Bæjarstjórnarfundur

24/05/2012

581. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 23. maí 2012 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum

Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Bryndís Brynjarsdóttir (BBr), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá:

1.     201205007F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1074
    Fundargerð 1074. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 581. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    1.1.    201107156 - Erindi sumarhúsaeigenda varðandi hitaveitu
        Afgreiðsla 1074. fundar bæjarráðs, varðandi hitaveitumál o.fl., samþykkt á  581. fundi með sjö atkvæðum.
 
    1.2.    201110027 - Erindi SSH varðandi skýrslu (verkefnahóps 10) um samstarf safna
        Afgreiðsla 1074. fundar bæjarráðs, að bæjarráð sé hlynnt auknu samstarfi safna o.fl., samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.3.    201112338 - Erindi SSH varðandi tillögur (verkefnahóps 4) um málefni innflytjenda
        Afgreiðsla 1074. fundar bæjarráðs, þar sem tekið er undir afstöðu fjölskyldunefndar til málsins, samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.4.    201202007 - Erindi Quorum sf varðandi Fellsás 2
        Afgreiðsla 1074. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu, samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.5.    201205008 - Erindi Málræktarstjóðs varðandi tilnefningu í fulltrúaráð
        Afgreiðsla 1074. fundar bæjarráðs, að tilnefna framkvæmdastjóra menningarsviðs sem fulltrúa Mosfellsbæjar, samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.6.    201205048 - Umsókn um styrk frá ólympíuleikjafara
        Afgreiðsla 1074. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar, samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
2.     201205013F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1075
    Fundargerð 1075. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 581. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    2.1.    201203469 - Erindi Iðnaðarráðuneytisins varðandi umsögn um þingsályktunartillögu um lagningu raflína í jörð
        Afgreiðsla 1075. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindi ráðuneytisins, samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.2.    2010081418 - Framhaldsskóli - nýbygging
        Erindið var lagt fram á 1075. fundi bæjarráðs. Lagt fram á  581. fundi bæjarstjórnar.
 
    2.3.    201202172 - Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá
        Afgreiðsla 1075. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.4.    201102165 - Stígur meðfram Vesturlandsvegi
        Afgreiðsla 1075. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að taka þátt í sameiginlegu útboði 3. áfanga vegna hjólreiðastígs, samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.5.    201204101 - Þjónustumiðstöð Eirhömrum - endurinnrétting
        Afgreiðsla 1075. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að bjóða út endurinnréttingu þjónustumiðstöðvar, samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
3.     201205005F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 192
    Fundargerð 192. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 581. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    3.1.    201204129 - Tilraunaverkefni vegna útkalla vegna heimilisofbeldis-framlenging verkefnis.
        Afgreiðsla 192. fundar fjölskyldunefndar, að framlengja tilraunaverkefnið, samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.2.    201205049 - Skýrsla 2011 til Barnaverndarstofu
        Erindið lagt fram á 192. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.3.    201205050 - Barnavernd 2012- ársfjórðungsskýrslur
        Erindið lagt fram á 192. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.4.    201205052 - Fjárhagsaðstoð 2012- ársfjórðungsskýrslur
        Til máls tóku: JS og HSv.
Erindið lagt fram á 192. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.5.    201205045 - Fjármál búsetukjarna fatlaðs fólks
        Afgreiðsla 192. fundar fjölskyldunefndar, varðandi tillögur um framkvæmd fjármála fatlaðs fólks o.fl., samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.6.    201204188 - Styrkir skv. 27gr. l.nr. 59/1992
        Afgreiðsla 192. fundar fjölskyldunefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að reglum um úthlutun styrkja o.fl. Fyrirliggjandi drög að reglum um úthlutun styrkja til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.7.    201202171 - Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012
        Erindið lagt fram á 192. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
        
4.     201205011F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 268
    Fundargerð 268. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 581. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 
Til máls tóku um fundargerðina almennt: JJB, HP, HSv og JS.
       
    4.1.    201103249 - Endurskoðun stefnu um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar
        Til máls tóku: JS og HP.
Afgreiðsla 268. fundar fræðslunefndar, að fela vinnuhópnum að ljúka skýrslu vegna verkefnisins, samþykkt á 581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    4.2.    201205086 - Skýrsla um framkvæmd og fyrirkomulag íþróttakennslu í grunnskólum
        Erindið lagt fram á 268. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
    4.3.    201205089 - Tölvur og íslenskt mál í grunnskólum
        Til máls tóku: JJB, HP og BH.
Erindið lagt fram á 268. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
    4.4.    201205088 - Færanlegar kennslustofur við Lágafellsskóla
        Til máls tóku: JJB, HP, JS, HSv og KGÞ.
Afgreiðsla 268. fundar fræðslunefndar, varðandi færanlegar kennslustofur, samþykkt á  581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    4.5.    201203017 - Umsóknir í Sprotasjóð 2012
        Erindið kynnt á 268. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
        
5.     201205010F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 321
    Fundargerð 321. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 581. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    5.1.    200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
        Til máls tóku: BH og JS.
Afgreiðsla 321. fundar skipulagsnefndar, að fela embættismönnum nánari úrvinnslu svara við framkomnum spurningum, samþykkt á 581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    5.2.    201202162 - Stórikriki 48, leyfi fyrir vinnustofu á neðri hæð
        Afgreiðsla 321. fundar skipulagsnefndar, varðandi m.a. að gera ekki athugasemdir við leyfi um breytta notkun, samþykkt á 581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    5.3.    201204014 - Erindi Pílusar ehf. varðandi leyfi fyrir vinnustofu í Stórakrika 48
        Til máls tóku: BH og JJB.
Afgreiðsla 321. fundar skipulagsnefndar, varðandi svar til bréfritara, samþykkt á 581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    5.4.    201205039 - Skeljatangi 12, ósk um breytingu á deiliskipulagi (stækkun byggingarreits)
        Afgreiðsla 321. fundar skipulagsnefndar, að samþykkja að deiliskipulagstillagan verði grenndarkynnt, samþykkt á 581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    5.5.    201205038 - Snyrtingahús við tjaldstæði á Varmárhól, umsókn um stöðuleyfi
        Afgreiðsla 321. fundar skipulagsnefndar, að gera ekki athugasemd við stöðuleyfi, samþykkt á 581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    5.6.    201205088 - Færanlegar kennslustofur við Lágafellsskóla
        Afgreiðsla 321. fundar skipulagsnefndar, að samþykka framlagningu á breyttu deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir fjölgun á færanlegum kennslustofum, samþykkt á 581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    5.7.    201109392 - Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins
        Afgreiðsla 321. fundar skipulagsnefndar, á umsögn til bæjarráðs, samþykkt á 581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
6.     201205008F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 132
    Fundargerð 132. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 581. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    6.1.    201203456 - Brennisteinsmengun í Mosfellsbæ
        Afgreiðsla 132. fundar umhverfisnefndar, þar sem óskað er eftir upplýsingum um málið o.fl., samþykkt á 581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    6.2.    201203171 - Uppsetning aðkomu- og fræðsluskiltis við friðlandið í Varmárósum
        Afgreiðsla 132. fundar umhverfisnefndar, varðandi uppsetningu fræðsluskiltis o.fl., samþykkt á 581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    6.3.    201205054 - Skýrsla skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2011
        Erindið kynnt á 132. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
    6.4.    201203461 - Erindi Vígmundar Pálmarssonar varðandi hanagal
        Erindið lagt fram á 132. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
    6.5.    201202170 - Umhverfisstefna Mosfellsbæjar 2012
        Til máls tóku: JJB, JS og HP.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa bókun Íbúahreyfingarinnar og Samfylkingarinnar, sem fram koma undir þessu erindi á fundinum, aftur til nefndarinnar til efnislegrar meðferðar.
 
    6.6.    201202171 - Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012
        Lögð voru fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 á 132. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
    6.7.    201202211 - Skýrsla um starfsemi umhverfissviðs 2011
        Erindið var lagt fram á 132. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
    6.8.    201201381 - Úttekt á ástandi eldri hverfa
        Erindið var lagt fram á 132. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
 
        
7.     201205073 - Fundargerð 169. fundar Strætó bs.
    Fundargerð 169. fundar Strætó bs. lögð fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
        
8.     201205124 - Fundargerð 27. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
    Fundargerð 27. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
        
9.     201205125 - Fundargerð 377. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins
    Til máls tóku: JS, HSv, KGÞ og BH.
 
Fundargerð 337. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
        
10.     201205071 - Fundargerð 796. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
    Fundargerð 796. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram á 581. fundi bæjarstjórnar.
        


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05

Til baka