Bæjarstjórnarfundur

11/11/2011

568. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,  miðvikudaginn 9. nóvember 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðupptaka af fundinum


Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Bryndís Brynjarsdóttir (BBr), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá:

1.  201110018F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1049
 Fundargerð 1049. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 568. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201110136 - Fundur með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011
  Afgreiðsla 1049. fundar bæjarráðs, varðandi fund með fjárlaganefnd, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.2. 201109233 - Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ
  Til máls tóku: JJB, SÓJ og HS.
Umræða fór fram á 1049. fundi bæjarráðs um stöðu og undirbúning að setningu sérstakrar lögreglusamþykktar. Lagt fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.3. 201110258 - Beiðni um umsögn v. rekstrarleyfis Tjaldanes
  Afgreiðsla 1049. fundar bæjarráðs, varðandi umsögn vegna rekstrarleyfis, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201110259 - Beiðni um umsögn rekstrarleyfis Minna-Mosfell
  Afgreiðsla 1049. fundar bæjarráðs, varðandi umsögn vegna rekstrarleyfis, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201110220 - Leiðakerfisbreytingar Strætó bs. 2012
  Afgreiðsla 1049. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201110263 - Samráðslýðræði, kynning á Íbúar ses
  Afgreiðsla 1049. fundar bæjarráðs, að óska eftir kynningu frá Íbúar ses, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201110264 - Jarðskjálftar af mannavöldum
  Til máls tóku: JJB, HSv og HS.
Afgreiðsla 1049. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs o.fl., samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.8. 200910037 - Einkasjúkrahús og hótel PrimaCare í Mosfellsbæ
  Kynning frá fram á 1049. fundi bæjarráðs á stöðu og undirbúningi Prima Care ehf. varðandi áform um að reisa einkasjúkrahús og hótel. Laft fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201111001F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1050
 Fundargerð 1050. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 568. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201109324 - Erindi Dalsbúsins ehf. varðandi dreifingu á lífrænum áburði
  Afgreiðsla 1050. fundar bæjarráðs, að senda bréfritara umsögn umhverfisnefndar o.fl., samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201109103 - Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu
  Afgreiðsla 1050. fundar bæjarráðs, að gera umsögn umhverfisnefndar að sinni og senda til SSH, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 201109428 - Beiðni um aðstoð við að halda utan um starfsemi fyrir atvinnuleitendur
  Afgreiðsla 1050. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 201110092 - Uppgræðsla á Mosfellsheiði - beiðni um styrk
  Afgreiðsla 1050. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 200802201 - Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ
  Til máls tóku: JJB, HSv, HS og JS.
 
Afgreiðsla 1050. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að undirrita viðauka II um samning um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða o.fl., samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Bæjarstjórn samþykkir að gefa út verðtryggðan skuldabréfaflokk með heildarheimild til útgáfu ISK 800.000.000, íslenskar krónur átta hundruð milljónir 00/100. Skuldabréfin skulu vera jafngreiðslubréf til 40 (fjörutíu) ára með afborgana- og vaxtagreiðslum á 6 (sex) mánaða fresti þann 2. apríl og 2. október ár hvert, í fyrsta sinn 2. október 2012. Skuldabréfin skulu bundin vísitölu neysluverðs til verðtryggingar á Íslandi með grunnvísitölu í nóvember 2011, sem er 383,30 stig. Nafnvextir skuldabréfanna skulu vera 4,04% fastir ársvextir. Að öðru leyti skulu ákvæði skuldabréfanna vera í samræmi við samþykkta skilmála útgáfulýsingar fyrir Verðbréfaskráningu Íslands hf.
 
Bæjarstjórn samþykkir tilboð H.F. Verðbréfa hf. dags. 26.9.2011 um útgáfu framangreinds skuldabréfaflokks. Bæjarstjórn samþykkir að selja H.F. Verðbréfum hf. skuldabréf að andvirði ISK 300.000.000 á árinu 2011 í samræmi við samningsdrög þar um milli bæjarins og félagsins.

Bæjarstjórn veitir Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119 fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að gefa út umræddan skuldabréfaflokk sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast útgáfu skuldabréfaflokksins í heild s.s. skráningu skuldabréfaútgáfunnar í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf.
 
Tillaga kom fram um að fella út orðið "ótakmarkað".
Fellt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
 
 2.6. 201110271 - Beiðni um athugasemdir við frumvarpsdrög um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000
  Afgreiðsla 1050. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar umhverfisnefndar, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.7. 201110293 - Erindi SSH - tillögur verkefnahóps 15 varðandi menntamál
  Afgreiðsla 1050. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar fræðslunefndar, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.8. 201110300 - Reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með einhverskonar fötlun
  Afgreiðsla 1050. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201110020F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 182
 Fundargerð 182. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 568. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201103425 - Barnavernd, ársfjórðungsskýrslur
  Ársfjórðungsskýrslur lagðar fram á 182. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 201110294 - Félagsþjónusta, ársfjórðungsleg yfirlit
  Ársfjórðungsleg yfirlit lögð fram á 182. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.3. 201110060 - Áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum fjárhagsárið 2012.
  Áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum fjárhagsárið 2012 lögð fram á 182. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.4. 201110140 - Framkvæmdaáætlun jafnréttismála 2012
  Afgreiðsla 182. fundar fjölskyldunefndar, um samþykkt á framlagðri framkvæmdaáætlun jafnréttismála 2012, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
4.  201110016F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 259
 Fundargerð 259. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 568. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201105180 - Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf
  Lokaskýrslan verkefnisins Allt hefur áhrif lögð fram á 259. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201110241 - Unglingar og forvarnir
  Umræða fór fram um forvarnir í Mosfellsbæ á 259. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.3. 201110240 - Samstíga foreldrar, fundur foreldra 3. nóv í Hlégarði
  Afgreiðsla 259. fundar fræðslunefndar, um að hvetja til þátttöku í fundi Samstíga foreldra lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.4. 201109106 - Hvatning velferðarvaktarinnar
  Afgreiðsla 259. fundar fræðslunefndar, að kynna erindið í stofnunum Mosfellsbæjar, í öðrum nefndum bæjarins og íþrótta- og tómstundafélögum, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.5. 201110008 - Erindi Skólar ehf. varðandi samstarf um mótun heilsustefnu grunnskóla
  Erindið kynnt á 259. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.6. 200809341 - Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2012
  Í afgreiðslu 259. fundar fræðslunefndar er lagt til við bæjarstjórn að hún samþykki starfsáætlanir skólanna. Starfsáætlanir skólanna samþykktar á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.7. 201110243 - Þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti
  Afgreiðsla 259. fundar fræðslunefndar, að hvertja til samstarfs og þátttöku í átakinu, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
5.  201110012F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 308
 Fundargerð 308. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 568. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 2011081227 - Lokun Áslands við Vesturlandsveg, athugasemdir íbúa
  Afgreiðsla 308. fundar skipulagsnefndar, þar sem óskað er eftir tillögu að legu Brúnáss að Ásavegi og frekari gögnum um hljóðvistarmál svæðisins, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.2. 201109457 - Uglugata 7, fyrirspurn um aukaíbúð og hússtærð
  Erindinu frestað á 308. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.3. 201110295 - Breytingar á deiliskipulagi 2.-4. áfanga Helgafellshverfis
  Afgreiðsla 308. fundar skipulagsnefndar, varðandi að gerðar verði tillögur að breytingum á deiliskipulagi 2. - 4. áfanga Helgafellshverfis í samræmi við framlagði minnispunkta skipulagsfulltrúa, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.4. 201110158 - Arnartangi 15 - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu o.fl.
  Afgreiðsla 308. fundar skipulagsnefndar, um að grenndarkynning fari fram, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.5. 201110159 - Blesabakki 4, umsókn um samþykki á reyndarteikningum.
  Afgreiðsla 308. fundar skipulagsnefndar, um að grenndarkynning fari fram, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.6. 201109468 - Erindi íbúa um hraðahindrun í Tröllateig
  Afgreiðsla 308. fundar skipulagsnefndar, um að erindið verði tekið til skoðunar, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.7. 201109391 - Stefnumótun um almenningssamgöngur og vistvæna ferðamáta
  Erindið var lagt fram til kynningar á 308. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.8. 201110220 - Leiðakerfisbreytingar Strætó bs. 2012
  Erindinu frestað á 308. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.9. 201110109 - Samræming á lögsögumörkum milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur á Hólmsheiði
  Erindinu frestað á 308. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.10. 201109392 - Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins
  Afgreiðsla 308. fundar skipulagsnefndar, á umsögn til bæjarráðs vegna erindisins, lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
   
6.  201110010F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 128
 Fundargerð 128. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 568. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201104248 - Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2011
  Til máls tóku: JS, HSv, HS og BH.
Bæjarfulltrúar Íbúahreyfingarinnar og Samfylkingar tóku undir bókun nefndarmanna S og M lista undir þessum dagskrárlið á 128. fundi umhverfisnefndar.
 
Erindið lagt fram á 128. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.2. 201109404 - Afmörkun friðlýsts svæðis við Varmárósa
  Til máls tóku: JJB, JS og HS.
 
Afgreiðsla 128. fundar umhverfisnefndar, um m.a. breytingu á mörkun friðlandsins, drög að umsjónarsamningi og að umhverfisfulltrúa verði falið að vinna áfram að málinu, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lét bóka að hann tæki undir bókun nafndarmanna S lista undir þessum dagskrárlið á 128. fundi umhverfisnefndar.
 
 6.3. 201109113 - Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010
  Afgreiðsla 128. fundar umhverfisnefndar, um m.a. að fela umhverrisstjóra að taka saman upplýsingar um orsakir mengunar og leggja fram tillögur að úrbótum , samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
6.4. 201110232 - Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd
Erindinu var frestað á 128. fundi umhverfisnefndar. Frestað á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
6.5. 201110092 - Uppgræðsla í beitarhólfinu á Mosfellsheiði - beiðni um styrk
Afgreiðsla 128. fundar umhverfisnefndar um að nefndin sé hlynnt erindinu lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.6. 201109324 - Erindi Dalsbúsins ehf. varðandi dreifingu á lífrænum áburði
Afgreiðsla 128. fundar umhverfisnefndar varðandi umsögn til bæjarráðs lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.7. 201109103 - Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu
Afgreiðsla 128. fundar umhverfisnefndar varðandi umsögn til bæjarráðs lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201110021F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 200
Fundargerð 200. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 568. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 7.1. 201110213 - Skuggabakki 6, umsókn um byggingarleyfi
 Fundargerð 200. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.2. 201110186 - Þrastarhöfði 57, byggingaleyfi fyrir útigeymslu
 Fundargerð 200. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.3. 201110253 - Þverholt 2, umsókn um byggingarleyfi
 Fundargerð 200. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 568. fundi bæjarstjórnar.
 
   
8.  201111036 - Fundargerð 12. fundar Samstarfsnefndar Sambands ísl. sveitarfélaga og Félags vélstjóra og málmtæknimanna
Til máls tóku: HSv, JJB og HP.
Fundargerð 12. fundar samstarfsnefndar Sambands ísl. sveitarfélaga og Félags vélstjóra og málmtæknimanna lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201110244 - Fundargerð 161. fundar Strætó bs
 Til máls tóku: BH, JJB, HP, HSv, HS og BBr.
Fundargerð 161. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201111006 - Fundargerð 162. fundar Strætó bs
 Fundargerð 162. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
   
11.  201111033 - Fundargerð 367. fundar SSH
 Til máls tóku: HSv, JJB, BH, JJB, JS
Fundargerð 367. fundar stjórnar SSH lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
   
12.  201111034 - Fundargerð 368. fundar SSH
 Fundargerð 368. fundar stjórnar SSH lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
   
13.  201111035 - Fundargerð 369. fundar SSH
 Til máls tóku: JS og HSv.
Fundargerð 369. fundar stjórnar SSH lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
   
14.  201111039 - Fundargerð 790. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga
 Fundargerð 790. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
   
15.  201110302 - Fundargerð 7. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
 Til máls tóku: HS og JJB.
Fundargerð 7. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram á 568. fundi bæjarstjórnar.
   
16.  201110277 - Samþykkt aðalfundar EBÍ varðandi ágóðahlutagreiðslur 2011
 Til máls tóku: HP, JJB, HS, HSv, JS og BH.
Fyrirliggjandi er tillaga frá 1050. fundi bæjarráðs um að leggja til að Eignarhaldsfélagi Brúnabótafélags Íslands hf. verði slitið.
Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
 
Íbúahreyfingin leggur til að bæjarstjórn feli fjármálastjóra að reikna út fjárhagslega kosti við að gera upp EBÍ eða ekki með tilliti til rekstrarkostnaðar og ávöxtunar hjá EBÍ og því að minka má lántökur hjá Mosfellsbæ sé félagið gert upp.
Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
 
Bókun.
Bæjarfulltrúar D-, V- og S lista telja það alls ekki þjóna fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga að leggja niður Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. Við það myndu sveitarfélög verða af um 2,4 milljarða framtíðar eignarhlut og yrði því tap Mosfellsbæjar umtalsvert þar sem bærinn á um 2,2% hlut í sameignarsjóði félagins. Mosfellsbær hefur frá árinu 1998 fengið um 76,4 milljónir í arð, auk styrkja sem félagasamtök og stofnanir hafa hlotið til ýmissa samfélagsverkefna.
 
Bókun.
Mosfellbær og önnur sveitarfélög sem aðild eiga að Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands vilja ekki slíta félaginu vegna þess að þá fá einstaklingar sem eiga í sjóðnum greitt út, en við fráfall þeirra einstaklinga eignast sveitarfélögin höfuðstól þeirra. Þetta er siðlaust.
Mosfellsbær er rekinn með tapi sem mæta þarf með lántöku og þarf því á öllu því fjármagni að halda sem hægt er að afla. Það er óskiljanlegt að Sjálfstæðisflokkur, VG og Samfylkingin vilji ekki kanna hvort hagkvæmara og siðlegra væri að leysa félagið upp.
   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35

 

Til baka