Bæjarstjórnarfundur

20/01/2011


 

550. fundur

Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar

haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 

miðvikudaginn 19. janúar 2011 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Hafsteinn Pálsson (HP), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Unnur Valgerður Ingólfsdóttir (UVI).

 

Fundargerð ritaði:  Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs

Bæjarstjórn samþykkir viðbótarmál, kosning í nefndir nr. 201101355.

Dagskrá:

1.

201012022F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1010


 Fundargerð 1010. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 550. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

 

 

1.1.

201009288 - Laxnes I - sameigendur landsins o.fl.Afgreiðsla 1010. fundar bæjarráðs, varðandi samkomulag við sameigendur, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


1.2.

200802201 - Hjúkrunarheimili í MosfellsbæAfgreiðsla 1010. fundar bæjarráðs, um leið B varðandi byggingu hjúkrunarheimilis, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


1.3.

200910037 - Einkasjúkrahús og hótel PrimaCare í MosfellsbæTil máls tóku: JJB, KT, HSv, HS og JS.

Bókun fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:

Íbúahreyfingin vill vekja athygli bæjarbúa á áhættu bæjarins af lóðaleigusamningi við PrimaCare. Í samningi á milli Mosfellsbæjar og PrimaCare er gert ráð fyrir að PrimaCare eignist lóðina gegn forgangshlutafé þegar fjármögnun verkefnisins hefur átt sér stað, þá getur PrimaCare veðsett lóðina en við það skapast hætta á að bærinn tapi henni komi til þess að reksturinn gangi ekki eða jafnvel hefjist ekki. Lóðin er í samningnum metin á 350 milljónir.

 

Ljóst er að áætluð starfsemi PrimaCare í Mosfellsbæ er skref í átt til tvískiptingar í rekstri heilbrigðiskerfisins. Reynslan í öðrum löndum, sýnir að slík tvískipting hefur komið niður á heilbrigðisþjónustu til almennings, sérstaklega til hinna verr settu, og leitt til ójöfnuðar og verri þjónustu við almenning (sjá erindi Allyson M. Pollock; Heilbrigðisþjónustan - á vegferð til einkavæðingar http://www.bsrb.is/files/101108906Pollockbaeklingur.pdf.)

 

Íbúahreyfingin saknar almennrar umræðu meðal bæjarbúa, að frumkvæði bæjaryfirvalda, um afleiðingar þeirra grundvallarbreytinga á heilbrigðiskerfi okkar sem starfsemi Primacare er hluti af. Engin umræða hefur átt sér stað um þær siðferðilegu spurningar sem rekstur heilbrigðisþjónustu í hagnaðarskyni hefur í för með sér. 

 

Bókun D og V lista vegna bókunar Íbúahreyfingarinnar: 

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Mosfellsbæ að undirritaðir hafa verið samningar um starsemi Prima Care í bæjarfélaginu og því kemur afstaða Íbúahreyfingarinnar á óvart.

Með stafseminni munu skapast 600-1000 ný störf í bæjarfélaginu með tilheyrandi margfeldisáhrifum. Hér er um að ræða vinnustað sem jafnast á við tvö álver án mengunar og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Líkt og fram hefur komið þá er um að ræða þjónustu fyrir erlenda aðila þar sem nýtt er íslensk sérfræðiþekking og hefur ekki með breytingar á heilbrigðiskerfinu að gera.

Áhættan af samningi við Prima Care er ekki meiri fyrir Mosfellsbæ, en ef um venjubundna lóðaúthlutun væri að ræða. Kaupréttur myndast ekki fyrr en að verkefnið er að fullu fjármagnað og að byggingar geti risið og rekstur hefjist með tilheyrandi ávinningi fyrir bæjarfélagið og íbúa þess.

Ein af meginstoðum atvinnulífs í Mosfellsbæ er heilsu- og endurhæfingartengd starfsemi og því er mikið ánægjuefni að Prima Care hafi valið Mosfellsbæ fyrir starfsemi sína.

Bókun S-lista Samfylkingar:

Hvað varðar samskipti Mosfelssbæjar og Primacare þá er það mín skoðun að aðkoma bæjarins felist fyrst og fremst í að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína. Hvað varðar fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu í landinu er það á verksviði stjórnvalda á landsvísu að marka leikreglur þar um.

 

Afgreiðsla 1010. fundar bæjarráðs, varðandi lóðarleigusamning við Primacare ehf., samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum.

 


1.4.

201012188 - Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni v Kaffi Kidda Rót, tímabundið áfengisveitingaleyfiAfgreiðsla 1010. fundar bæjarráðs, varðandi umsögn til lögreglustjóra, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


1.5.

201012269 - Erindi Hauks Skúlasonar varðandi systkynaafsláttErindinu frestað á 1010. fundi bæjarráðs.

 


1.6.

201012271 - Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, umsagnarbeiðni vegna ÞrettándabrennuAfgreiðsla 1010. fundar bæjarráðs, varðandi umsögn til lögreglustjórans, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.


 2.

201101002F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1011


Fundargerð 1011. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 550. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

2.1.

201002156 - Tæknilegir tengiskilmálar veitnaAfgreiðsla 1011. fundar bæjarráðs, varðandi tæknilega tengiskilmála, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.2.

201009201 - Kosningar til StjórnlagaþingsFundargerð yfirkjörstjórnar lögð fram á 1011. fundi bæjarráðs. Fundargerðin lögð fram á 550. fundi bæjarstjórnar.

 


2.3.

201012269 - Erindi Hauks Skúlasonar varðandi systkinaafsláttAfgreiðsla 1011. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.4.

2010081680 - Vegur að Helgafellstorfu, deiliskipulagAfgreiðsla 1011. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til umhverfissviðs og stjórnsýslusviðs til umsagnar, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.5.

201011136 - Rekstraráætlun Sorpu bs. 2011Rekstraráætlunin lögð fram á 1011. fundi bæjarráðs. Rekstraráætlunin lögð fram á 550. fundi bæjarstjórnar.

 


2.6.

201002022 - Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengunTil máls tóku JJB, HS og KT.

Afgreiðsla 1011. fundar bæjarráðs, um framlagningu gagna og að óska umsagnar umhverfissviðs, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.7.

201012284 - Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna lyktarmengunar í MosfellsbæAfgreiðsla 1011. fundar bæjarráðs, um að fela umhverfissviði að vinna tillögu að svörum o.fl., samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.8.

201010137 - Reglur um sérstakar húsaleigubæturAfgreiðslu frestað á 1011. fundi bæjarráðs. Frestað á 550. fundi bæjarstjórnar.

Til máls tóku: JJB, KT, BH, HSv og JS.

 

Tillaga fulltrúa M - lista Íbúahreyfingarinnar:

Í umsögnum embættismanna vegna húsaleigubóta, kemur fram að ekkert opinbert viðmið sé til fyrir húsaleigu, Íbúahreyfingin leggur til að bærinn setji slík viðmið t.d. á grundvelli fasteignamats. Þá hefur komið fram að íbúi þurfi að hafa átt lögheimili í sveitarfélaginu í 12 mánuði til þess að eiga rétt á húsaleigubótum og nágrannasveitarfélögin hafi sambærilegar reglur. Hér er augljóst gat í velferðarnetinu og leggur Íbúahreyfingin til að fulltrúi Mosfellsbæjar í SSH leggi þar til að settar verði sameiginlegar reglur með það fyrir augum að stoppa í þetta gat.

 

Samþykkt að vísa málinu til frekari skoðunar fjölskyldunefndar. Samþykkt með sex atkvæðum.

 


2.9.

201012208 - Erindi Einars Sch Thorsteinssonar varðandi álagningu fasteignagjaldaAfgreiðsla 1011. fundar bæjarráðs, um að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


2.10.

201012263 - Erindi Huldu Margrétar Eggertsdóttur varðandi niðurfellingu heimgreiðslnaAfgreiðslu frestað á 1011. fundi bæjarráðs. Frestað á 550. fundi bæjarstjórnar.

 


2.11.

201012288 - Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi breytingu á gjaldskráAfgreiðslu frestað á 1011. fundi bæjarráðs. Frestað á 550. fundi bæjarstjórnar.

 

3.

201101006F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1012


Fundargerð 1012. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 550. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

3.1.

201012288 - Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi breytingu á gjaldskráAfgreiðsla 1012. fundar bæjarráðs, varðandi breytingu á gjaldskrá, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


3.2.

201012263 - Erindi Huldu Margrétar Eggertsdóttur varðandi niðurfellingu heimgreiðslnaAfgreiðsla 1012. fundar bæjarráðs, um að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


3.3.

201010137 - Reglur um sérstakar húsaleigubæturAfgreiðsla 1012. fundar bæjarráðs, um að óska eftir frekari skoðun fjölskyldunefndar, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


3.4.

201012269 - Erindi Hauks Skúlasonar varðandi systkinaafsláttTil máls tóku JJB, HSv, JS, HS. BH og HP.

 

Tilalga fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:

Íbúahreyfingin er á þeirri skoðun að bæjarbúar eigi ekki að líða fyrir ónákvæmni í reglum, breytir þar engu hvernig embættismenn hafi túlkað reglurnar. Íbúahreyfingin legur til að bærinn verði við ósk Hauks Skúlasonar varðandi systkinaafslátt.

 

Tillaga HSv D-lista:

Eins og bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar er fullkunnugt um er þetta mál um styrki til foreldra með börn hjá dagforeldrum á dagskrá bæjarráðs í fyrramálið, því er lagt til að þessari tillögu verði vísað til þess dagskrárliðar.

 

Afgreiðsla 1012. fundar bæjarráðs, um að synja erindinu, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


3.5.

200802201 - Hjúkrunarheimili í MosfellsbæTil máls tóku: JJB og HSv.

Afgreiðsla 1012. fundar bæjarráðs, um staðfestingu á hönnunarsamningi o.fl., samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


3.6.

200912059 - Verkfallslisti sbr. lög 94/1986Til máls tóku: JJB og HSv.

 

Tillaga fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:

Greinar 4, 5, 6, 7 og 8 í lögum nr. 94/1986 brjóta 74. grein stjórnarskrár sem fjallar um félagarétt án þess að undantekningarákvæði 74. gr. eigi við. Ekki verður séð að góð ástæða liggi að baki því að taka verkfallsrétt af eftirfarandi embættismönnum og óskar Íbúahreyfingin eftir rökstuðningi:

Forstöðumaður fjármáladeildar (fjármálastjóri)

Innheimtufulltrúi (staðgengill fjármálastjóra)

Forstöðumaður kynningarmála

Skjalastjóri

Mannauðsstjóri

Starfsmenn launadeildar

Þjónustustjóri

Íþróttafulltrúi (forstöðumaður íþróttamannvirkja)

Tómstundafulltrúi (forstöðumaður æskulýðsmiðstöðvar)

Skólafulltrúi

Verkefnisstjóri (staðgengill skólafulltrúa)

Aðstoðarleikskólastjórar

Sviðsstjóri Krikaskóla

Aðstoðarleikskólastjóri Krikaskóla

Skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar

Forstöðumaður bókasafns

Deildarstjóri á bókasafni

Forstöðumaður í félagsstarfi aldraðra

Húsnæðisfulltrúi

Verkefnisstjóri vegna þjónustu við börn

Verkefnisstjóri vegna þjónustu við fullorðna

Forstöðumaður búsetukjarna Hulduhlíð

Forstöðumaður búsetukjarna Klapparhlíð

Forstöðumaður búsetukjarna Þverholti

Deildarstjóri tæknideildar (forstöðumaður áhaldahúss)

Deildarstjóri umhverfisdeildar (byggingarfulltrúi)

Umsjónarmaður veitna

Forstöðumaður fasteigna

Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits

Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa afgreiðslu 1012. fundar bæjarráðs, um framlagningu og birtingu á verkfallslista og ákvörðun um þau störf sem undanskilin eru verkfallsrétti til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. 

 


3.7.

201010152 - Eldra íþróttahús að Varmá - þaklekiAfgreiðslu frestað á 1012. fundi bæjarráðs. Frestað á 550. fundi bæjarstjórnar.

 


3.8.

201101060 - Erindi Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes IAfgreiðslu frestað á 1012. fundi bæjarráðs. Frestað á 550. fundi bæjarstjórnar.

 


3.9.

201101153 - EndurfjármögnunBæjarráð gerði svofellda samþykkt á 1012. fundi sínum:

 

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 580.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við lánssamning nr. 1/2011 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna fasteignarlán hjá Landsbankanum vegna íþróttamiðstöðvarinnar Lækjarhlíð í Mosfellsbæ, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 500.000.000 kr. til 23 ára, í samræmi við lánssamning nr. 2/2011 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna fasteignarlán hjá Landsbankanum vegna íþróttamiðstöðvarinnar Lækjarhlíð í Mosfellsbæ, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita tvo lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Ofangreint samþykkt með þremur atkvæðum.

 

Ofangreind samþykkt bæjarráðs samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


3.10.

201011291 - Erindi Kjósarhrepps varðandi áframhaldandi samstarf á sviði félagsmálaTil máls tóku: JJB, HP, HSv, JS og HS.

Afgreiðsla 1012. fundar bæjarráðs, um samþykkt á fyrirliggjandi samningi, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 
4.

201012019F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 167


Fundargerð 167. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 550. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.

4.1.

200802201 - Hjúkrunarheimili í MosfellsbæTil máls tóku: JJB, HP og HS,

Afgreiðsla 167. fundar fjölskyldusviðs, varðandi leið B við byggingu hjúkrunarheimilis, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


4.2.

201010137 - Reglur um sérstakar húsaleigubæturAfgreiðsla 167. fundar fjölskyldusviðs, varðandi umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


4.3.

201011130 - Uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta 2009Uppgjör framlaga vegna húsaleigubóka 2009 lagt fram á 167. fundi fjölskyldunefndar. Uppgjörið lagt fram á 550. fundi bæjarstjórnar.

 


4.4.

201012219 - Fundir fjölskyldunefndar árið 2011Fundir fjölskyldunefndar árið 2011 lagðir fram á 167. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 550. fundi bæjarstjórnar.

 

 5.

201101004F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 247


Fundargerð 247. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 550. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

5.1.

201011273 - Byggingaleyfi fyrir Framhaldsskóla í MosfellsbæTil máls tóku: JJB, HP, HSv, HS og BH.

 

Afgreiðsla 247. fundar fræðslunefndar, varðandi kynningu á teikningum framhaldsskóla, lögð fram á 550. fundi bæjarstjórnar.

 

Tillaga fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar:

Í framhaldi af umræðu um heiti dagskrárliða og mála í málaskrá leggur Íbúahreyfingin til að athuga hjá One Systems hvort hönnunargalli í kerfinu  valdi því að heiti mála sé lykill að málinu í málaskrá. Það er ljóst á þeirri umræðu sem farið hefur fram um þetta mál og fjölmörg önnur að mjög nauðsynlegt er að setja mismunandi heiti á dagskrárliði sem fjalla um sama mál eða flokkað sem eitt mál undir málkerfinu.

Sé um hönnunargalla að ræða gerir Íbúahreyfingin að tillögu sinni að kerfinu verði breytt.

 

Samþykkt að vísa tillögunni til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar og kostnaðarmats.

 


5.2.

201012183 - Grunnskólabörn í Mosfellsbæ 2010-2011Til máls tók: HP.

Afgreiðsla 247. fundar fræðslunefndar, varðandi upplýsingar um fjölda grunnskólabarna o.fl., lögð fram á 550. fundi bæjarstjórnar.

 


5.3.

201101090 - Niðurstöður samræmdraprófa 2010Til máls tóku: HP, JS og BH.

Afgreiðsla 247. fundar fræðslunefndar, varðandi upplýsingar um niðurstöður samræmdra prófa o.fl., lögð fram á 550. fundi bæjarstjórnar.

 


5.4.

201101103 - Verk eftir Ragnar Lár gefin MosfellsbæTil máls tóku: HP, KT, BH og JS.

Afgreiðsla 247. fundar fræðslunefndar, varðandi móttöku á gjöf, lögð fram á 550. fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn tekur undir þakkir fræðslunefndar til ekkju listamannsins fyrir höfðinglega gjöf.

 


5.5.

201012258 - Bréf frá nemendum í KrikaskólaTil máls tóku: HP, BH og JJB.

Afgreiðsla 247. fundar fræðslunefndar, um að fela Skólaskrifstofu erindið til umsagnar, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 6.

201101003F - Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 292


Fundargerð 292. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 550. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

6.1.

200911439 - Bugðutangi 21, umsókn um byggingarleyfiAfgreiðsla 292. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um að fela embættismönnum að gera tillögu að svörum við framkomnum athugasemdum, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


6.2.

201012187 - Þverholt 2, umsókn um leyfi fyrir göngum frá vörumóttöku á jarðhæð að skrifstofuhúsiAfgreiðsla 292. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um samþykki og að fela byggingarfulltrúa afgreiðslu málsins, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


6.3.

2010081686 - Völuteigur 6, (Ístex) umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbygginguAfgreiðsla 292. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um m.a. samþykki á breyttri deiliskipulagstillögu, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


6.4.

200909667 - Merkjateigur 8, umsókn um byggingarleyfiAfgreiðsla 292. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um m.a. að fela byggingarfulltrúa afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 


6.5.

201101006 - Erindi Úrskurðarnefndar vegna synjunar byggingarleyfisErindið lagt fram á 292. fundar skipulags- og byggingarnefndar. Lagt fram á 550. fundi bæjarstjórnar.

 


6.6.

201101105 - Nýtt hesthúsahverfi í aðalskipulagiTil máls tóku: JJB, BH, HSv, JS og KT.

Afgreiðsla 292. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um m.a. að fela embættismönnum frekari gagnaöflun, samþykkt á 550. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

Tillaga fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:

Íbúahreyfingin leggur til að könnuð verði þörf á nýju hesthúsahverfi meðal íbúa áður en lengra er haldið. Samþykkt með sex atkvæðum að vísa tillögunni til skipulags- og byggingarnefndar.

 


6.7.

201101093 - Ný Skipulagslög og Lög um mannvirki í stað Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997Til máls tóku: BH, HP og JJB.

Afgreiðslu frestað á 292. fundar skipulags- og byggingarnefndar. Frestað á 550. fundi bæjarstjórnar.

 

 7.

201101171 - Fundargerð 358. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins


Fundargerð 358. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram á 550. fundi bæjarstjórnar.

 8.

201012289 - Fundargerð 7. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis


Fundargerð 7. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram á 550. fundi bæjarstjórnar.

 9.

201012277 - Fimm ára rekstraráætlun Sorpu bs. 2012-2016


Rekstraráætlunin lögð fram á 1011. fundi bæjarráðs. Rekstraráætlunin lögð fram á 550. fundi bæjarstjórnar

 10.

201101355 - Kosningn fulltrúa í fræðslunefnd


Kosning á varafulltrúa V- lista í fræðslunefnd er Elísabet Kristjánsdóttir.

Samþykkt með sjö atkvæðum. 

  

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45

 

Til baka