Bæjarstjórnarfundur

10/05/2012

580. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 9. maí 2012 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum


Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt með sjö atkvæðum að taka á dagskrá fundargerð 320. fundar skipulagsnefndar.

Dagskrá:

1.     201204019F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1072
    Fundargerð 1072. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 580. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    1.1.    201101392 - Hjúkrunarheimili nýbygging
        Afgreiðsla 1072. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að undirbúa útboð, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar sem sjö atkvæðum.
 
    1.2.    201112017 - Erindi Kristínar B Reynisdóttur varðandi götuna Lágholt
        Afgreiðsla 1072. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar sem sjö atkvæðum.
 
    1.3.    201204069 - Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana
        Afgreiðsla 1072. fundar bæjarráðs, um tilnefningu í starfshóp, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar sem sjö atkvæðum.
 
    1.4.    201204131 - Erindi Lögskila ehf. varðandi Laxnes I
        Afgreiðsla 1072. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar sem sjö atkvæðum.
 
    1.5.    201204150 - Erindi Motomos varðandi styrk
        Afgreiðsla 1072. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar sem sjö atkvæðum.
 
    1.6.    201204153 - Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála
        1072. fundur bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á verkefnum stjórnsýslusviðs eins og því er lýst í greinargerð og þá stefnumörkun sem fram kemur í greinargerðinni um tölvumál og þróun rafrænnar stjórnsýslu.   
 
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar sem sjö atkvæðum.
 
    1.7.    201204162 - Erindi slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá 2012
        Afgreiðsla 1072. fundar bæjarráðs, að staðfesta gjaldskrá SHS, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar sem sjö atkvæðum.
 
    1.8.    201204167 - Stefnumótun stjórnar Sorpu vegna Metan hf.
        Erindinu frestað á 1072. fundi bæjarráðs. Frestað á 580. fundi bæjarstjórnar.
 
        
2.     201204022F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1073
    Fundargerð 1073. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 580. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 
Í lok þessa 1073. fundar bæjarráðs var farin vettvangsferð til Sorpu bs. í Álfsnesi.
 
Til máls tóku: HSv, HP, JJB, JS, BH, HS og KT.
 
Vettvangsferð bæjarráðs á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi staðfestir áhyggjur bæjarstórnar á lyktarmálum frá urðunarstaðnum.  Ljóst má vera að ekki hefur tekist að leysa þessi mál svo ásættanlegt sé og hefur bæjarstjórn Mosfellsbæjar miklar áhyggjur af þróun mála í Álfsnesi. Bæjarstjórn tekur undir ályktun íbúafundar sem haldin var þann 3. maí sl. en þar segir: 
"Íbúafundur sem haldinn var í Listasal Mosfellsbæjar 3. maí sl. um starfsemi SORPU bs. í Álfsnesi, leggst gegn því að SORPA fái áframhaldandi starfsleyfi í Álfsnesi. Íbúafundurinn telur starfsemina ekki  eiga  heima nálægt byggð meðal annars vegna lyktarmengunar. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á undanförnum árum til að bregðast við lyktarmenguninni hafa ekki skilað tilætluðum árangri.
Íbúafundurinn skorar á stjórn SORPU og og aðildarsveitarfélög að standa saman að því að finna nýtt framtíðarsvæði fyrir starfsemi SORPU."
 
 
Tillaga Íbúahreyfingarinnar.
Í heimsókn bæjarráðs til Sorpu síðasta fimmtudag, stóð yfir losun á lyktarsterkum úrgangi úr gámabíl í seyruholu, en við það gaus upp gríðarleg og óbærileg lykt. Íbúahreyfingin leggur til við bæjarstjórn að hún fari fram á við Sorpu að lyktarsterkum úrgangi sé eingöngu safnað í þar til gerða bíla sem útbúnir eru með dælubúnað og að "klósettið" sem notað er fyrir gámabíla verði ekki opnað nema líf liggi við.
Tilgangurinn með þessu er að losa íbúa Mosfellsbæjar við verstu óþægindin þar til fundin er ný staðsetning fyrir Sorpu.
Jón Jósef Bjarnason.
 
Til máls tóku um tillöguna: HS, JS, BH, JJB, HSv, HP og KT.
 
Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.
 

Bókun fullrúa D-, V- og S- lista.
Með tillögu þessari er ljóst að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir sér ekki fulla grein fyrir því vandamáli sem íbúar Mosfellsbæjar standa frammi fyrir vegna starfsemi SORPU bs. í Álfsnesi. Um er að ræða einföldun á mun víðtækara vandamáli.
       
    2.1.    200804213 - Erindi Rögnvalds Þorkelssonar varðandi hugmyndir að skipulagningu á spildu úr landi Lundar
        Afgreiðsla 1073. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar sem sjö atkvæðum.
 
    2.2.    201204212 - Vinnuflokkabíll Þjónustustöðvar
        Afgreiðsla 1073. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ganga frá kaupum á bíl fyrir Þjónustustöð, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar sem sjö atkvæðum.
 
    2.3.    201204227 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða
        Erindið lagt fram á 1073. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 580. fundi bæjarstjórnar.
 
        
3.     201205003F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 320
    Fundargerð 320. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 580. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    3.1.    201204083 - Byggðarholt 35, sólstofa og geymsla
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, að samþykkja að erindið verði grenndarkynnt, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.2.    201109449 - Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, að fela embættismönnum að ræða við umsækjendur o.fl., samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.3.    201202400 - Frístundalóð nr. 125213, Miðdalslandi, fyrirspurn um deiliskipulag og byggingu frístundahúss
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, að samþykkja að skipulagstillagan verði auglýst, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.4.    201202162 - Stórikriki 48, leyfi fyrir vinnustofu á neðri hæð
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, að fresta afgreiðslu og fela skipulagsfulltrúa að semja drög að svari við framkomnum athugasemdum, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.5.    201204014 - Erindi Pílusar ehf. varðandi leyfi fyrir vinnustofu í Stórakrika 48
        Erindinu frestað á 320. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 580. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.6.    201204079 - Þverholt 9, fyrirspurn um breytta notkun
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, um að synja erindinu á grundvelli ákvæða í byggingarreglugerð og deiliskipulagi, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.7.    201204165 - Umsókn Gefjun ehf. um breytta notkun húsnæðis að Urðarholti 4
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, um jákvæðni fyrir erindinu að uppfylltu því að fram verði lögð fullnægjandi hönnunargögn og að aflað verði samþykkis meðeigenda í húsinu, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.8.    201102191 - Holtsgöng, nýr Landspítali, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, að gera ekki athugasemd við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.9.    201102301 - Reykjavík, Holtsgöng, breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, að samþykkja að tillaga að breytingu á svæðisskipulagi verði auglýst, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.10.    201201444 - Breyting á deiliskipulagi Íþróttasvæðis við Varmá, byggingarreitur fyrir íþróttasal
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, að samþykkja deiliskipulagsbreytingu íþróttasvæðis við Varmá og fela skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.11.    201103286 - Deiliskipulag Laugabólslands, tillaga að breytingum 2012
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, að samþykkja deiliskipulagstillöguna og fela skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.12.    201201443 - Braut, Mosfellsdal, ósk um aukna hámarksstærð húss
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 580. fundi bæjarstjórnar með vísan til afgreiðslu erindis nr. 201103286 á þessum fundi nefndarinnar.
 
    3.13.    201202399 - Helgafellshverfi 2. áf. - deiliskipulagsbreyting við Brúnás/Ásaveg
        Erindinu frestað á 320. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 580. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.14.    201204105 - Íþróttamiðstöðin á Varmá, umsókn vegna uppsetningar á merkjum
        Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, að gera ekki athugasemd við uppsetningu merkinga á vesturgafli Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.15.    201109392 - Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins
        Til máls tók: BH.
 
Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar, að fela skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að gera tillögu að umsögn til bæjarráðs og leggja fyrir næsta fund, samþykkt á 580. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.16.    201205039 - Skeljatangi 12, ósk um breytingu á deiliskipulagi (stækkun byggingarreits)
        Erindinu frestað á 320. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 580. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.17.    201205038 - Snyrtingahús við tjaldstæði á Varmárhól, umsókn um stöðuleyfi
        Erindinu frestað á 320. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 580. fundi bæjarstjórnar.
 
        
4.     201205002F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 210
    Fundargerð 210. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 580. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    4.1.    201203144 - Leirvogstunga 123704 - byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við flugskýli no.1
        Afgreiðsla 210. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 580. fundi bæjarstjórnar.
 
    4.2.    201204138 - Úlfarsfellsland landnr. 175253, byggingarleyfisumsókn fyrir kvist
        Afgreiðsla  210. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 580. fundi bæjarstjórnar.
 
    4.3.    201204221 - Reykjahvoll 41, umsókn um leyfi til að breyta gluggum og hurðum í kjallara
        Afgreiðsla 210. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 580. fundi bæjarstjórnar.
 
    4.4.    201202109 - Uglugata 7, byggingarleyfi fyrir einbýlishús, breyting frá áður samþykktum uppdráttum
        Afgreiðsla  210. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 580. fundi bæjarstjórnar.
 
    4.5.    201205025 - Þverholt 8 - stöðuleyfi fyrir 2 gáma við norðurhlið húss
        Afgreiðsla  210. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 580. fundi bæjarstjórnar.
 
        
5.     201204224 - Fundargerð 111. fundar SHS
    Til máls tóku: BH og HSv.
Fundargerð 111. fundar SHS lögð fram á 580. fundi bæjarstjórnar.
        
6.     201204226 - Fundargerð 376. fundar SSH
    Til máls tóku: BH, HSv, JJB, HS og HP.
Fundargerð 376. fundar SSH lögð fram á 580. fundi bæjarstjórnar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05

Til baka