir þjónustu lækkuðu að raunvirði á árinu. Er það liður í því markmiði Mosfellsbæjar að reyna að koma í veg fyrir að auknar álögur leggist á heimilin. Tekist hefur að stilla rekstur sveitarfélagsins af á móti tekjum með ásættanlegri rekstrarniðurstöðu fyrir fjármagnsliði.

Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en fjármagnsliðir eru hinsvegar hærri. Gert hafði verið ráð fyrir halla í rekstri á árinu 2009 og að fullt jafnvægi verði í rekstri á árinu 2010. Í þriggja ára áætlun Mosfellsbæjar er hins vegar gert ráð fyrir því að hallinn verði unninn upp og bæjarsjóði skilað með hagnaði á árinu 2011.

Eiginfjárhlutfall hefur farið hækkandi jafnt og þétt á undanförnum árum. Mosfellsbær nýtur trausts á lánsfjármörkuðum og tók lán á hagstæðum kjörum fyrir stórum framkvæmdum á árinu 2009, svo sem byggingu nýs leik- og grunnskóla, Krikaskóla. Mosfellsbær er eitt af fáum sveitarfélögum á landinu þar sem íbúafjölgun var milli ára og því brýnt að halda áfram uppbyggingu á nauðsynlegri þjónustu sé þess kostur.

Við viljum færa starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins við erfiðar aðstæður.  Bæjarbúum þökkum við auðsýndan skilning. Þess má geta að þessi niðurstaða varð einnig vegna þeirrar samstöðu sem verið hefur í bæjarstjórn um gerð fjárhagsáætlunar og framfylgd hennar.


Forseti bar upp ársreikninga bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :

 

Rekstrarreikningur 1. 1. - 31. 12. 2009


Rekstrartekjur: 4.654,6 mkr.
Rekstrargjöld: 4.287,5 mkr.
Fjármagnsliðir: (-652,3) mkr.
Tekjuskattur:  18,6 mkr.

 

Rekstrarniðurstaða:  (-266,7) mkr.

 

 

Efnahagsreikningur 31. 12. 2009


Eignir: 11.261,6 mkr.
Eigið fé: 3.801,9 mkr.
Skuldir og skuldbindingar:7.459,7 mkr.

 

2.

201004014F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 977

Fundargerð 977. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 535. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

2.1.

200802201 - Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ

Afgreiðsla 977. fundar bæjarráðs samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

2.2.

201004082 - Ósk Golfklúbbsins Kjalar um veðheimild

Afgreiðsla 977. fundar bæjarráðs samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

2.3.

201003182 - Erindi Kjósarhrepps varðandi aukið samstarf sveitarfélaganna

Afgreiðsla 977. fundar bæjarráðs samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

2.4.

201004143 - Tillaga að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjaldi hrossa

Afgreiðsla 977. fundar bæjarráðs samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

2.5.

201002266 - Erindi UMFA varðandi varðandi leigugjöld af skólahúsnæði

Afgreiðsla 977. fundar bæjarráðs samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

2.6.

201003227 - Erindi skólahóps íbúasamtaka Leirvogstungu

Afgreiðsla 977. fundar bæjarráðs samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.

201004023F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 978

Fundargerð 978. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 535. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

3.1.

200911277 - Erindi Félags- og tryggingamálaráðuneytisins varðandi málefni fatlaðra

Afgreiðsla 978. fundar bæjarráðs samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

3.2.

201002245 - Erindi Emils Péturssonar varðandi Lækjarnes

Afgreiðsla 978. fundar bæjarráðs samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

3.3.

201004104 - Erindi Hjalta Árnasonar varðandi Icelandic health and fitness expo 2010

Afgreiðsla 978. fundar bæjarráðs samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

3.4.

201004199 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til húsaleigulaga

Afgreiðsla 978. fundar bæjarráðs samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

3.5.

201004220 - Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfi - Þrumur og eldingar

Afgreiðsla 978. fundar bæjarráðs samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

4.

201004015F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 152

Fundargerð 152. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 535. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

4.1.

200910637 - Endurskoðun aðgerðaráætlunar Staðardagskrár 21 til ársins 2020

Frestað á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

4.2.

201001532 - Beiðni um upplýsingar frá félagsþjónustu sveitarfélaga

Lagt fram á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

4.3.

200802201 - Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ

Lagt fram á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

4.4.

200905256 - Samráð Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og Mosfellsbæjar

Afgreiðsla 152. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

5.

201004018F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 237

Fundargerð 237. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 535. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

5.1.

201004156 - Skólahljómsveit - annáll 2008 og 2009

Lagt fram á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

5.2.

201004192 - Könnun meðal foreldra leikskólabarna 2010

Lagt fram á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

5.3.

201004191 - Varmárdeild 2010 - 11

Afgreiðsla 237. fundar fræðslunefndar samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

5.4.

201003227 - Erindi skólahóps íbúasamtaka Leirvogstungu

Lagt fram á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

5.5.

200901761 - Skólastefna Mosfellsbæjar - endurskoðun

Til máls tóku: HP og HBA.

 

Lagt fram á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.

201004028F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 147

Fundargerð 147. fundar íþrótta- og tómstunanefndar lögð fram til afgreiðslu á 535. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

6.1.

201004217 - Frístundaávísanir - nýting

Lagt fram á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

6.2.

201004218 - Erindi Félags um ástralskan fótbolta á Íslandi um afnot af íþróttavelli í Ullarnesbrekkum

Afgreiðsla 147. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

6.3.

201004219 - Upplýsingar um framkvæmdir við skíðasvæði frá 2007-10

Lagt fram á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

6.4.

201003389 - Umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna 2010

Afgreiðsla 147. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

7.

201004017F - Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 277

Fundargerð 277. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 535. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

7.1.

200611011 - Aðalskipulag 2002 - 2024, endurskoðun

Lagt fram á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

7.2.

200810366 - Svöluhöfði 1, umsókn um byggingarleyfi/breytingu á deiliskipulagi

Afgreiðsla 277. fundar skipulags- og byggingarnefndar samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

7.3.

201003395 - Minna-Mosfell 123716, byggingarleyfi vegna breytinga

Afgreiðsla 277. fundar skipulags- og byggingarnefndar samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

7.4.

201004042 - Frístundalóð, l.nr. 125184, umsókn um samþykkt deiliskipulags

Afgreiðsla 277. fundar skipulags- og byggingarnefndar samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

7.5.

201002133 - Reykjavegur, tillaga um nýtt nafn: Kóngsvegur

Afgreiðsla 277. fundar skipulags- og byggingarnefndar samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

7.6.

201004045 - Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010

Frestað á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

7.7.

201004056 - Fyrirspurn um niðursetningu á gámi/geymslu við hlið hússins.

Afgreiðsla 277. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um að synja erindinu, samþykkt á 535. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

7.8.

201004138 - Helgadalsvegur 3-7, ósk um breytingu á deiliskipulagi.

Frestað á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

7.9.

200909784 - Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi

Frestað á 535. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.

201004233 - Sorpa bs. fundargerð 272. fundar

Til máls tók: HS.

 

Fundargerð 272. fundar Sorpu bs. lögð fram á 535. fundi bæjarstjórnar. 

 

9.

201004169 - Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins, fundargerð 20. fundar

Fundargerð 20. fundar Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 535. fundi bæjarstjórnar. 

 

10.

201004131 - Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. fundargerð 92. stjórnarfundar

Fundargerð 92. fundar SHS lögð fram á 535. fundi bæjarstjórnar. 

 

11.

201004132 - Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fundargerð 304. fundar

Til máls tók: JS.

 

Fundargerð 304. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 535. fundi bæjarstjórnar. 

 

12.

201004130 - Kosning í kjördeild

Eftirfarandi tilnefningar komu fram:

Í 1. kjördeild af hálfu S- lista: Ásdís Valsdóttir sem aðalmaður og Gylfi Dýrmundsson sem varamaður.

Í 2. kjördeild af hálfu V- lista: Sævar Ingi Eiríksson sem aðalmaður.

Í 3. kjördeild af hálfu V- lista: Bóel Hallgrímsdóttir sem aðalmaður og Daníel Ægir Kristjánsson sem varamaður.

 

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast framkomnar tilnefningar samþykktar samhljóða.

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

 

 

 

 

 

Til baka