Bæjarstjórnarfundur

23/09/2010

 

542. fundur

Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar

haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 

miðvikudaginn 22. september 2010 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu:

Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Hafsteinn Pálsson (HP), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

 

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

 

Samþykkt að taka á dagskrá sem 7. dagskrárlið kosningu í nefndir erindi nr. 201009295.

 

Dagskrá:

 

1.

201009004F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 993

Fundargerð 993. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 542. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

1.1.

201005152 - Erindi vegna samnings Eldingar við Mosfellsbæ

Afgreiðsla 993. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

1.2.

2010081745 - Gjaldskrá Listaskóla 2010-11

Til máls tóku: JJB og HSv.

Afgreiðsla 993. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

1.3.

2010081792 - Tillaga um sérstaka nefnd sem falið verður að skoða möguleika Mosfellsbæjar í orkumálum

Til máls tóku: JJB og HS.

Afgreiðsla 993. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

1.4.

2010081797 - Varðandi Meyjarhvamm í landi Elliðakots

Afgreiðsla 993. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

1.5.

201008756 - Erindi Bjarna S. Jónssonar varðandi hlut Mosfellsbæjar í frágangi við Skálahlíð

Afgreiðsla 993. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

1.6.

201009013 - Erindi Jóns R. Sigmundssonar varðandi frestun gatnagerðargjalda

Afgreiðsla 993. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

1.7.

200809341 - Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2011

Starfsáætlanirnar lagðar fram á 542. fundi bæjarstjórnar.

 

1.8.

201009054 - Hljóðritunarbúnaður og drög að reglum vegna hljóðritinar

Afgreiðsla 993. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

1.9.

200707100 - Varmárbakkar lnr. 212174, umsókn um byggingarleyfi fyrir reiðhöll - lóðarleigusamningur

Til máls tóku: JJB og HS.

Afgreiðsla 993. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.

201009010F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 994

Fundargerð 994. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 542. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

2.1.

201007176 - Reglur vegna aðgangs að fundargátt

Afgreiðsla 994. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

2.2.

201006260 - Ný aðkoma að golfvelli á Blikastaðanesi

Til máls tóku: JJB, KT, HS, HP, JS og HSv.

Afgreiðsla 994. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

2.3.

201009027 - Beiðni um umsögn vegna skotæfingasvæðis í Lækjarbotnum

Afgreiðsla 994. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

2.4.

201009049 - Lýðræðisnefnd

Til máls tóku: JJB, HP, JS, KT, HS og BH.

Afgreiðsla 994. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

Tillaga bæjarfulltrúa Jóns Jósef Bjarnasonar um að nefndin kjósi sér sjálf formann felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

 

Jafnframt lögð fram eftirfarandi tillaga um tilnefningu fulltrúa í lýðræðisnefnd:

fulltrúar D lista, aðalfulltrúi Herdís Sigurjónsdóttir og varafulltrúi Bryndís Haraldsdóttir,

fulltrúar M lista, aðalfulltrúi Jón Jósef Bjarnason og varafulltrúi Þórður Björn Sigurðsson,

fulltrúar S lista, aðalfulltrúi Anna Sigríður Guðnadóttir og varafulltrúi Jónas Sigurðsson,

fulltrúar V lista, aðalfulltrúi Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir og varafulltúi Karl Tómasson.

 

Fleiri tilnefningar komu ekki fram og eru ofangreindir því rétt kjörnir aðal- og varafulltrúar í Lýðræðisnefnd.

 

2.5.

201009076 - Erindi Máleflis varðandi talþjálfun barna og unglinga

Afgreiðsla 994. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

2.6.

201009106 - Fundur með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2010

Afgreiðsla 994. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.

201009007F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 159

Fundargerð 159. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 542. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

3.1.

2010081607 - Fyrirkomulag bakvakta vegna barnaverndarmála

Afgreiðsla 159. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

3.2.

201006302 - Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2010

Til máls tóku: BH, HSv, HS, JS og HP.

Drög að dagskrá jafnréttisdagsins sem haldinn var 17. september 2010 lögð fram á 542. fundi bæjarstjórnar.

 

3.3.

201008524 - Tilnefning til jafnréttisviðurkenningar

Afgreiðsla 159. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

4.

201009009F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 148

Fundargerð 148. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 542. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

4.1.

201007027 - Kynning á stjórnsýslu bæjarins

Erindið lagt fram á 542. fundi bæjarstjórnar.

 

4.2.

201009147 - Handbók íþrótta- og tómstundasviðs

Til máls tóku: HS og BH.

Handbókin lögð fram og kynnt á 542. fundi bæjarstjórnar.

 

4.3.

201005152 - Erindi vegna samnings Eldingar við Mosfellsbæ

Afgreiðsla 148. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

4.4.

201009145 - Tómstundaskóli - ársskýrsla og samningur við Mosfellsbæ

Afgreiðsla 148. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja nýjan samning við Tómstundaskóla Mosfellsbæjar, samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

4.5.

200906129 - Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði

Til máls tóku: BH, JS og HP.

Afgreiðsla 148. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

4.6.

200509178 - Fjölskyldustefna Mosfellsbæjar

Erindinu frestað á 542. fundi bæjarstjórnar.

 

 

5.

201009008F - Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 285

Fundargerð 285. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 542. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

5.1.

200611011 - Aðalskipulag 2002 - 2024, endurskoðun

Til máls tóku: JJB, BH og HSv.

Erindið lagt fram á 542. fundi bæjarstjórnar.

 

5.2.

2010081680 - Vegur að Helgafellstorfu, deiliskipulag

Afgreiðsla 285. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um auglýsingu skipulagstillögu, samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

5.3.

200909667 - Merkjateigur 8, umsókn um byggingarleyfi

Afgreiðsla 285. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um að lóðarstækkun og viðbygging verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn hafa borist, samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

5.4.

201005206 - Svæði fyrir lausa hunda í Mosfellsbæ

Afgreiðsla 285. fundar skipulags- og byggingarnefndar samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

5.5.

201009108 - Lynghóll l.nr. 125346, ósk um samþykkt deiliskipulags frístundalóðar

Afgreiðsla 285. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um að auglýsa deiliskipulagstillögu skv. 25. gr. s/b-laga, samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

5.6.

201005205 - Svæði fyrir jarðvegstipp í Mosfellsbæ

Afgreiðsla 285. fundar skipulags- og byggingarnefndar samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.

201009001F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 11

Fundargerð 11. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 542. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

6.1.

201007027 - Þróunar- og ferðamálanefnd - kynning á stjórnsýslu bæjarins

Erindið lagt fram á 542. fundi bæjarstjórnar.

 

6.2.

200905226 - Stefna í þróunar- og ferðamálum

Erindið lagt fram á 542. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.

201009295 - Kosning í nefndir

Lögð fram eftirfarandi tillaga um tilnefningu varafulltrúa í fjölskyldunefnd:

Erna Björg Baldursdóttir verði varamaður S lista í stað Hönnu Bjartmars.

 

Fleiri tilnefningar komu ekki fram og telst ofangreind því rétt kjörinn varamaður í fjölskyldunefnd.

 

8.

201009200 - Fundargerð 353. fundar SSH

Til máls tóku: HS, HP, BH, HSv, JJB og JS.

Fundargerð 353. fundar SSH lögð fram á 542. fundi bæjarstórnar.

 

9.

201009048 - Hljóðritanir bæjarstjórnarfunda

Forseti leggur fram skriflega greinargerð sína varðandi hljóðritanir á bæjstjórnarfundum í samræmi við óskir þar um frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

 

Undir lok síðasta kjörtímabils viðraði undirritaður óformlega þá hugmynd við þáverandi bæjarfulltrúa að hugað skildi að upptökum bæjarstjórnarfunda. 

Allir bæjarfulltrúar tóku vel í þá hugmynd, þó vissulega hefðu komið fram sjónarmið um að fundirnir gætu með því móti orðið stirðari.

Ákveðið var, þar sem langt var liðið á kjörtímabilið að huga að hljóðritunum strax í upphafi nýs kjörtímabils. Sú var og raunin og er sú vinna þegar langt á veg komin. Leitað hefur verið verðtilboða í upptökubúnað.  Mótaðar hafa verið reglur um hvernig að slíkum upptökum skuli staðið það er vistun hljóðupptaka og aðgengi sem samþykktar voru fyrr á þessum fundi bæjarstjórnar.  Reglurnar má sjá hér að neðan.

 

Reglur um hljóðupptökur á fundum bæjarstjórnar Mosfellsbæjar

 

1. gr.
Með vísan til 19. gr. samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, þar sem forseti getur heimilað upptökur einstakra funda bæjarstjórnar, samþykkir bæjarstjórn að hljóðrita skuli alla fundi bæjarstjórnar, svo sem nánar er fyrir um mælt í reglum þessum.
2. gr.
Hljóðritanir funda bæjarstjórnar skulu fara fram nema málefnalegar og/eða tæknilegar ástæður hamli.
3. gr.
Hljóðritanir skulu hefjast um leið og forseti setur fund bæjarstjórnar og lýkur þegar forseti slítur fundi. Sé tekið fundarhlé er hljóðritun stöðvuð á meðan fundarhlé varir.
4. gr.
Hjóðritanir skulu framkvæmdar af stjórnsýslu bæjarins/ starfsmönnum fundarins hverju sinni og skulu þær varðveittar í skjalasafni bæjarins á sama hátt og gildir um fundargerðir bæjarstjórnar á rafrænu formi  og pappírsformi og fundargerðabækur bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
5. gr.
Hljóðritanir eru eign Mosfellsbæjar og eru þær eingöngu ætlaðar til afspilunar og óheimilt er að nota þær til annarra hluta eða af öðrum en Mosfellsbæ sjálfum án sérstakrar heimildar hverju sinni. Þó er heimilt að vísa til texta hljóðritunar og eða nota hljóðritunina til afspilunar, en þá skal nota allan textann ef vitnað er til ákveðins dagskrárliðs, eða allan textann ef vísað er til ákveðins ræðumanns undir ákveðnum dagskrárlið.
6. gr.
Hljóðritanir skulu vera aðgengilegar á heimasíðu Mosfellsbæjar með sama eða sambærilegum hætti og gildir um fundargerðir bæjarstjórnar
7. gr.
Reglur þessar um hljóðritun á fundum bæjarstjórnar eru staðfestar af bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 22.09.2010 og gilda þar til þeim kann að verða breytt.


Strax á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar kom fram ósk frá áheyranda um að fá heimild til að hljóðrita fundinn, það var samþykkt. Að loknum fundi var rætt að fyrirferðarmikill búnaður og aðstöðuleysi hafi haft truflandi áhrif á fundinn. Því var ákveðið að heimila ekki áfram slíkar upptökur heldur að vinna hratt og örugglega að því að koma upp fullkomnum búnaði. Það verk er eins og áður segir í góðum farvegi.

 
Virðingarfyllst. Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar.

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40

 

 

 

 

 

Til baka