Bæjarstjórnarfundur

08/12/2011

570. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,   miðvikudaginn 7. desember 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðupptaka af fundinum 

 

Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

 

Dagskrá:

1.  201111017F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1053
 Fundargerð 1053. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 570. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201106051 - Erindi varðandi bráðabirgðarheimreið að Helgafelli framhjá Fellsási 2
  Afgreiðsla 1053. fundar bæjarráðs, um að heimila undirbúning eignanámsferlis, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.2. 201111145 - Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2012
  Afgreiðsla 1053. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201111164 - Erindi LSS varðandi styrk
  Afgreiðsla 1053. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201111176 - Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 (ii)
  Afgreiðsla 1053. fundar bæjarráðs, að samþykkja endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201104216 - Erindi Veislugarðs varðandi niðurfellingu á leigu á Hlégarði
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1053. fundi bæjarráðs. Frestað á 570. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.6. 201111185 - Niðurgreiðslur til foreldra á gjaldi til dagforeldra og leikskóla
  Afgreiðsla 1053. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fræðslunefndar og til fjárhagsáætlunar 2012,  samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201111175 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2011
  Erindið kynnt á 1053. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201111023F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1054
 Fundargerð 1054. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 570. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201104216 - Erindi Veislugarðs varðandi niðurfellingu á leigu í Hlégarði
  Afgreiðsla 1054. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstóra að koma með formlega tillögu í málinu, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201110293 - Erindi SSH - tillögur verkefnahóps 15 varðandi menntamál
  Afgreiðsla 1054. fundar bæjarráðs, að senda umsögn fræðslunefndar til SSH, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 201109439 - Utanhússviðgerðir á eldri deild Varmárskóla
  Afgreiðsla 1054. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að bjóða út utanhússviðgerðir, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 201111200 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar.
  Afgreiðsla 1054. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201111233 - Erindi Gísla Friðrikssonar varðndi skautasvell í Mosfellsbæ
  Afgreiðsla 1054. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umhverfissviðs og íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
  Afgreiðsla 1054. fundar bæjarráðs, að vísa fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar til fyrri umræðu, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201111022F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 184
 Fundargerð 184. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 570. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201111131 - Áskorun frá velferðarvaktinni
  Erindið lagt fram á 184. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 201111015 - Erindi Samtaka um kvennaathvarf, varðandi rekstarstyrk fyrir árið 2012
  Afgreiðsla 184. fundar fjölskyldunefndar, að vísa erindinu til afgreiðslu styrkbeiðna 2012, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.3. 201111145 - Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2012
  greiðsla 184. fundar fjölskyldunefndar, að vísa erindinu til afgreiðslu styrkbeiðna 2012, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.4. 201109269 - Aðgerðaráætlun sveitarfélaga um aðgerðir gegn obeldi gegn konum
  Afgreiðsla 184. fundar fjölskyldunefndar, að vísa erindinu til skoðunar fjölskyldusviðs, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.5. 201110294 - Félagsþjónusta, ársfjórðungsleg yfirlit
  Erindið kyhnnt á 184. fundir fjölskyldunefndar. Lagt fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201111021F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 261
 Fundargerð 261. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 570. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201111219 - Ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, reglugerð
  Erindið lagt fram á 261. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201111185 - Niðurgreiðslur til foreldra á gjaldi til dagforeldra og leikskóla
  Erindið lagt fram á 261. fundi fræðslunefndar og jafnframt vísað til fjárhagsáætlunar 2012. Lagt fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.3. 201111216 - 2010 árgangur
  Erindið lagt fram á 261. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.4. 201111220 - Aðalnámaskrá leikskóla
  Erindið lagt fram á 261. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.5. 201111101 - Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2010-2011
  Erindið lagt fram á 261. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201111020F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 310
 Fundargerð 310. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 570. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201111068 - Umsagnarbeiðni um drög að skipulagsreglugerð
  Afgreiðsla 310. fundar skipulagsnefndar, um að fela skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn til bæjarráðs, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.2. 201110271 - Frumvarpsdrög um breytingar á lögum nr. 106/2000 send til umsagnar
  Afgreiðsla 310. fundar skipulagsnefndar, um að fela skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn til umhverfisráðuneytisins, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.3. 201110109 - Samræming á lögsögumörkum milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur á Hólmsheiði
  Afgreiðsla 310. fundar skipulagsnefndar, að vísa erindinu til bæjarráðs, samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.4. 201109457 - Uglugata 7, fyrirspurn um aukaíbúð og hússtærð
  Afgreiðsla 310. fundar skipulagsnefndar, um aukaíbúð o.fl.,  samþykkt á 570. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.5. 201101105 - Nýtt hesthúsahverfi í aðalskipulagi
  Erindið lagt fram á 310. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
 
   
6.  201111016F - Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 15
 Fundargerð 15. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 570. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201007027 - Kynning á stjórnsýslu bæjarins
  Erindið kynnt á 15. fundi Ungmennaráðs. Lagt fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201112018 - Fundargerð 103. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs
 Fundargerð 103. fundar SHS lögð fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
   
8.  201112019 - Fundargerð 104. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs
 Fundargerð 104. fundar SHS lögð fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201112020 - Fundargerð 105. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs
 Fundargerð 105. fundar SHS lögð fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201112022 - Fundargerð 106. fundar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.
 Til máls tóku: HSv, HS, JJB, JS og HP.
Fundargerð 106. fundar SHS lögð fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
   
11.  201112011 - Fundargerð 164. fundar Strætó bs
 Fundargerð 164. fundr Strætó bs. lögð fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
   
12.  201112012 - Fundargerð 292. fundar Sorpu bs
 Til máls tók: HS.
Fundargerð 292. fundr Sorbu bs. lögð fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
   
13.  201112013 - Fundargerð 8. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsýslu
 Til máls tóku: HS, JS, JJB, HSv, KT og HP.
Fundargerð 8. fundr Heilbrigðiseftirlist Kjósarsvæðis lögð fram á 570. fundi bæjarstjórnar.
   
14.  201111174 - Erindi SSH varðandi tilnefningu í fulltrúaráð
 Til máls tóku: HSv, JS, HS, JJB og BH.
 
Tillaga kom fram um eftirtalda sem fulltrúa Mosfellsbæjar í fulltrúaráð SSH.
Bryndísi Haraldsdóttur, Karl Tómasson og Jón Jósef Bjarnason.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast tillagan samþykkt samhljóða.
   
15.  201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
 Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mætt á fundinn Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
 
Bæjarstjóri fór yfir fyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2012 og gerði grein fyrir helstu atriðum áætlunarinnar. Hann þakkaði að lokum starfsmönnum fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar.

Forseti bæjarstjórnar tók undir orð bæjarstjóra og þakkaði starfsmönnum fyrir framlag þeirra til undirbúnings áætlunarinna.
Bæjarfulltrúar tóku undir þakkir bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar til starfsmanna.

Til máls tóku: HSv, JJB, JS, BÞÞ, UVI, BH, HS, HP og KT.

Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 21. desember nk.
   
16.  201112001 - Þriggja ára áætlun 2013-2015
 Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mætt á fundinn Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
 
Bæjarstjóri fór yfir fyrirliggjandi þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2013 - 2015 og gerði grein fyrir helstu atriðum áætlunarinnar. Hann þakkaði að lokum starfsmönnum fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar.
 
Forseti bæjarstjórnar tók undir orð bæjarstjóra og þakkaði starfsmönnum fyrir framlag þeirra til undirbúnings áætlunarinna.
Bæjarfulltrúar tóku undir þakkir bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar til starfsmanna.
 
Til máls tóku: HSv, JJB, PJL, HSv og BH.
 
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa þriggja ára áætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 21. desember nk.
   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:08

 

Til baka