Bæjarstjórnarfundur

01/03/2012

575. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 29. febrúar 2012 og hófst hann kl. 16:30


Hljóðskrá frá fundinum

 

Fundinn sátu:
Karl Tómasson (KT), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá:

1.     201202010F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1063
    Fundargerð 1063. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 575. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    1.1.    201202075 - Yfirlýsing Mosverja og Mosfellsbæjar í tilefni 50 ára afmælis skátafélagsins
        Afgreiðsla 1063. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna o.fl., samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.2.    201202085 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um 12 ára fjarskiptaáætlun
        Afgreiðsla 1063. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.3.    201202086 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um 4 ára fjarskiptaáætlun
        Afgreiðsla 1063. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.4.    201202090 - Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi umsögn um Kaffihúsið Álafossi
        Afgreiðsla 1063. fundar bæjarráðs, að bæjarráð geri ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis o.fl., samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.5.    201202106 - Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2012
        Afgreiðsla 1063. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að undirrita samning við H.F. verðbréf o.fl.
 
Bæjarstjórn veitir Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119 fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að gefa út og selja skuldabréf í flokknum MOS 11 1 að nafnverði ISK 500.000.000 sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast útgáfu og sölu skuldabréfanna.
Samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.6.    201202128 - Atvinnuátakið Vinnandi vegur
        Til máls tóku: HBA, HSv og JJB.
Afgreiðsla 1063. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og bæjarstjóra til umsagnar, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.7.    201202129 - Sumarstörf 2012
        Afgreiðsla 1063. fundar bæjarráðs, um tilhögun sumarstarfa 2012, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.8.    201202130 - Upplýsingaskylda félaga og félagasamtaka sem þiggja styrki frá Mosfellsbæ
        Erindinu var frestað á 1063. fundi bæjarráðs. Frestað á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
        
2.     201202017F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1064
    Fundargerð 1064. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 575. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    2.1.    201108002 - 2. landsmót UMFÍ 50 ára og eldri árið 2012 í Mosfellsbæ
        Afgreiðslu erindisins vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
        Til máls tóku: JJB, HSv, BH, KGÞ og KT.
 
Erindinu var vísað til bæjarstjórnar frá bæjarráði.
 
Tillaga.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning vegna landsmóts 50 ára og eldri og felur bæjarstjóra að undirrita hann. 
Jafnframt lýsir bæjarstjórn yfir ánægju sinni með að þetta verkefni verði að veruleika hér í Mosfellsbæ og þeirri samstöðu sem um það ríkir hjá félagasamtökum hér í bænum.  Mótið er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ljóst er að Mosfellsbær ásamt fyrirtækjum í hér í bæ munu njóta góðs af því að hingað  komi fjöldi fólk víða  af landinu til þess að eiga góða stund og um leið nýta sér þá þjónustu sem boðið er upp á í bæjarfélaginu. Þetta er skemmtilegur viðburður á 25 ára afmælisári bæjarins.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
 
Jón Jósef Bjarnason vill láta færa til bókar að hann samþykki samninginn en er mótfallinn auknum kostnaði Mosfellsbæjar vegna mótsins.
 
    2.2.    201202196 - 25 ára afmæli Mosfellsbæjar 2012
        Afgreiðsla 1064. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.3.    201202154 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um félagslega aðstoð
        Afgreiðsla 1064. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.4.    201202158 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um barnalög
        Afgreiðsla 1064. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.5.    201202157 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun á faglegri úttekt á réttargeðdeildinni að Sogni
        Afgreiðsla 1064. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.6.    201012284 - Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna lyktarmengunar í Mosfellsbæ
        Afgreiðsla 1064. fundar bæjarráðs, sem fólgst í bókun ráðsins varðandi lyktarmengun, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.7.    201112338 - Erindi SSH varðandi tillögur verkefnahóps SSH ( verkefnahópur 4 ) málefni innflytjenda
        Afgreiðsla 1064. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.8.    2010081418 - Framhaldsskóli - nýbygging
        Til máls tóku: HBA, HSv og SÓJ.
Erindinu var frestað á 1064. fundi bæjarráðs. Frestað á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    2.9.    201202165 - Framtíðarferli vegna leiðakerfisbreytinga hjá Strætó bs.
        Afgreiðsla 1064. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.10.    201109103 - Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu
        Afgreiðsla 1064. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda um endurvinnsluílát, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.11.    201202130 - Upplýsingaskylda félaga og félagasamtaka sem þiggja styrki frá Mosfellsbæ
        Afgreiðsla 1064. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.12.    201202135 - Þjónustusamningur SORPU bs og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um rekstur endurvinnslustöðvanna
        Afgreiðsla 1064. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
3.     201202008F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 189
    Fundargerð 189. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 575. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    3.1.    201202089 - Samningur um þjónustu við íbúa Skálatúnsheimilisins 2012-2014
        Erindið kynnt á 189. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.2.    201105156 - Reglur á fjölskyldusviði, endurskoðun 2011 -2012.
        Afgreiðsla 189. fundar fjölskyldunefndar á reglum á fjölskyldusviði sem nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja.
 
Til máls tók: KGÞ.
 
Reglur Mosfellsbæjar um þjónustu stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
Reglurnar samþykktar með sjö atkvæðum.
 
Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn.
Gjaldskráin samþykkt með sjö atkvæðum.
 
Reglur Mosfellsbæjar um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Reglurnar samþykktar með sjö atkvæðum.
 
Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðs fólks. (breyting á reglum)
Gjaldskráin samþykkt með sjö atkvæðum.
 
    3.3.    201201157 - Erindi Velferðarráðuneytis vegna útreiknings húsaleigubóta og lánveitinga til leiguíbúða 2012
        Erindið kynnt á 189. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.4.    201112333 - Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu
        Afgreiðsla 189. fundar fjölskyldunefndar, að vísa erindinu til afgreiðslu styrkbeiðna árið 2012, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.5.    201202101 - Bakvaktir í barnaverndarmálum
        Erindið kynnt á 189. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.6.    201202104 - Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA
        Erindið kynnt á 189. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.7.    201202105 - Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks-Þingsályktunartillaga Þingskjal 682-440. mál.
        Erindið lagt fram og kynnt á 189. fundir fjölskyldunefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.8.    201112338 - Erindi SSH varðandi tillögur verkefnahóps SSH ( verkefnahópur 4 ) málefni innflytjenda
        Á 189. fundi fjölskyldunefndar var afgreidd umsögn til bæjarráðs vegna erindisins. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
        
4.     201202015F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 265
    Fundargerð 265. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 575. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    4.1.    201202071 - Skólaráð grunnskóla Mosfellsbæjar 2008-12
        Til máls tóku: HBA, BH, JJB og KGÞ.
Erindið rætt á 265. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    4.2.    201111219 - Ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, reglugerð
        Erindið lagt fram til kynningar á 265. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    4.3.    201202175 - Innleiðing aðalnámskráa í leik- og grunnskólum
        Erindið lagt fram til kynningar á 265. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
        
5.     201202011F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 158
    Fundargerð 158. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 575. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    5.1.    201108002 - Erindi Ungmennafélags Íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012
        Á 158. fundi íþrótta- og tómstundanefndar voru lögð fram drög að samningi varðandi landsmótið og jafnframt lagt til að hann yrði samþykktur.
Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
Erindið er til afgreiðslu fyrr á þessum fundi sbr. fundargerð 1064. fundar bæjarráðs.
 
    5.2.    201104020 - Íþrótta- og tómstundaþing Mosfellsbæjar
        Erindið var rætt á 158. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    5.3.    201202126 - Samningur við Tómstundaskóla Mosfellsbæjar 2012
        Í afgreiðslu 158. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, er lagt til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn. Samningurinn samþykktur á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    5.4.    201201487 - Samstarf við ÍSÍ um afreksfólk úr Mosfellsbæ
        Erindið rætt á 158. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    5.5.    201202125 - Styrkir til efnilegra ungmenna 2012
        Afgreiðsla 158. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, að leggja til að styrkir til efnilegra ungmenna verði með sama sniði og síðasta sumar, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    5.6.    201202127 - Sumarvinna ungmenna 2012
        Erindið rætt á 158. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    5.7.    201202075 - Yfirlýsing Mosverja og Mosfellsbæjar í tilefni 50 ára afmælis skátafélagsins
        Afgreiðsla 158. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, að lýsa ánægju sinni með yfirlýsinguna, lögð fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
        
6.     201202014F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 315
    Fundargerð 315. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 575. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    6.1.    201201569 - Bugðutangi 11, umsókn um byggingarleyfi
        Afgreiðsla 315. fundar skipulagsnefndar, að fela embættismönnum að ræða við umsækjanda og hönnuð, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    6.2.    201202018 - Könnun á ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu 2011
        Erindið lagt fram til kynninar á 315. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    6.3.    201202181 - Efling almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, 10 ára tilraunaverkefni ríkis og sveitarfélaganna
        Til máls tóku: JJB, BH, HSv, BH, KGÞ og HBA.
Erindið lagt fram til kynninar á 315. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    6.4.    200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
        Til máls tók: BH.
Afgreiðsla 315. fundar skipulagsnefndar, um tillögu að texta inní aðalskipulagsgreinargerðina, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    6.5.    201103286 - Deiliskipulag Laugabólslands, tillaga að breytingum 2012
        Afgreiðsla 315. fundar skipulagsnefndar, að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst,  samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    6.6.    201201444 - Breyting á deiliskipulagi Íþróttasvæðis við Varmá, byggingarreitur fyrir fimleikahús
        Afgreiðsla 315. fundar skipulagsnefndar, að auglýst verði deiliskipulagsbreyting vegna íþróttasvæðisins við Varmá, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    6.7.    200804164 - Brú yfir Leirvogsá, umsókn um byggingarleyfi
        Afgreiðsla 315. fundar skipulagsnefndar, að ekki sé hægt að una við það hættuástand sem nú er af brúnni o.fl., samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    6.8.    201202162 - Stórikriki 48, leyfi fyrir vinnustofu á neðri hæð
        Erindinu var fresta á 315. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
        
7.     201202016F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 130
    Fundargerð 130. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 575. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    7.1.    201109465 - Útgáfa landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2013
        Erindið var lagt fram og kynnt á 130. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    7.2.    201109113 - Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010
        Til máls tóku: HBA, JJB, BH, RBG og KT.
Erindið var lagt fram og kynnt á 130. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
    7.3.    201109404 - Afmörkun friðlýsts svæðis við Varmárósa
        Afgreiðsla 130. fundar umhverfisnefndar, um að fela umhverfisstjóra að auglýsa leiðrétta afmörkun á friðlýstu svæði við Varmárósa, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    7.4.    201202170 - Umhverfisstefna Mosfellsbæjar 2012
        Afgreiðsla 130. fundar umhverfisnefndar, að fela umhverfisstjóra að vinna verkáætlun um gerð nýrrar umhverfisstefnu Mosfellsbæjar o.fl., samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    7.5.    201202171 - Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012
        Afgreiðsla 130. fundar umhverfisnefndar, að fela umhverfisstjóra að safna saman upplýsingum um afrakstur af vinnu við Staðardagskrá 21, samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    7.6.    201106069 - Gróðursetningar í Ævintýragarði á hverfisverndarsvæði
        Erindið lagt fram á 130. fundi umhverfisnefndar auk þess sem afgreidd var umbeðin umsögn nefndarinnar til skipulagsnefndar vegna erindisins. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
 
        
8.     201202209 - Fundargerð 109. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
    Til máls tók: HSv.
Fundargerð 109. fundar stjórnar SHS lögð fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
        
9.     201202210 - Fundargerð 322. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
    Til máls tóku: HSv, KGÞ, HBA og JJB.
Fundargerð 322. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
        
10.     201202153 - Fundargerð 374. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
    Til máls tóku: BH, HSv, KT, JJB, KGÞ og RBG.
Fundargerð 374. fundar stjórnar SSH lögð fram á 575. fundi bæjarstjórnar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05

Til baka