Bæjarstjórnarfundur

15/11/2010

545. fundur

Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar

haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 

miðvikudaginn 3. nóvember 2010 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Hafsteinn Pálsson (HP), Haraldur Sverrisson (HSv), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Bryndís Brynjarsdóttir (BBr), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

 

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt að taka á dagskrá sem 11. dagskrárlið

kosningu í nefndir, fræðslunefnd, dagskrárliðir færast til sem þessu nemur.

Dagskrá:

1.

201010020F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 999


Fundargerð 999. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 545. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

1.1.

200809341 - Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2011Til máls tóku: HBA, JJB, HSv og HS.

Starfsáætlanirnar lagðar fram á 545. fundi bæjarstjórnar.

 

 2.

201010021F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1000


Fundargerð 1000. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 545. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.
 
Til máls tóku: JJB, HSv og HS.
 
Bókun vegna fundarskapa, fundargerðar og fundarstjórnar.
Bókun vegna bæjarráðsfundar 1000
Fulltrúi M lista á bæjarráðsfundi nr. 1000 neitaði að skrifa undir fundargerð fundarins vegna þess að hún var ekki í samræmi við það sem gerðist á fundinum.
Í fyrsta lagi lagði fulltrúi M lista fram ósk um 2 dagskrárliði á fundi 998, óskað var eftir þessu í upphafi fundar eins og reglur kveða á um og formaður sagðist mundu bæta þeim málum aftast án þess að bera það undir atkvæði. Tillagan var ekki færð til bókar og dagskrárliðum ekki bætt við dagskrá bæjarráðs.
Í öðru lagi óskaði fulltrúi M lista eftir því að ummæli Karls Tómassonar um hljóðritanir sem hann bar upp við umræður um fjármál Mosfellsbæjar yrðu bókuð.
Sú tillaga var ekki borin undir atkvæði og ekki bókuð.
Í þriðja lagi óskaði fulltrúi M lista eftir fundarhléi til þess að skrifa bókun um ummæli Karls Tómassonar, því var ekki sinnt.
Í fjórða lagi óskaði fulltrúi M lista eftir að bóka um ummæli Karls Tómassonar undir liðnum fjármál Mosfellsbæjar, því var hafnað.
Í fimmta lagi bar fulltrúi M lista upp tillögu um að óskað væri eftir tilboðum í lóðir í Desjamýri og Krikahverfi undir liðnum ?Úthlutun lóða Í Desjamýri og Krikahverfi?. Þetta er í annað sinn sem fulltrúi M lista leggur til þessa leið til þess að freista þess að fá betra verð fyrir lóðirnar en hún var ekki bókuð þá né nú.
Tillagan gengur út á það að í stað þess að auglýsa niðursett verð, verði auglýst eftir tilboðum og bærinn færi ekki neðar en það verð sem ákveðið hefur verið að lækka verð lóðanna í,  hugsanlega fengi bærinn þá hærra verð.
Tillagan var borin upp og felld með 2 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og einu atkvæði Samfylkingar.
Bókunin var svohljóðandi
?Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að halda áfram með málið og undirbúa auglýsingu á úthlutun umræddra lóða við Desjamýri og í Krikahverfi.?
Það kemur ekki fram tillaga fulltrúa M lista né að hún hafi verið felld í atkvæðagreiðslu.
Í sjötta lagi kvartaði fulltrúi M lista yfir að gögn fylgdu ekki dagskrárlið um ráðningarsamning bæjarstjóra. Það hefur þó þráfaldlega verið kvartað yfir því bæði á bæjarstjórnarfundum og bæjarráðsfundum að gögn fylgi ekki málum.
Formaður og rítari sögðu að það væri undir formanni komið hvort gögn fylgdu með eða ekki.
Í kjölfarið óskaði fulltrúi M lista eftir að bera fram tillögu um að öll gögn fylgdu málum, formaður hafnaði því að bera tillöguna upp á þeirri forsendum að málið væri ekki til umræðu.
Í sjöunda lagi kvartaði fulltrúi M lista yfir því að drög að samningi við bæjarstjóra væru trúnaðarmál, ég fékk þau svör að þau væru trúnaðarmál þar til samningurinn er undirritaður, en þá er vitaskuld ekki hægt að eiga við hann.
Nú er óskað eftir tillögum bæjarbúa um sparnað hjá bæjarfélaginu. Ég geri ráð fyrir að eitthvað verði um það að fólk vilji lækka laun og draga úr hlunnindum bæjarstjóra, komið er í veg fyrir að fókið sem leitað er til eftir hugmyndum geti kynnt sér þetta mál áður en það er um seinann.
Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ lýsir furðu sinni á fundarstjórn, fundarsköpum og fundargerð umrædds fundar og telur að gróflega hafi verið brotið á málfrelsi og tillögurétti bæjarráðsmanns.
 
Bókun:
Vegna bókunar M-lista um 1000. fund bæjarráðs vilja fulltrúar  D og V lista taka eftirfarandi fram.
Búið var að slíta fundi,  undirrita fundargerð og hluti fundarmanna farinn og þar á meðal formaður þegar áheyrnarfulltrúi M-lista ákvað að strika yfir undirritun sína á fundargerðinni. Engar athugasemdir bárust til formanns vegna fundargerðarinnar eftir fundinn frá fulltrúa M-lista.
Varðandi þá tvo dagskrárliði sem ekki voru á dagskrá 998. fundar þá vannst ekki tími til að ljúka fyrirliggjandi dagskrá þess fundar, en formaður hafði gefið fyrirheit um í upphafi fundar að þessir tveir dagskrárliðir yrðu teknir á dagskrá ef tími gæfist til. Fulltrúi M-lista gerði ekki athugasemd við fundargerðina eða fundarboð næsta fundar.
Í III. kafla sveitarstjórnarlaga er fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Segir í 31. gr. um bókanir í fundargerðir.
?Þeir sem rétt eiga til að taka þátt í umræðum í sveitarstjórn eiga rétt á að fá bókaðar í fundargerð stuttar athugasemdir sínar um afstöðu til þeirra mála sem til umræðu eru.?
Sú bókun sem fulltrúi M-lista óskaði eftir að bókuð yrði var ekki umfjöllunarefni á fundinum og því hafnaði formaður beiðni um bókun. Varðandi fundarhlé. Þá var formaður búinn að hafna bókun af áðurgreindum forsendum.
Sú tillaga sem borin var upp til atkvæða um lóðir í Desjamýri og Krikahverfi fólst í því að fela bæjarstjóra að halda áfram með málið. Fulltrúi M-lista óskaði ekki eftir því að sú tillaga sem fram kemur í bókun M-lista nú yrði bókuð og borin upp til atkvæða.
Eins og fulltrúa M-lista er kunnugt voru fylgigögn vegna ráðningarsamnings við bæjarstjóra send bæjarráðsmönnum í netpósti. Málið var rætt og umræðu frestað til næsta fundar. Taka skal fram vegna athugsemdar um launakjör bæjarstjóra að samkvæmt ráðningarsamningi lækka laun bæjarstjóra um 17% frá fyrri samningi.
Vísað er á bug fullyrðingum fulltrúa M-lista um brot á fundarsköpum.

2.1.

200903171 - Atvinnumál í MosfellsbæAfgreiðsla 1000. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.2.

201010083 - Fjármál MosfellsbæjarAfgreiðsla 1000. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.3.

2010081797 - Varðandi Meyjarhvamm í landi ElliðakotsAfgreiðsla 1000. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.4.

201009047 - Úthlutun lóða Í Desjamýri og KrikahverfiTil máls tóku: JJB, HP og HSv.

 

Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa M-lista um að í stað þess að auglýsa lóðirnar á niðursettu verði, verði óskað tilboða í þær með niðursett verð sem botnverð.

Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði.

 

Afgreiðsla 1000. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.5.

201009383 - Hamraborg, götulýsingAfgreiðsla 1000. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.6.

201010015 - Trjálundur Rotaryklúbbs MosfellssveitarAfgreiðsla 1000. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.7.

2010081419 - Erindi Lárusar Björnssonar varðandi lóðina Litlikriki 37Afgreiðsla 1000. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.8.

201010028 - Erindi Arndísar Þorvaldsdóttur varðandi niðurgreidd fargjöld í skólaAfgreiðsla 1000. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.9.

201006126 - Ráðning bæjarstjóraErindinu frestað á 545. fundi bæjarstjórnar.

 


2.10.

201009271 - Gagnsæi launagreiðslnaErindinu frestað á 545. fundi bæjarstjórnar.

 


2.11.

201010137 - Reglur um sérstakar húsaleigubæturErindinu frestað á 545. fundi bæjarstjórnar.

 


2.12.

201008085 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, endurskoðun laga- og reglugerðarákvæðaErindinu frestað á 545. fundi bæjarstjórnar.

 


2.13.

201010093 - Erindi EBÍ varðandi ágóðahlutagreiðslu 2010Erindið lagt fram á 545. fundi bæjarstjórnar.

 


2.14.

201010080 - Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrkErindinu frestað á 545. fundi bæjarstjórnar.

 


2.15.

201010008 - Afhending á heitu vatni til ReykjalundarErindinu frestað á 545. fundi bæjarstjórnar.

 


2.16.

201010152 - Eldra íþróttahús að Varmá - þaklekiErindinu frestað á 545. fundi bæjarstjórnar.

 

 3.

201010025F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1001


Fundargerð 1001. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 545. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

3.1.

200809341 - Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2011Starfsáætlanirnar lagðar fram á 545. fundi bæjarstjórnar.

 

 4.

201010029F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1002


Fundargerð 1002. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 545. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

4.1.

201006126 - Ráðning bæjarstjóraHaraldur Sverrisson bæjarstjóri vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

 

Til máls tóku: HBA, HS og HBA.

 

Undirrituð, fulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, leggur fram eftirfarandi tillögu að breytingu á ráðningarsamningi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarstjóra sveitarfélagsins sem lagður var fram á 1002. fundi bæjarráðs. 
Í ljósi niðurskurðar í fjármálum bæjarfélagsins og þeirrar kjaraskerðingar sem starfsmenn bæjarins hafa mátt þola vegna hans verður að teljast eðlilegt að  greiðslur til bæjarstjóra lækki meira en framlagður ráðingarsamningur gerir ráð fyrir.
Lagt er til að grunnlaun bæjarstjóra verði óbreytt en hækki ekki um tvo launaflokka eins og nýr samningur gerir ráð fyrir.  Hætt verði að greiða fasta upphæð á mánuði í yfirvinnugreiðslu.  Þá er lagt til að Mosfellsbær hætti að láta bæjarstjóra í té bifreið á kostnað bæjarfélagsins, í stað þess verði bæjarstjóra endurgreiddur útlagður aksturskostnaður samkvæmt akstursdagbók. Þá verði hætt að greiða fyrir heimasíma og nettengingu bæjarstjóra á eigin heimili.

Hanna Bjartmars Arnardóttir
Samfylkingu.

 

Tillaga bæjarfulltrúa S-lista borin upp og felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

 

Bókun D og V lista.
Samningur við bæjarstjóra var endurnýjaður á sama grunni og fyrri samningur frá 2007, en laun lækkuð um liðlega 17% frá þeim samningi. Auk þess var starfslokaákvæði breytt í þá veru að segi bæjarstjóri samningnum upp skal hann hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest og engan biðlaunarétt. Líkt og í fyrri samningi er miðað við launaflokk ráðuneytisstjóra og hafði það viðmið breyst úr flokki 139 í 141. Í samanburði við aðra bæjarstjóra verður bæjarstjóri Mosfellsbæjar sá lægst launaðasti á höfuðborgarsvæðinu, en sá 8. í röðinni ef miðað er við 10 stærstu sveitarfélög landsins.

 

 

Framlagður ráðningarsamningur við bæjarstjóra sem undirritaður er af formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar staðfestur með fjórum atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

 

 

Undirrituð, fulltrúi Samfylkingarinnar, harmar samþykkt nýs ráðningarsamnings bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarstjóra sveitarfélagsins.  Á meðan skorið er niður á flestum sviðum í starfsemi sveitarfélagsins eru kjör bæjarstjóra enn í takt við það sem tíðkaðist á því tímabili sem nú er almennt kennt við árið 2007.  Starfsmenn sveitarfélagsins, sem flestir voru lágt launaðir fyrir, hafa mátt þola kjaraskerðingu á undanförnum árum.  Fyrir þetta fólk og alla bæjarbúa er óþolandi að upplifa að meirihluti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar er ekki tilbúinn að leggja meira af mörkum til sparnaðar en raun ber vitni þegar kemur að æðsta stjórnanda bæjarins.  Bent skal á að fyrst nú er verið að ganga frá nýjum samningi við bæjarstjórann sem frá kosningum hefur haldið óbreyttum kjörum frá síðasta kjörtímabili.   Þá er það einnig íhugunarefni að núverandi bæjarstjóri er jafnframt kjörinn bæjarfulltrúi og fær laun sem slíkur líkt og aðrir bæjarfulltrúar.  Bæjarfulltrúar fá þessi laun því þeim er ætlað að setja sig inn í málefni bæjarfélagsins þannig að þeir séu færir um að taka afstöðu til þeirra.  Bæjarstjóri hefur í sínu daglega starfi betri aðstöðu en nokkur annar til að kynna sér allt sem bæjarfélagið varðar.

Hanna Bjartmars Arnardóttir
Samfylkingu.

 

Bæjarfulltrúi M-lista tekur heilshugar undir bókun bæjarfulltrúa S-lista Samfylkingar.

 


4.2.

201009271 - Gagnsæi launagreiðslnaAfgreiðsla 1002. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


4.3.

201010137 - Reglur um sérstakar húsaleigubæturAfgreiðsla 1002. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


4.4.

201008085 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, endurskoðun laga- og reglugerðarákvæðaAfgreiðsla 1002. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


4.5.

201010093 - Erindi EBÍ varðandi ágóðahlutagreiðslu 2010Til máls tóku: JJB og HSv.

 

Tillaga kom fram frá bæjarfulltrúa M-lista um að fulltrúi Mosfellsbæjar í EBÍ leggi til á næsta fundi EBÍ, að eignarhaldsfélagið verði gert upp og inneign skipt á milli sveitarfélaga sem í hlut eiga.

 

Fram kom breytingartillaga um að vísa tillögunni til bæjarstjóra til umsagnar.

Tillagan borin upp og samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

 


4.6.

201010080 - Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrkAfgreiðsla 1002. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


4.7.

201005152 - Erindi vegna samnings Eldingar við MosfellsbæTil máls tóku: NBA og JJB.

 

Samþykkt með sjö atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.

 


4.8.

201010209 - Erindi Ingibjargar B K Hjartardóttur varðandi leigu á Sólheimakoti.Afgreiðsla 1002. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


4.9.

201010218 - Erindi Mannréttindastofu Íslands varðandi styrkAfgreiðsla 1002. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


4.10.

201010222 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsnæðismálAfgreiðsla 1002. fundar bæjarráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 5.

201010024F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 163


Til máls tóku: JJB, KGÞ, HSv og HP.

 

Bæjarfulltrúi M-lista telur það ekki samræmast 19. gr. sveitarstjórnarlaga að nefndarmaður í fjölskyldunefnd vinni lögfræðistörf á vegum nefndarinnar gegn greiðslu og gerir að tillögu sinni að viðkomandi nefndarmaður sé annað hvort í nefndinni eða sinni lögfræðistörfum fyrir nefndina, en ekki hvoru tveggja. 

Fram kom tillaga um að vísa tillögunni til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar og að umsögnin berist bæjarráði.

Tillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.

5.1.

201009361 - Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, umsókn um styrk 2011Afgreiðsla 163. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


5.2.

201008593 - Málefni fatlaðra, yfirfærsla frá ríki til sveitarfélagaAfgreiðsla 163. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


5.3.

201010204 - Stefna og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2010 -2014Frestað á 545. fundi bæjarstjórnar.

 

 6.

201010027F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 243


Fundargerð 243. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 545. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

6.1.

201010188 - Starfsáætlun ListaskólaAfgreiðsla 243. fundar fræðslunefndar samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


6.2.

201010189 - Starfsáætlanir Leikskóla Mosfellsbæjar 2011Afgreiðsla 243. fundar fræðslunefndar samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


6.3.

201010021 - Úttektir á leik- og grunnskólum 2010-11Erindið lagt fram á 545. fundi bæjarstjórnar.

 


6.4.

200509178 - Fjölskyldustefna MosfellsbæjarTil máls tóku: JJB, HP, HSv og KGÞ.

 

Tillaga frá bæjarfulltrúa M-lista um að sett verði mælanleg viðmið í framkvæmdaáætlun fjölskyldustefnu Mosfellsbæjar.

Tillagan borin upp og samþykkt með einu atkvæði.

 

Fulltrúar D og V lista sitja hjá við þessa tillögu en hefði þótt eðlilegri farvegur að fulltrúi M-lista í fjölskyldunefnd hefði rætt þessi mál í nefndinni sjálfri þar sem fjölskyldustefnan verður til umræðu á næsta fundi.

 


6.5.

201010203 - Mötuneyti grunnskólanna 2010-2011Erindið lagt fram á 545. fundi bæjarstjórnar.

 


6.6.

201010084 - Menntun til sjálfbærrar þróunar, skýrslaErindið lagt fram á 545. fundi bæjarstjórnar.

 


6.7.

201010191 - Starfsáætlanir grunnskóla Mosfellsbæjar 2011Erindið lagt fram á 545. fundi bæjarstjórnar.

 


6.8.

201010202 - Starfsáætlun Skólaskrifstofu 2011Erindið lagt fram á 545. fundi bæjarstjórnar.

 

 7.

201010026F - Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 288


Fundargerð 288. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 545. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

7.1.

201006181 - Bollatangi 10-20, fyrirspurn um bílskúraAfgreiðsla 288. fundar skipulags- og byggingarnefndar samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


7.2.

201003312 - Braut, Mosfellsdal, ósk um deiliskipulagAfgreiðsla 288. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um samþykki á deiliskipulagstillögu, samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


7.3.

201009158 - Helgafell 1, spilda 5 - ósk um endurskoðun aðalskipulagsAfgreiðsla 288. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um synjun á endurskoðun aðalskipulags, samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


7.4.

201008294 - Lækjarnes lnr. 125586, ósk um samþykkt deiliskipulagsTil máls tóku: JJB og HSv.

Afgreiðsla 288. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um að óska umsagnar umhverfissviðs, samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

Bókun.

Íbúahreyfingin telur að afgreiðsla á byggingarleyfi að Lækjanesi hafi þegar tekið allt of langan tíma hjá Mosfellsbæ, en upprunaleg beiðni var send fyrir 5 árum síðan. Íbúahreyfingin hvetur skipulags- og byggingarnefnd til þess að setja allt kapp á að klára málið sem allra fyrst.

 

 

Fulltrúar V og D lista vilja koma eftirfarandi á framfæri vegna bókunar M-lista.
Fulltrúar D og V lista hvetja fulltrúa Íbúahreyfingarinnar til að kynna sér málið.  Umrætt mál hefur verið endurtekið til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd um nokkurn tíma. Ástæða þess er sú að samþykkt deiliskipulag sem skipulags- og byggingarnefnd hafði samþykkt og staðfest var af bæjarstjórn var kært til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.  Í framhaldi af því voru gerðar lagfæringar á málinu sem úrskurðarnefndin hafði bent á. Meðal annars þurfti málið að fara til umfjöllunar í landbúnaðarráðuneytinus vegna lögbýlisréttar. Skipulagið hefur nú verið auglýst og er til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.  Því er vísað á bug að málið hafi verið dregið á langinn af nefndinni eins og gefið er í skyn í bókun íbúahreyfingarinnar. 

 


7.5.

201008190 - Reiðleið með SuðuráAfgreiðsla 288. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um að ekki sé unnt að fallast á legu reiðleiðar, samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


7.6.

201006261 - Reykjaflöt, fyrirspurn um byggingu listiðnaðarþorpsAfgreiðsla 288. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um að fyrirspurnin samræmist ekki fyrirliggjandi skilgreiningu í gildandi aðalskipulagi, samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


7.7.

201004045 - Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010Til máls tóku: JJB, HBA, HS, HP og HSv.

 

Bókun.

Íbúahreyfingin telur að Skipulags- og byggingarnefnd, sem starfar m.a. skv. byggingareglugerð eigi að sýna frumkvæði og taka ákvarðanir byggðar á þeirri reglugerð varðandi ástand á nýbyggingarsvæðum.

 

Afgreiðsla 288. fundar skipulags- og byggingarnefndar samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


7.8.

201010197 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr í landi Blikastaða.Afgreiðsla 288. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um að synja um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr, samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 8.

201010019F - Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 10


Fundargerð 10. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 545. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

8.1.

201007027 - Kynning á stjórnsýslu bæjarinsAfgreiðsla 10. fundar ungmennaráðs samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 9.

201010200 - Fundargerð 779. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga


Fundargerð 779. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 545. fundi bæjarstjórnar.

 10.

201010210 - Fundargerð 95. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins


Til máls tóku: HSv og JJB.

 

Fundargerð 95. fundar SHS lögð fram á 545. fundi bæjarstjórnar.

 11.

201009094 - Kosning í nefndir, Íbúahreyfingin


Fram kom tilnefning frá Íbúahreyfingunni um að í stað Ásgeirs Eyþórssonar sem óskar að láta af störfum sem aðalmaður í fræðslunefnd komi núverandi varamaður Kristín I. Pálsdóttir og sem varamaður í hennar stað komi Sæunn Þorsteinsdóttir.

Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast ofangreint því samþykkt.

 12.

201008523 - Breyting á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar


Samþykkt með sjö atkvæðum framlögð drög að breytingu á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar.

 Karl Tómasson forseti vék að fundi kl. 19:00 og tók 1. varaforseti Herdís Sigurjónsdóttir við stjórn fundarins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30

 

Til baka